„Við erum eins og þú. Bara venjulegar manneskjur sem erum að gera það besta sem við getum til að stöðva þjóðarmorðið og hungursneyðina sem er að eiga sér stað á Gaza,“ segir Samuel Rostøl hjúkrunarfræðingur og dýraverndunarsinni.
Hann er meðal bátsverja í bátaflota Global Sumud Flotilla sem stefnir nú í átt að Gaza. Markmið flotans er að stöðva „ólöglegt umsátur Ísraels á Gaza.“ Í bátaflotanum eru um fimmhundruð áhafnarmeðlimir frá 41 ríki segir Samuel.
Samuel er frá Noregi en hefur barist gegn hvalveiðum á Íslandi. Hann tók þátt í mótmælum árið 2023 þar sem hann fór í hungurverkfall í 21 dag í kjölfar þess að leyfi voru gefin út fyrir veiðar á langreyðum.
Siglingin siðferðisleg skylda
„Frá mínu sjónarhorni finnst mér það vera siðferðisleg skylda að gera eitthvað,“ segir Samuel spurður út í ástæðuna fyrir þátttöku sinni í leiðangrinum. „Þetta eru einar …
Athugasemdir