Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið sem urðu til þess að mat­væla­ráð­herra ákvað að banna hval­veið­ar í júní voru ekki í for­grunni þeg­ar ráð­herr­ann tók ákvörð­un um að leyfa þær að nýju frá og með morg­un­deg­in­um, að sögn Henrys Al­ex­and­ers Henrys­son­ar, full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra. Enn er ekki hægt að tryggja mann­úð­lega af­líf­un stór­hvela, seg­ir Henry.

Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi
Enginn vafi fyrir hvali „Nú eru það eiginlega ekki dýrin sem munu njóta vafans. Það er búið að breyta um afstöðu í því máli. Ég er náttúrulega ósáttur við það,“ segir Henry.

Mánuðurinn sem gengur í garð á morgun gæti verið síðasti mánuður hvalveiða hér á landi, í það minnsta á þessu kjörtímabili. Hvalveiðileyfið sem Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út árið 2019 rennur út í lok þessa árs og getur arftaki Kristjáns, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sleppt því að gefa út nýtt leyfi þegar því lýkur. Hvalveiðitímabili ársins ætti að ljúka í þessum mánuði.

Svandís setti á tímabundið bann við hvalveiðum í júní en bannið rennur út í dag og ákvað Svandís ekki að framlengja það heldur einfaldlega herða kröfur um veiðibúnað, veiðiaðferðir og eftirlit. Því hefjast veiðar á morgun. 

Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar HÍ í fagráði um velferð dýra, er ósáttur með ákvörðun ráðherrans, enda telur hann að ekkert hafi komið fram um að mögulegt sé að tryggja mannúðleg dráp á stórhvelum.

„Það liggur fyrir að dýravelferðarsjónarmið sem voru aðal málið í júní eru ekki lengur aðal málið,“ segir Henry. 

Skýrslan dugi ekki til afstöðubreytingar 

Starfshópur ráðherrans skilaði fyrr í vikunni skýrslu þar sem fram kom að mögulegt væri að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvelum. 

„Mín afstaða er sú að skýrslan frá starfshópnum eigi ekki að duga til að breyta afstöðu ráðherra,“ segir Henry Alexander. „Það er ekki tekið nógu sterkt til orða til þess að fá nýtt svar við spurningunni sem við vorum með í júní, hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun.“

„Ég get ímyndað mér að hún hafi að minnsta kosti bjargað yfir 100 hvölum,“
Henry Alexander Henrysson
um tímabundna hvalveiðibannið

Niðurstaðan sem fagráð um velferð dýra komst að fyrr í sumar var sú að ekki væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. 

„Nú er komin ný spurning: Hvort það sé hægt að bæta veiðarnar. Það var ekki spurningin sem við vorum að spyrja í júní. Það má bæta allt. Þú getur alveg æft þig og hlutir geta skánað þó þeir séu ekki ásættanlegir,“ segir Henry. „Allir sem lesa skýrslu starfshópsins sjá að það er ekki lagt mat á það hvort þetta sé ásættanlegur árangur sem muni nást, það er bara sagt að þetta kunni að bæta veiðarnar.“

Vill að rafmagnskaplarnir séu teknir af Hval

Hann gleðst þó yfir því að Svandís hafi ákveðið að taka fyrir notkun rafmagns við veiðarnar enda telur hann að sú aðferð hefði verið bæði hættuleg starfsfólki og hvölunum. 

„Af því að það er eitthvað sem er alveg óásættanleg veiðiaðferð,“ segir Henry Alexander. „Ég var ekki búinn að heyra í neinum dýralækni eða vísindamanni neins staðar í heiminum sem mælir með þessari aðferð eða vill bendla nafn sitt við þessa tilraun. Fyrir mér var þetta bara ólöglegt.“

Henry vill reyndar að lengra sé gengið í þessum efnum. 

„Ég vil að búnaðurinn sé tekinn af þeim. Þó að þeir megi ekki nota kaplana þá eiga þeir ekki að vera um borð í skipunum,“ segir Henry.  

Gæti hafa bjargað yfir 100 hvölum

Hann gleðst ekki einungis yfir því að ráðherrann hafi ákveðið að taka fyrir notkun rafmagns heldur sömuleiðis því að einhverjum hvölum hafi verið hlíft við ómannúðlegri aflífun í sumar. 

„Við getum öll glaðst yfir því að [Svandís] bjargaði örugglega ótrúlega mörgum hvölum í sumar,“ segir Henry. „Ég get ímyndað mér að hún hafi að minnsta kosti bjargað yfir 100 hvölum.“

Dýraverndunarsinnar vonast eftir brælu

Venjulega standa hvalveiðar ekki lengur en út september. 

„Þeir sem eru að hugsa um dýravelferð vonast bara til þess að það verði svolítil bræla,“ segir Henry. „Það þarf ekki nema þrjár stórar haustlægðir og mikla ölduhæð.“

Samt gæti Hvalur náð að aflífa einhverja tugi hvala í þessum mánuði. Mánuði sem er mögulega síðasti mánuður veiða á stórhvelum hér á landi á þessu kjörtímabili.

„[Svandís] þarf að gefa út leyfi svo hægt sé að veiða næsta sumar,“ bendir Henry á. „Hún gæti einfaldlega sleppt því að gefa út leyfi án þess að það sé einhver sérstök ákvörðun.“

Leyfið rennur út í lok árs. 

„Það er ekkert sem segir að hún verði að gefa út leyfi. Hún getur tekið sér allan veturinn í þetta og ekki gefið út veiði. Þetta er ekki atvinnustarfsemi sem getur gert ráð fyrir að vera í gangi,“ segir Henry.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Þorvarður Hjaltason skrifaði
  Mig langar til að spyrja fólk, bæði þá sem eru með og á móti hvalveiðum, eru fiskar dýr? eiga "dýraverndunarsjónarmið" við um þá?
  0
 • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
  Í dag gerði Svandís Svavarsdóttir RISASTÓR mistök.

  Þetta mun reynast Íslandi, VG og henni sjálfri þungbært.

  Það er fyrir löngu síðan kominn tími á að hætta hvalveiðum og því svívirðilega dýraníði sem því fylgir við strendur Íslands.

  Minnumst þess að Hvalur hf hefur lengi verið einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.

  Auðvitað ætlast fyrirtækið til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir þá "fjárfestingu" sína.
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
2
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
5
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
4
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
8
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
10
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár