rátt fyrir slæmar fréttir af hagvaxtarhorfum er bæði stýrivaxtarákvörðun Seðlabankans í dag og slakar horfur í hagkerfi Íslands góðar fréttir fyrir þróun fasteignalána.
Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar sjálfkrafa með verðbólgu, í fyrirkomulagi sem þekkist varla fyrir fasteignalán erlendis. Í nýjum Peningamálum sem komu út í dag hjá Seðlabankanum er gert ráð fyrir að verðbólga verði mun minni næstu tólf mánuði en áður, og nokkru minni en gert var ráð fyrir í fyrri spá.
2,9% verðbólga
Þannig verður verðbólgan 2,9% á fjórða ársfjórðungi næsta árs, samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans, sem þýðir gróflega að næstu 12 mánuðina hækki höfuðstóll verðtryggðra lána um sama hlutfall, að frádregnum afborgunum á höfuðstóll, sem eru mismunandi eftir lengd og formi lána. Til samanburðar er sama hækkun 4,3% núna og er því spáð að hún verði svipuð í nóvembermánuði, sem leiðir til hækkunar verðtryggðu lánanna um sama hlutfall jafnt og þétt í janúarmánuði. Þetta jafngildir í raun vaxtalækkun upp á 1,4% næsta árið fyrir þau sem hafa verðtryggð lán, að óbreyttum nafnvöxtunum sem þó hafa hækkað jafnt og þétt á verðtryggð lán síðustu misserin.
Til samanburðar eru fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka núna 4,75%, eftir hlé á lánveitingum í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar. Að meðaltali hafa sömu vextir verið 3,6% hjá Íslandsbanka frá árinu 2012 og eru verðtryggðir vextir því sögulega háir. Gangi ný verðbólguspá Seðlabanka Íslands eftir verða raunverulegir vextir verðtryggðu lánanna þá 7,65%, ef horft er til vaxta að viðbættri verðtryggingu. Þótt það teljist háir vextir á fasteignalán á heimsvísu er það þó lægra en vextir á óverðtryggðum fasteignalánum, þótt áhættan af verðbólguáfalli sé í þeim tilfellum hjá lánveitandanum en ekki lántakandanum.




















































Athugasemdir