Sakborningur í Samherjamálinu: „Ég ber ekki lengur traust til réttarkerfisins“

Arna McClure, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ing­ur Sam­herja, seg­ir gögn Sam­herja­máls­ins sýna sak­leysi sitt. Hún seg­ir að hún hvorki treysti lög­reglu né ákæru­vald­inu og að hér­aðssak­sókn­ara slá ryki í augu al­menn­ings.

Sakborningur í Samherjamálinu: „Ég ber ekki lengur traust til réttarkerfisins“
Arna McClure Fyrrverandi yfirlögfræðingur Samherja starfar nú með fyrrum forstjóra á vettvangi Síldarvinnslunnar.

Arna Bryndís Baldvins McClure, fyrrverandi yfirlögfræðingur Samherja og sakborningur í Samherjamálinu svokallaða, segir héraðssaksóknara hafa haldið því frá sér að rannsókn málsins væri lokið þar til um það var fjallað í fjölmiðlum. Hún segir gögn í málinu staðfesta sakleysi sitt og segist ekki treysta því að lögregla og ákæruvaldið séu ekki í „tilraunastarfsemi á almennum borgurum“.

Í byrjun júní kom fram að rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu sé lokið og saksóknari muni taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Málið varðar meintar mútugreiðslur Samherja til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja fiskveiðheimildir í landinu. Hagnaðurinn var tekinn út í gegnum flókið net félaga sem teygðu sig víða heim og vöktu upp spurningar um skattaundanskot.

Upplýst var um málið í fréttaþættinum Kveik í nóvember 2019 í samstarfi við Stundina (forvera Heimildarinnar), Wikileaks og Al Jazeera. 

Níu eru með réttarstöðu sakbornings, þar á meðal Þorsteinn Már Baldvinsson sem hætti sem forstjóri Samherja í vor. Arna er einnig þeirra á meðal en hún hóf störf hjá Samherja í tengslum við rannsókn Seðlabankans á meintum gjaldeyrisbrotum fyrirtækisins eftir bankahrun.

Fram hefur komið að Arna fundaði með mútuþegunum í Samherjamálinu, þeim James Hatuikulipi, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Sacky Shangala, sem allir tengjast stjórnmálaflokknum SWAPO. James var stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, stærsta kvótaeiganda Namibíu, Tamson er tengdasonur sjávarútvegsráðherrans fyrrverandi Bernhardt Esau og Sacky var dómsmálaráðherra Namibíu þar til hann sagði af sér í kjölfar uppljóstrananna.

Í tölvupóstum úr Samherjaskjölunum má sjá Örnu ræða um greiðslur úr skattaskjólsfélaginu Cape Cod sem Samherji neitaði lengi að hafa tengst. Samherji notaði félagið í skattaskjólinu Marshall-eyjum í Kyrrahafi, til að greiða laun sjómanna sinna í Afríku allt frá árinu 2010. Samtals millifærðu félög Samherja 9,1 milljarð króna inn á reikninga Cape Cod á tímabilinu og sama upphæð var millifærð af reikningum félagsins á tímabilinu. Samherji gerði samkomulag við Skattinn árið 2023 um að greiða 60 milljónir króna auk vaxta vegna launagreiðslna félagsins til íslenskra starfsmanna erlendis.

Í stjórn Síldarvinnslunnar með Þorsteini Má

„Rannsóknin hefur staðið yfir lengur eða á þriðja þúsund daga,“ skrifaði Arna í færslu á Facebook síðu sinni í júlí. „Þetta slagar upp í þriðjung starfsævi minnar. Hvað sem hver segir þá er það erfitt og þungbært og litar allt í lífi manns.“

Arna starfar nú sem forstjóri Sea Thru, íslensks-pólsks samstarfsverkefnis sem snýr að því auka rekjanleika sjávarafurða í gegnum alla virðiskeðjuna.

Þá er hún varamaður í stjórn Síldarvinnslunnar, þar sem Þorsteinn Már er stjórnarformaður, en Samherji er stærsti fjárfestirinn í útgerðinni með um 30% hlut. Samkvæmt LinkedIn síðu hennar er hún einnig yfirlögfræðingur Síldarvinnslunnar. Um tíma var hún ræðismaður Kýpur þar sem Esja Seafood, dótturfélag Samherja, er skráð og í stjórn Arcticnam Fishing, félags sem Samherji átti til móts við namibíska kvótaleyfishafa.

Þá var hún ein af þeim þremur einstaklingum sem gegndu lykilhlutverki í svokallaðri „skæruliðadeild“ Samherja sem stóð fyrir greinaskrifum sem beindust sérstaklega gegn Helga Seljan eftir að hann var tók þátt í afhjúpun málsins sem fréttamaður Kveiks.

