Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Ég verð að lifa þetta af“

Fimm manns söfn­uð­ust sam­an í and­dyri mat­væla­ráðu­neyt­is­ins í Borg­ar­túni klukk­an átta í morg­un með kerti, hátal­ara og sjón­varps­skjá. Skjár­inn sýndi blóð­uga dauð­daga næst­stærstu spen­dýra jarð­ar. Fyr­ir ut­an skvamp­hljóð­in frá mynd­skeið­un­um var al­gjör þögn í and­dyr­inu. Það var sorg í aug­um við­staddra.

Alls sjö langreyðar hafa verið drepnar síðan Anahita Babaei og Elissa Bijou stigu niður úr möstrum hvalveiðiskipa við Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Skipin fóru af stað sólarhring eftir að Anahita og Elissa voru keyrðar af vettvangi í lögreglubíl. 

Þær voru við hvalstöðina í Hvalfirði þegar þrjár langreyðar voru dregnar þar á land á föstudag. Anahita sagðist hafa fundið til sársauka þegar hún sá dýrin líflaus. Sá sársauki var greinilegur í andliti hennar þar sem hún stóð og hélt á kerti í anddyri matvælaráðuneytisins í morgun. „Ég finn til á sama hátt og hvalirnir,“ sagði Anahita. 

Heimildin / Davíð Þór

Á tólfta degi hungurverkfalls

Í anddyrinu var einnig dýravelferðarsinninn Samuel Rostøl. Hann fór í hungurverkfall sama dag og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað að aflétta banni á hvalveiðar fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Samuel leið ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki smakkað mat 12 daga. Spurður um það hversu lengi hann ætlaði sér að halda út sagðist hann helst vilja hætta verkfallinu í dag, ef Svandís myndi ákveða að banna hvalveiðar að nýju. En hann ætlar að halda eitthvað áfram, á meðan heilsan leyfði. 

„Ég verð að lifa þetta af vegna þess að vandamálið með hvalveiðar mun halda áfram á Íslandi og í öðrum löndum,“ sagði Samuel sem var einnig staddur við hvalstöðina í Hvalfirði á föstudag þegar langreyðarnar voru dregnar þangað. 

„Þetta er hræðilegur atburður til þess að verða vitni að og vita fyrir hvaða sársauka þeir urðu fyrir.“

Telur lög um dýravelferð brotin

Við hlið Samuels stóð Micah Garen kvikmyndagerðarmaður sem hefur mótmælt hvalveiðum hér á landi og sér fram á að gera það áfram. Hann telur gefið mál að stöðva eigi hvalveiðar þar sem lög um dýravelferð hafi verið brotin með drápum á tveimur langreyðum sem skotnar voru í tvígang. 

„Það þarf að gera hlé á veiðum strax því reglurnar hafa verið brotnar,“ sagði Micah.

Heimildin / Davíð Þór

Það að dýrin hafi verið með sár eftir tvo skutla þýðir að þau hafi ekki drepist við fyrsta skot. 

Undanfari þess að Svandís ákvað að gera hlé á hvalveiðum í júní var sá að fagráð um velferð dýra komst að því að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela og að hvalveiðarnar samræmdust ekki lögum um dýravelferð. Henry Alexander Henrysson, fulltrúi siðfræðistofnunar HÍ í ráðinu, sagði í samtali við Heimildina eftir að hvalveiðar höfðu verið heimilaðar að nýju að það hefði ekki breyst – enn væri ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

Micah telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin með aflífun langreyðanna sem skotnar voru í tvígang og það í slæmu veðri.

Mótmælendurnir hafa ekkert heyrt frá stjórnvöldum en Anahitu og Elissu bíða kærur fyrir húsbrot frá Hvali hf. fyrir að hafa klifrað upp í möstur skipanna í mótmælaskyni í byrjun síðustu viku og setið þar í 33 klukkustundir. Fyrirtækið hefur farið fram á að þær greiði sekt sem nemur 500.000 krónum.

Áfram verða langreyðar veiddar hér á landi en í fyrra stóð vertíðin til 28. september. Hvalur hf. hefur heimild til þess að veiða 161 dýr í ár, þó ólíklegt megi teljast að svo margir hvalir falli í valinn á þessu stutta tímabili. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
4
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
10
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu