Gervigreindarfréttir skapa glundroða

Formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins seg­ir að erfitt sé orð­ið að greina á milli raun­veru­leik­ans og fals­frétta sem hann­að­ar eru með gervi­greind. Upp­lýs­inga­læsi al­menn­ings sé ábóta­vant og hlut­verk blaða­manna mik­il­væg­ara en aldrei fyrr.

Gervigreindarfréttir skapa glundroða
Gervigreindarmynd Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, birti gervigreindarmynd sem átti að sýna stemninguna hjá stjórnarmeirihlutanum á Alþingi þegar ljóst var að veiðigjaldafrumvarpið mundi ná í gegn.

Holskefla af falsfréttum sem búnar eru til af gervigreind dynja á samfélagsmiðlum þessa dagana.

Í sumum tilvikum eru falsfréttir merktar traustvekjandi fjölmiðlum eins og BBC, þrátt fyrir að innihalda ósannindi eins og að Luigi Mangione, sem var handtekinn fyrir morð á forstjóra heilbrigðistryggingafyrirtækis í New York, hafi svipt sig lífi.

Í öðrum er myndum eða myndböndum dreift í pólitískum tilgangi. Má þar nefna efni sem hannað er til að vekja ótta gegn innflytjendum eða ákveðnum þjóðfélagshópum, stundum jafnvel framleitt af stuðningsfólki ákveðinna stjórnmálaflokka eins og þýska hægriöfgaflokksins Alternative für Deutschland (AfD).

Í enn öðrum tilvikum eru heilu rásirnar á YouTube undirlagðar efni sem líkist fréttamyndböndum, til dæmis um réttarhöldin yfir tónlistarmanninum P. Diddy, en eru í raun búin til með gervigreind til þess að beina nettraffík á rásina með von um skjótfenginn gróða.

Opinberir aðilar geta líka látið blekkjast af myndum sem búnar eru til með gervigreind. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gervigreindin tekur yfir

Spennan við gervigreindar-tónlist snýst upp í andhverfu sína
MenningGervigreindin tekur yfir

Spenn­an við gervi­greind­ar-tónlist snýst upp í and­hverfu sína

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svein­björn Thor­ar­en­sen seg­ir traust­ið á milli tón­list­ar­manns­ins og hlust­and­ans rofna með til­komu tón­list­ar sem al­far­ið er gerð af gervi­greind. Spotify dreif­ir henni og Svein­björn seg­ir ástæð­una þá sömu og lengi hef­ur þekkst í brans­an­um: „Til þess að þurfa ekki að borga tón­listar­fólki.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár