Raunverulegur hagvöxtur mun minni á Íslandi en í ESB

Lít­ill hag­vöxt­ur hef­ur ver­ið á Ís­landi síð­ustu fimm ár ef tek­ið er til­lit til mann­fjölg­un­ar. Sam­hliða henni hef­ur álag á inn­viði auk­ist veru­lega og fast­eigna­verð tvö­fald­ast að raun­virði.

Raunverulegur hagvöxtur mun minni á Íslandi en í ESB
Efnahagslíf drifið af mannfjölgun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, samsett af Vinstri grænum, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, tók við árið 2017. Á tímabili hennar hefur hagvöxtur á mann verið afar lítill. Mynd: Heiða Helgadóttir

slenskt efnahagslíf hefur vaxið umfram mörg viðmiðunarlönd síðustu ár, en stöðnun hefur leynst undir yfirborðinu.

Hagvöxtur á Íslandi hefur mælst ágætur síðustu ár. Raunhagvöxtur, að teknu tilliti til verðlags, hefur verið 2,6% að meðaltali árin 2020 til 2024, tvöfalt meiri en í Evrópusambandinu og örlítið meiri en í Bandaríkjunum.

Það segir hins vegar ekki alla söguna. Þegar tekið er tillit til mannfjölgunar, sem hefur verið mikil á Íslandi síðustu ár vegna innflutnings fólks, er hagvöxtur á Íslandi minna en þriðjungur af því sem hefur verið í Evrópusambandinu að meðaltali. Hagvöxtur á mann var aðeins 0,3% að meðaltali á ári síðustu fimm árin á Íslandi, en hann var 2,1% í Danmörku, 1,8% í Bandaríkjunum og 1% í Evrópusambandinu. 

Þetta kemur fram í stöðugreiningu Stjórnarráðs Íslands fyrir atvinnustefnu Íslands, sem nú er komin í samráð.

Fjölgun innfluttra fylgir „verulegt álag“

Síðustu 15 árin hafa sviptingar í efnahagslífinu birst í því að húsnæði hefur hækkað þrefalt í verði að nafnvirði, en tvöfalt að raunvirði. Þetta hefur skert aðgengi almennings að húsnæði, sem ekki á það fyrir. Orsakir þess eru aukning útleigu íbúða til ferðamanna og fólksfjölgun, sem stafar að miklu leyti af þörf fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.

Sömu orsakaþættir hafa skapað álag á þjóðvegina, en umferð um Þjóðveg 1 jókst um 80% á síðustu 15 árum. Fjöldi barna á grunn- og leikskólaaldri sem eru með erlent ríkisfang hefur þrefaldast. 

Heilbrigðiskerfið hefur ekki náð að halda í við fólksfjölgun. Þannig hefur sjúkrrýmum á hverja 100 þúsund íbúa fækkað um 30% frá því sem mest var árið 2007.

Staðnað hagkerfi

Hagkerfi Íslands óx mikið á öðrum áratugi aldarinnar, en verulega hefur hægt á. Þannig var hagvöxtur á mann 1,1% frá 2010 til 2024 að meðaltali, en féll svo. Það var engu að síður enn lægra en í Evrópusambandinu á sama tímabili.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Langstærstur hluti mannfjölgunar á Íslandi er vegna innflutnings fólks frá ESB. Fréttin segir því í raun að með þessu fylgir jafnframt innflutningur lægri hagvaxtar á mann frá ESB. Andhverfan á því hlýtur þá að vera sú að fyrir hvern ESB ríkisborgara sem flytur til Íslands með lægri hagvöxt í farteskinu, eykst hagvöxtur á mann í ESB sem því nemur. Efni fréttarinnar er með öðrum orðum staðfesting á því sem oft hefur verið bent á að hagvöxtur í ESB er svo miklu minni en á Íslandi að það mælast marktæk áhrif af því í hagvexti á hvern innfluttan einstakling þaðan. Með því að taka það á sig er Ísland jafnframt að efla hagvöxt á mann í ESB. Þetta vekur upp þá spurningu hvort kannski ætti að íhuga að senda þeim reikning fyrir mismuninum?
    -1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Hætta að flytja inn verkafólk í stórum stíl og hrekja menntafólk úr landi á sama tíma.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu