Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Samþykkja áætlun Netanyahu um að „taka yfir“ Gaza

Ísra­els­her mun „taka yf­ir stjórn“ í Gaza-borg sam­kvæmt áætl­un sem Benjam­in Net­anya­hu lagði fram og ör­ygg­is­ráð­ið sam­þykkti í nótt. Mann­rétt­inda­full­trúi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Volker Turk, seg­ir að áætl­un­ina verði að „stöðva taf­ar­laust“.

Samþykkja áætlun Netanyahu um að „taka yfir“ Gaza

Ísraelsher mun „taka yfir stjórn“ í Gaza-borg samkvæmt áætlun sem forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, lagði fram. Öryggisráðið samþykkti í nótt innlimun Gaza og herinn býr sig undir að ná fullum yfirráðum yfir Gaza-borg. Talið er að það gæti tekið nokkra mánuði fyrir Ísrael að ná fullri stjórn á svæðinu. 

Nú eru næstum tvö ár liðin frá því að stríðið hófst í Gaza. Netanyahu stendur frammi fyrir vaxandi þrýstingi bæði heima fyrir og erlendis um vopnahlé, til að bjarga meira en tveimur milljónum íbúa svæðisins frá hungursneyð og frelsa gísla sem palestínskir vígamenn halda. Samkvæmt áætlun Ísraels um að „sigra“ Hamas í Gazaströndinni mun herinn „undirbúa aðgerðir til að taka stjórn á Gaza-borg og dreifa mannúðaraðstoð til almennra borgara utan átakasvæða“, segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu.

Áður en ákvörðunin var tekin sagði Netanyahu að Ísrael hygðist taka fulla stjórn á Gaza, en hafi ekki í hyggju að stjórna svæðinu til lengri …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Ísraelsmenn eru nasistar okkar tíma með stuðningi annarra fasista.

    Ég er ekki að verja hernaðaraðgerðir Hamas.
    0
  • ÞH
    Þorkell Helgason skrifaði
    Það er villandi í greininni að tala um "öryggisráðið". Þetta orð með greini vísar að jafnaði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. En hér er það hrá þýðing á nafni einhvers ísraelsks apparats.
    1
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Þetta er trúarbragðastríð.

    Gyðingar trúa því að guðinn hafi gefið meintum forföður þeirra, Abraham, landið. Afkomendur hans voru reyndar aðeins stuttan tíma í Ísrael, ca 3 kynslóðir áður en þeir fluttust til Egyptalands og gerðust síðar þrælar Egypta, svo þeir hafa í mesta lagi búið á nokkrum hekturum í Ísrael.

    Löngu síðar, eftir að guðinn hafði drepið alla frumburði Egypta í einni af plágunum sem hann framkallaði, leyfði Faraó, forystumaður Egypta, gyðingunum að fara til baka, en sá svo eftir því og var her Egypta drekkt í hafinu af guðinum sem hafði áður þurrkað einhverskonar götu í gegnum mitt hafið og látið það steypast yfir þá þegar þeir veittu gyðingunum eftirför. Þegar "heim" var komið gerðu gyðingarnir svo tilkall til landsins síns og fóru með hernaði gegn íbúum þess og kepptust við að uppræta þá sem tilheyrðu ekki söfnuðinum, kannski ekki alls ólíkt og í dag.

    Það er þó merkilegt að einu boðorðinu virðast Ísraelar gleyma, eða boðorðinu: Þú skalt ekki mann deyða - en það er kannski ekki skrítið því guðinn átti í mestu erfiðleikum með að fara eftir því sjálfur - samkvæmt biblíunni.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár