Uppsögn bandarísks aðmíráls vekur spurningar

Að­míráll Banda­ríkja­hers yf­ir Suð­ur-Am­er­íku, sem sér um árás­ir á grun­aða smygl­ara, hef­ur til­kynnt um brott­hvarf sitt.

Uppsögn bandarísks aðmíráls vekur spurningar
Alvin Holsey Hættir á hátindi stærsta verkefnis ferils síns. Mynd: AFP

Bandaríski aðmírállinn sem ber ábyrgð á umdeildum árásum á meinta fíkniefnasmyglara í Karíbahafi sagði í gær að hann myndi láta af störfum eftir aðeins eitt ár í embætti.

Aðmírállinn Alvin Holsey lætur af störfum sem yfirmaður suðurherstjórnar Bandaríkjahers (US Southern Command), sem ber ábyrgð á bandarískum hersveitum sem starfa í Mið- og Suður-Ameríku.

Bandarísk yfirvöld hafa sent umtalsverðan herafla á svæðið, þar á meðal orrustuþotur og sjö herskip, sem hluta af því sem stjórnvöld segja vera aðgerðir gegn fíkniefnasmygli á svæðinu.

Hingað til hafa bandarískar hersveitir gert árásir á að minnsta kosti fimm meinta fíkniefnasmyglbáta í Karíbahafi sem hafa leitt til dauða 27 manns, í herferð sem sérfræðingar segja að sé ólögleg. Trump hefur hins vegar skilgreint grunaða smyglara sem erlenda óvinahermenn og réttlætt með þeim hætti að þeir séu drepnir án dóms og laga.

Hernaðaruppbyggingin hefur vakið ótta í Caracas um að lokamarkmiðið séu stjórnarskipti í Venesúela.

„Frá og með 12. desember 2025 mun ég láta af störfum í bandaríska sjóhernum,“ sagði Holsey í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi suðurherstjórnarinnar.

„Það hefur verið heiður að þjóna þjóð okkar, bandarísku þjóðinni og styðja og verja stjórnarskrána í yfir 37 ár,“ sagði hann, án þess að gefa skýringu á því hvers vegna hann lætur af störfum fyrr en áætlað var. New York Times hefur hins vegar eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan kerfisins að aðmírállinn hefði lýst áhyggjum sínum af árásunum á grunaða fíkniefnasmyglara. Trump tilkynnti í vikunni að hann væri að íhuga að gera árásir á landi í Venesúela í stríði sínu gegn meintum smyglurum og klíkum, sem hann fellir undir lög um baráttu gegn hryðjuverkum.

Frá því að Donald Trump forseti hóf sitt annað kjörtímabil í Hvíta húsinu í janúar hefur hann staðið fyrir hreinsunum á æðstu yfirmönnum hersins, þar á meðal formanni herforingjaráðsins, Charles „CQ“ Brown hershöfðingja, sem hann rak án skýringa í febrúar.

Aðrir háttsettir yfirmenn sem reknir hafa verið á þessu ári eru meðal annars yfirmenn sjóhersins og strandgæslunnar, hershöfðinginn sem stýrði Þjóðaröryggisstofnuninni, aðstoðarforingi flughersins, aðmíráll í sjóhernum sem starfaði hjá NATO og þrír háttsettir herlögfræðingar.

Foringi flughersins tilkynnti einnig að hann myndi láta af störfum án skýringa eftir aðeins tvö ár af fjögurra ára skipunartíma.

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að forsetinn sé einfaldlega að velja þá leiðtoga sem hann vill, en þingmenn Demókrataflokksins hafa lýst yfir áhyggjum af hugsanlegri pólitískri íhlutun í bandaríska herinn, sem jafnan er hlutlaus.

Fyrr á þessu ári fyrirskipaði Hegseth einnig að minnsta kosti 20 prósenta fækkun á fjölda fjögurra stjörnu hershöfðingja og aðmírála í virkri þjónustu í bandaríska hernum, auk 10 prósenta fækkunar á heildarfjölda hershöfðingja og flotaforingja.

Í síðasta mánuði voru allir yfirmenn yfir herafla Bandaríkjanna, innanlands sem erlendis, boðaðir á fund þar sem Trump forseti og Hegseth stríðsmálaráðherra boðuðu nýjar áherslur í hermálum, meðal annars útvíkkun á skilgreiningu hryðjuverkahópa, sem nú ná yfir andfasista og smyglara, og stríð gegn innri óvini í Bandaríkjunum.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár