Kanslarinn segir flóttamönnum að fara heim

Það kveð­ur við ann­an tón hjá Friedrich Merz en Ang­elu Merkel.

Kanslarinn segir flóttamönnum að fara heim
Friedrich Merz Kanslari Þýskalands boðar harðari stefnu gegn flóttamönnum en forverar hans. Mynd: AFP

Friedrich Merz Þýskalandskanslari sagði í dag að sýrlenskir flóttamenn í Þýskalandi yrðu að snúa heim nú þegar stríðinu í landi þeirra væri lokið, ella yrði þeim vísað úr landi.

Sagði Merz að það væri „engin ástæða lengur“ fyrir Sýrlendinga, sem flúðu hið hrottalega 13 ára stríð í heimalandi sínu, að leita hælis í Þýskalandi. Ummæli forvera hans, Angelu Merkel, voru fræg á sínum tíma, en þegar hún þurfti að taka afstöðu til flóttamannastraums árið 2015 sagði hún: „Wir schaffen das, eða, við sköffum það. Nýr kanslari, sem kemur þó úr sama flokki, slær annan tón.

„Hvað þau varðar sem neita að snúa aftur til heimalands síns getum við að sjálfsögðu vísað þeim úr landi,“ sagði hann í heimsókn til Husum í norðurhluta Þýskalands.

Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á fimmtudag í ferð til Damaskus að möguleikar Sýrlendinga á að snúa aftur væru „mjög takmarkaðir“ þar sem stríðið hefði eyðilagt stóran hluta innviða landsins.

Sú yfirlýsing olli hörðum viðbrögðum innan Kristilega demókrataflokksins, flokks Merz og Wadephul, sem hefur átt í erfiðleikum með að koma í veg fyrir að öfgahægriflokkar nái yfirhöndinni vegna málefna innflytjenda og flóttamanna.

Merz sagðist hafa boðið nýjum bráðabirgðaforseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, en íslamistasveitir hans steyptu einræðisherranum Bashar al-Assad af stóli á síðasta ári, í heimsókn til Þýskalands til að ræða „hvernig við getum leyst þetta saman“.

Sýrland „þarfnast alls síns styrks, og umfram allt Sýrlendinga, til að endurbyggja landið“, sagði Merz og bætti við að hann væri þess fullviss að margir myndu snúa aftur af fúsum og frjálsum vilja.

Um ein milljón Sýrlendinga býr í Þýskalandi, en flestir þeirra flúðu stríðið í fjöldaflótta á árunum 2015 og 2016.

Kristilegir Demókratar, flokkur Merz, varð sigurvegari kosninganna 23. febrúar síðastliðinn með 29% fylgi. Síðan þá hefur hægriflokknum Alternativ für Deutschland, Afd, vaxið ásmegin og mælist nú stærri en flokkur Merz, með 26% fylgi gegn 25%.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár