Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Góðar fréttir fyrir verðtryggðu lánin

Upp­færð spá Seðla­bank­ans gef­ur til kynna að verð­tryggð fast­eignalán verði áfram hag­stæð­ari en þau óverð­tryggðu. Vext­ir eru sögu­lega há­ir á bæði lána­form.

Góðar fréttir fyrir verðtryggðu lánin
Sammála um lækkun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fyrir, hefur einróma lækkað stýrivexti um 0,25% og niður í 7,25%, sem er enn hátt í sögulegu samhengi. Mynd: Golli

Þrátt fyrir slæmar fréttir af hagvaxtarhorfum er bæði stýrivaxtarákvörðun Seðlabankans í dag og slakar horfur í hagkerfi Íslands góðar fréttir fyrir þróun fasteignalána. 

Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar sjálfkrafa með verðbólgu, í fyrirkomulagi sem þekkist varla fyrir fasteignalán erlendis. Í nýjum Peningamálum sem komu út í dag hjá Seðlabankanum er gert ráð fyrir að verðbólga verði mun minni næstu tólf mánuði en áður, og nokkru minni en gert var ráð fyrir í fyrri spá.

2,9% verðbólga

Þannig verður verðbólgan 2,9% á fjórða ársfjórðungi næsta árs, samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans, sem þýðir gróflega að næstu 12 mánuðina hækki höfuðstóll verðtryggðra lána um sama hlutfall, að frádregnum afborgunum á höfuðstóll, sem eru mismunandi eftir lengd og formi lána. Til samanburðar er sama hækkun 4,3% núna og er því spáð að hún verði svipuð í nóvembermánuði, sem leiðir til hækkunar verðtryggðu lánanna um sama hlutfall jafnt og þétt í janúarmánuði. Þetta jafngildir í raun vaxtalækkun upp á 1,4% næsta árið fyrir þau sem hafa verðtryggð lán, að óbreyttum nafnvöxtunum sem þó hafa hækkað jafnt og þétt á verðtryggð lán síðustu misserin.

Til samanburðar eru fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka núna 4,75%, eftir hlé á  lánveitingum í  kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar. Að meðaltali hafa sömu vextir verið 3,6% hjá Íslandsbanka frá árinu 2012 og eru verðtryggðir vextir því sögulega háir. Gangi ný verðbólguspá Seðlabanka Íslands eftir verða raunverulegir vextir verðtryggðu lánanna þá 7,65%, ef horft er til vaxta að viðbættri verðtryggingu. Þótt það teljist háir vextir á fasteignalán á heimsvísu er það þó lægra en vextir á óverðtryggðum fasteignalánum, þótt áhættan af verðbólguáfalli sé í þeim tilfellum hjá lánveitandanum en ekki lántakandanum. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Get ekki annað en hlegið. Já, verðtryggð lán geta verið hagstæð á meðan verðbólgan er lág. Hinsvegar ef verðbólgan fer yfir 4 til 5 prósent hallar hratt á lántaka og það er varanlegt. Verðbæturnar eru ekki greiddar upp hverju sinni, þær safnast upp sem einskonar auka höfuðstóll sem ber einnig vexti. Í guðana bænum verið ekki að fegra þetta lánaform. Það ber með sér mikla áhættu auk þess sem kerfislæg áhrif verðtryggðra lána ýtir undir verðbólgu (verðbætur eru peningaprentun fyrir bankana, einskonar ný útlán án frekari samninga), ýtir undir hærra fasteignaverð (leiða til hærri tilboða því greiðslumatið er í raun falskt og metur ekki langtímaáhrif verðbólguskota). Þar fyrir utan er vonlaust fyrir lántaka að gera heilbrigt eigið greiðslumat við eldhúsborðið (flókin fjármálaafurð) og þessi lán standast því í raun ekki lög um neytendavernd á lánamarkaði EES þó íslenskir dómstólar hafi í raun hunsað EES reglur með útúrsnúningum í þágu íslenskra útlánsstofnanna.
    0
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Já, ég get ekki skilið hversvegna sumt fólk er að fegra þetta lánaform. Verðtrygging er hvergi á húsnæðislán í Evrópu. Og, eins og þú segir eru verðbætur peningaprentun fyrir bankana og býr til nýjan auka höfuðstól lána til hækkunar lánsins og hærri greiðslubyrði fyrir lántakendur.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár