Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kanslarinn segir flóttamönnum að fara heim

Það kveð­ur við ann­an tón hjá Friedrich Merz en Ang­elu Merkel.

Kanslarinn segir flóttamönnum að fara heim
Friedrich Merz Kanslari Þýskalands boðar harðari stefnu gegn flóttamönnum en forverar hans. Mynd: AFP

Friedrich Merz Þýskalandskanslari sagði í dag að sýrlenskir flóttamenn í Þýskalandi yrðu að snúa heim nú þegar stríðinu í landi þeirra væri lokið, ella yrði þeim vísað úr landi.

Sagði Merz að það væri „engin ástæða lengur“ fyrir Sýrlendinga, sem flúðu hið hrottalega 13 ára stríð í heimalandi sínu, að leita hælis í Þýskalandi. Ummæli forvera hans, Angelu Merkel, voru fræg á sínum tíma, en þegar hún þurfti að taka afstöðu til flóttamannastraums árið 2015 sagði hún: „Wir schaffen das, eða, við sköffum það. Nýr kanslari, sem kemur þó úr sama flokki, slær annan tón.

„Hvað þau varðar sem neita að snúa aftur til heimalands síns getum við að sjálfsögðu vísað þeim úr landi,“ sagði hann í heimsókn til Husum í norðurhluta Þýskalands.

Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á fimmtudag í ferð til Damaskus að möguleikar Sýrlendinga á að snúa aftur væru „mjög takmarkaðir“ þar sem stríðið hefði eyðilagt stóran hluta innviða landsins.

Sú yfirlýsing olli hörðum viðbrögðum innan Kristilega demókrataflokksins, flokks Merz og Wadephul, sem hefur átt í erfiðleikum með að koma í veg fyrir að öfgahægriflokkar nái yfirhöndinni vegna málefna innflytjenda og flóttamanna.

Merz sagðist hafa boðið nýjum bráðabirgðaforseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, en íslamistasveitir hans steyptu einræðisherranum Bashar al-Assad af stóli á síðasta ári, í heimsókn til Þýskalands til að ræða „hvernig við getum leyst þetta saman“.

Sýrland „þarfnast alls síns styrks, og umfram allt Sýrlendinga, til að endurbyggja landið“, sagði Merz og bætti við að hann væri þess fullviss að margir myndu snúa aftur af fúsum og frjálsum vilja.

Um ein milljón Sýrlendinga býr í Þýskalandi, en flestir þeirra flúðu stríðið í fjöldaflótta á árunum 2015 og 2016.

Kristilegir Demókratar, flokkur Merz, varð sigurvegari kosninganna 23. febrúar síðastliðinn með 29% fylgi. Síðan þá hefur hægriflokknum Alternativ für Deutschland, Afd, vaxið ásmegin og mælist nú stærri en flokkur Merz, með 26% fylgi gegn 25%.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HW
    Hardy Wardropper skrifaði
    Oh, the wind is blowing from the East today... I'd better change my mind again then... These so-called 'leaders' in the EU are not to be trusted with our money.
    0
  • Orri Olafur Magnusson skrifaði
    "Við sköffum það" einkar frumleg þýðing úr þýskunni "Wir schaffen das" :)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár