Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kínverjar hæðast að Bandaríkjaforseta

Trump er súr yf­ir gagn­að­gerð­um Kína og hót­ar 100% toll­um of­an á 30%. Al­menn­ir borg­ar­ar taka hann hæfi­lega al­var­lega. „Á hans aldri ætti hann að vera að­eins yf­ir­veg­aðri,“ seg­ir kona í Pek­ing.

Kínverjar hæðast að Bandaríkjaforseta
Frá Peking Mannmergð hjá Torgi hins himneska friðar á þjóðhátíðardegi Kínverja 1. október síðastliðinn, sem markaði 76 ára afmæli stofnunar Kínverska alþýðulýðveldisins. Mynd: AFP

Íbúar í höfuðborg Kína voru ögrandi og áhyggjulitlir í dag þegar fréttamenn AFP spurðu þá út í nýjustu hótun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að leggja á nýja, íþyngjandi tolla á landið.

Í gær tilkynnti Trump skyndilega að Bandaríkin myndu leggja 100 prósenta viðbótartolla á allan innflutning frá Kína frá og með 1. nóvember „eða fyrr“, og varpaði efasemdum á væntanlegan fund með Xi Jinping, forseta Kína.

Kínversk yfirvöld hafa enn ekki brugðist opinberlega við hótuninni, sem Trump sagði að væri í hefndarskyni fyrir nýjar útflutningstakmarkanir Peking á sviði mikilvægra sjaldgæfra jarðmálma. Þrátt fyrir að hafa sjálfur átt frumkvæðið að umfangsmiklum tollum gegn öðrum löndum, undraðist Trump „fjandsamlegar“ aðgerðir Kínverja í milliríkjaviðskiptum. „Það er engan veginn hægt að leyfa Kína að halda heiminum í gíslingu,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn sinn.

Utanríkis- og viðskiptaráðuneyti Kína tjáðu sig ekki þegar AFP leitaði eftir því í dag. Almenningur sat hins vegar ekki á …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár