Holskefla af falsfréttum sem búnar eru til af gervigreind dynja á samfélagsmiðlum þessa dagana.
Í sumum tilvikum eru falsfréttir merktar traustvekjandi fjölmiðlum eins og BBC, þrátt fyrir að innihalda ósannindi eins og að Luigi Mangione, sem var handtekinn fyrir morð á forstjóra heilbrigðistryggingafyrirtækis í New York, hafi svipt sig lífi.
Í öðrum er myndum eða myndböndum dreift í pólitískum tilgangi. Má þar nefna efni sem hannað er til að vekja ótta gegn innflytjendum eða ákveðnum þjóðfélagshópum, stundum jafnvel framleitt af stuðningsfólki ákveðinna stjórnmálaflokka eins og þýska hægriöfgaflokksins Alternative für Deutschland (AfD).
Í enn öðrum tilvikum eru heilu rásirnar á YouTube undirlagðar efni sem líkist fréttamyndböndum, til dæmis um réttarhöldin yfir tónlistarmanninum P. Diddy, en eru í raun búin til með gervigreind til þess að beina nettraffík á rásina með von um skjótfenginn gróða.
Opinberir aðilar geta líka látið blekkjast af myndum sem búnar eru til með gervigreind. …
Athugasemdir