Spennan við gervigreindar-tónlist snýst upp í andhverfu sína

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svein­björn Thor­ar­en­sen seg­ir traust­ið á milli tón­list­ar­manns­ins og hlust­and­ans rofna með til­komu tón­list­ar sem al­far­ið er gerð af gervi­greind. Spotify dreif­ir henni og Svein­björn seg­ir ástæð­una þá sömu og lengi hef­ur þekkst í brans­an­um: „Til þess að þurfa ekki að borga tón­listar­fólki.“

Spennan við gervigreindar-tónlist snýst upp í andhverfu sína
Sveinbjörn Thorarensen Tónlistarmaðurinn Hermigervill sér fyrir sér að hægt verði að þykjast spila live á tónleikum án þess að kunna að syngja eða spila á hljóðfæri. Mynd: b'V\xc3\xadkingur \xc3\x93li Magn\xc3\xbasson'

Er tónlistin sem ég hlusta á búin til af alvöru tónlistarmanni eða ekki? Þetta er spurning sem æ fleiri spyrja sig þessa dagana með tilkomu forrita eins og Suno sem geta búið til lög með aðstoð spunagreindar. Ekki þarf nema að tikka í nokkur box og forritið skilar lagi sem hlustandinn gæti vel haldið að hafi verið sungið og spilað af mennskri hljómsveit í hljóðveri. Textann má skrifa sjálfur eða láta ChatGPT sjá um það líka eins og svo margt annað.

Fyrir vikið hafa stokkið fram á sjónarsviðið „tónlistarmenn“ sem ekkert hafa lært um tónlist. Einn þeirra, Oliver McCann, gerði nýverið plötusamning eftir að lag sem hann lét gervigreind búa til frá grunni fékk 3 milljónir spilana. „Ég hef enga tónlistarhæfileika,“ sagði hann við AP-fréttastofuna. „Ég kann ekki að syngja, ég kann ekki að spila á hljóðfæri og ég hef …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gervigreindin tekur yfir

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár