Rússar segjast hafa náð þremur þorpum í Úkraínu

Á með­an for­seti Banda­ríkj­anna fer á fund Pútín með það að marki að stilla til frið­ar halda árás­ir Rússa á Úkraínu áfram. Nú kveðst rúss­neski her­inn hafa náð þrem­ur þorp­um í Úkraínu, með­al ann­ars á svæði þar sem átök höfðu ekki far­ið fram.

Rússar segjast hafa náð þremur þorpum í Úkraínu
Á fund Pútín Forseti Bandaríkjanna lauk útlegð Pútín með því að mæta honum í Alaska, klappa fyrir honum og bjóða honum far með forsetabílnum. Forseti Úkraínu var ekki viðstaddur fundinn en honum var síðan boðið í Hvíta húsið. Á þann fund mættu með honum leiðtogar Evrópuríkja. Mynd: AFP

Rússneski herinn segist hafa lagt undir sig þrjú þorp í austurhluta Úkraínu og boðar nýja landvinninga á sama tíma og Bandaríkin sýna diplómatíska viðleitni til að binda enda á átökin.

Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands á Telegram kemur fram að hermenn hefðu „haldið áfram að sækja langt inn fyrir varnarlínur óvinarins“ í hinu stríðshrjáða Donetsk-héraði og náð þorpunum Sukhetske og Pankivka.

Þorpin eru nálægt víglínunni þar sem rússneski herinn braust í gegnum varnir Úkraínu í síðustu viku, á milli mikilvægra samgöngumiðstöðva í Pokrovsk og Kostiantynivka.

Í mið-austurhluta Dnipropetrovsk-héraðsins, sem hingað til hefur verið hlíft við átökum, greindi rússneski herinn frá því að hann hefði náð þorpinu Novogeorgiivka. Rússneskir hermenn fóru fyrst inn í héraðið í júlí.

Þessar árásir eru gerðar á sama tíma og Bandaríkin og evrópskir leiðtogar hafa lagt mikið undir til að ná friðarsamningum, sem gætu bundið endi á innrásina.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Vladímír …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár