Íbúar í höfuðborg Kína voru ögrandi og áhyggjulitlir í dag þegar fréttamenn AFP spurðu þá út í nýjustu hótun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að leggja á nýja, íþyngjandi tolla á landið.
Í gær tilkynnti Trump skyndilega að Bandaríkin myndu leggja 100 prósenta viðbótartolla á allan innflutning frá Kína frá og með 1. nóvember „eða fyrr“, og varpaði efasemdum á væntanlegan fund með Xi Jinping, forseta Kína.
Kínversk yfirvöld hafa enn ekki brugðist opinberlega við hótuninni, sem Trump sagði að væri í hefndarskyni fyrir nýjar útflutningstakmarkanir Peking á sviði mikilvægra sjaldgæfra jarðmálma. Þrátt fyrir að hafa sjálfur átt frumkvæðið að umfangsmiklum tollum gegn öðrum löndum, undraðist Trump „fjandsamlegar“ aðgerðir Kínverja í milliríkjaviðskiptum. „Það er engan veginn hægt að leyfa Kína að halda heiminum í gíslingu,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn sinn.
Utanríkis- og viðskiptaráðuneyti Kína tjáðu sig ekki þegar AFP leitaði eftir því í dag. Almenningur sat hins vegar ekki á …
Athugasemdir