Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra vill ganga lengra en Evrópusambandið í að taka á djúpfölsuðu efni og segir það þjóðaröryggismál að tryggja „gervigreindarfullveldi“ Íslands.
Logi kynnti aðgerðaáætlun um gervigreind í júlí. Sjálfur segist hann ekki nota tæknina mikið. „Ég er nú svona að reyna að fikta mig áfram, meira af vilja en getu, en ég er ekki viss um að ég sé að nota hana rétt,“ segir Logi. „En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir mig eins og alla aðra að tileinka mér þessa tækni. Þó að hún hafi ýmsar hættur í för með sér hefur hún líka augljós tækifæri.“
Aðspurður segir hann helstu tækifæri og hættur við innleiðingu gervigreindar á Íslandi felast í smæð samfélagsins. „Við búum í samfélagi þar sem ríkir víðtækt traust til stofnana, það er tiltölulega mikill félagslegur jöfnuður, innviðir eru að einhverju leyti …
Athugasemdir