Kanslarinn segir flóttamönnum að fara heim

Það kveð­ur við ann­an tón hjá Friedrich Merz en Ang­elu Merkel.

Kanslarinn segir flóttamönnum að fara heim
Friedrich Merz Kanslari Þýskalands boðar harðari stefnu gegn flóttamönnum en forverar hans. Mynd: AFP

Friedrich Merz Þýskalandskanslari sagði í dag að sýrlenskir flóttamenn í Þýskalandi yrðu að snúa heim nú þegar stríðinu í landi þeirra væri lokið, ella yrði þeim vísað úr landi.

Sagði Merz að það væri „engin ástæða lengur“ fyrir Sýrlendinga, sem flúðu hið hrottalega 13 ára stríð í heimalandi sínu, að leita hælis í Þýskalandi. Ummæli forvera hans, Angelu Merkel, voru fræg á sínum tíma, en þegar hún þurfti að taka afstöðu til flóttamannastraums árið 2015 sagði hún: „Wir schaffen das, eða, við sköffum það. Nýr kanslari, sem kemur þó úr sama flokki, slær annan tón.

„Hvað þau varðar sem neita að snúa aftur til heimalands síns getum við að sjálfsögðu vísað þeim úr landi,“ sagði hann í heimsókn til Husum í norðurhluta Þýskalands.

Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á fimmtudag í ferð til Damaskus að möguleikar Sýrlendinga á að snúa aftur væru „mjög takmarkaðir“ þar sem stríðið hefði eyðilagt stóran hluta innviða landsins.

Sú yfirlýsing olli hörðum viðbrögðum innan Kristilega demókrataflokksins, flokks Merz og Wadephul, sem hefur átt í erfiðleikum með að koma í veg fyrir að öfgahægriflokkar nái yfirhöndinni vegna málefna innflytjenda og flóttamanna.

Merz sagðist hafa boðið nýjum bráðabirgðaforseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, en íslamistasveitir hans steyptu einræðisherranum Bashar al-Assad af stóli á síðasta ári, í heimsókn til Þýskalands til að ræða „hvernig við getum leyst þetta saman“.

Sýrland „þarfnast alls síns styrks, og umfram allt Sýrlendinga, til að endurbyggja landið“, sagði Merz og bætti við að hann væri þess fullviss að margir myndu snúa aftur af fúsum og frjálsum vilja.

Um ein milljón Sýrlendinga býr í Þýskalandi, en flestir þeirra flúðu stríðið í fjöldaflótta á árunum 2015 og 2016.

Kristilegir Demókratar, flokkur Merz, varð sigurvegari kosninganna 23. febrúar síðastliðinn með 29% fylgi. Síðan þá hefur hægriflokknum Alternativ für Deutschland, Afd, vaxið ásmegin og mælist nú stærri en flokkur Merz, með 26% fylgi gegn 25%.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HW
    Hardy Wardropper skrifaði
    Oh, the wind is blowing from the East today... I'd better change my mind again then... These so-called 'leaders' in the EU are not to be trusted with our money.
    0
  • Orri Olafur Magnusson skrifaði
    "Við sköffum það" einkar frumleg þýðing úr þýskunni "Wir schaffen das" :)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár