Rússneski herinn segist hafa lagt undir sig þrjú þorp í austurhluta Úkraínu og boðar nýja landvinninga á sama tíma og Bandaríkin sýna diplómatíska viðleitni til að binda enda á átökin.
Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands á Telegram kemur fram að hermenn hefðu „haldið áfram að sækja langt inn fyrir varnarlínur óvinarins“ í hinu stríðshrjáða Donetsk-héraði og náð þorpunum Sukhetske og Pankivka.
Þorpin eru nálægt víglínunni þar sem rússneski herinn braust í gegnum varnir Úkraínu í síðustu viku, á milli mikilvægra samgöngumiðstöðva í Pokrovsk og Kostiantynivka.
Í mið-austurhluta Dnipropetrovsk-héraðsins, sem hingað til hefur verið hlíft við átökum, greindi rússneski herinn frá því að hann hefði náð þorpinu Novogeorgiivka. Rússneskir hermenn fóru fyrst inn í héraðið í júlí.
Þessar árásir eru gerðar á sama tíma og Bandaríkin og evrópskir leiðtogar hafa lagt mikið undir til að ná friðarsamningum, sem gætu bundið endi á innrásina.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Vladímír …
Athugasemdir