Keníski langhlauparinn Evans Kibet sagðist hafa komið til Rússlands á íþróttaviðburð en var þess í stað fluttur í herþjálfunarbúðir og sendur til að berjast í Úkraínu.
Nú er hann í úkraínsku fangelsi eftir að hafa verið tekinn til fanga á víglínunni. Hann sagði AFP að hann hefði verið blekktur til að undirrita rússneskan hersamning sem hann gat hvorki lesið né skilið og hefði aldrei komið til Rússlands ef hann hefði vitað sannleikann.
Vitnisburður Kibets varpar ljósi á vaxandi fjölda Afríkubúa sem segjast hafa verið blekktir til að ganga í rússneska herinn, sumir af ráðningarskrifstofum sem lofuðu háum launum, aðrir með blygðunarlausum svikum.
„Gildran er sú að þú skrifar undir þennan samning án þess að vita það,“ sagði hann við AFP í fangaklefa sínum, blóðhlaupinn í augum og með þjáð andlit. „Þeir neyða þig ekki.“
Stjórnvöld í Kænugarði veitti blaðamönnum, þar á meðal AFP, aðgang að Kibet, sem er í …














































Athugasemdir