Uppljóstrarinn staðfesti sakleysi

Í færslunni er hún gagnrýnin á embætti héraðssaksóknara og sérstaklega Ólaf Þór Hauksson sem fer fyrir embættinu. „Fyrir tveimur árum síðar sagðist ég ekki geta svarað því fyllilega hverjar sakirnar eru. Ég get ekki enn svarað því. Ég hef þó orðið ýmislegs vísari vegna baráttu minnar að losna úr málinu,“ skrifar Arna.

Ólafur Þór HaukssonHéraðssaksóknari tilkynnti í byrjun júlí að rannsókn Samherjamálsins væri lokið.

„Í greinargerð 21. ágúst 2024, þegar ég reyndi í annað sinn að fá aðstoð dómstóla til að losna úr þessari Namibíurannsókn, réttlætti Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sakborningsstöðu mína með því að ég hefði ekki upplýst um starfstíma minn hjá Samherja. Það er rangt,“ skrifar hún.

Birtir hún brot úr samtölum úr gögnum málsins til að styðja það að hún hafi skýrt frá því að hún hafi byrjað að vinna hjá Samherja sumarið 2013 í tengslum við Seðlabankamálið. Þá segir hún Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu og uppljóstrara í málinu, hafa staðfest að vinna hennar hafi verið lögleg.

Birtir hún frekari samtöl upp úr gögnum málsins þar sem haft er eftir Jóhannesi að hún hafi verið „upplýst að marki hvernig verkefnið virkar“ og „var kannski alveg upplýst um mútugreiðslurnar og fleira“ en að samskipti þeirra hafi frekar varðað Seðlabankamálið.

„Jóhannes staðfestir að mín vinna var öll lögleg“

„Ég hef margsinnis bent á að höfundur þessarar vitleysu, Jóhannes Stefánsson, hafi dregið í land allar ásakanir gegn mér,“ skrifar hún. „Ég geri ekki athugasemd við að ég hafi verið gerð að sakborningi í upphafi. Það er skiljanlegt. En þegar búið var að afla allra gagna og ég hafði svarað spurningum í fyrstu skýrslutöku voru ekki lengur efni til þess. Framangreint staðfestir það. Jóhannes staðfestir að mín vinna var öll lögleg. Öll gögn málsins staðfesta það líka.“

Tilraunastarfsemi á almennum borgurum

Arna segir einnig að á annað þúsund smáskilaboða, sem Heimildin hefur fjallað um, styðji þessa frásögn sína. „Það sem mér finnst óskiljanlegt og ekki bera merki um réttláta málsmeðferð er að æðsti yfirmaður embættis héraðssaksóknari, héraðssaksóknari sjálfur, skuli afvegaleiða dómstóla með þessum hætti,“ skrifar hún.

„Við skulum halda því til haga að málflutningur í héraði fór fram tveimur mánuðum eftir að Jóhannes gaf framangreinda skýrslu og sagði mín verkefni eingöngu hafa verið lögleg og hann hefði ekkert nema tilfinningu fyrir því að ég hafi átt að vita eitthvað um eitthvað sem hugsanlega væri á gráu svæði,“ bætir hún við. „Málið fór síðan til Landsréttar þar sem Ólafur Þór rökstuddi mál sitt með vísan til greinargerðarinnar og bætti engu við. Það er að mínu mati ekki við dómstóla að sakast. Þeir taka við málum eins og þau eru lögð fyrir þá. Og þeim er uppálagt lögum samkvæmt að treysta opinberum embættismönnum, skjölum sem þeir leggja fram og það sem þeir segja. Staðreyndin er hins vegar sú að sumir hverjir standa ekki undir því trausti.“

„En staðreyndin er sú að þessi fáu skemmdu epli þau skemma fyrir öllum“

Landsréttur hafnaði vorið 2023 beiðni Örnu um að fella niður rannsókn á sér en hún segir málið hafa litað allt líf sitt. „Það er sorglegt eftir að hafa starfað á sviði lögfræðinnar í á annan áratug að ég ber ekki lengur traust til réttarkerfisins,“ skrifar Arna. „Ég get ekki treyst því að lögregla og ákæruvald dragi allt fram sem horfir til sektar eða sýknu eða séu ekki í tilraunastarfsemi á almennum borgurum. Ég þekki fullt af lögreglumönnum og saksóknurum sem er vandað fólk og gerir sitt besta. En staðreyndin er sú að þessi fáu skemmdu epli þau skemma fyrir öllum.“

Ekki upplýst um lok rannsóknar

Hún segir að á fertugsafmælisdag sinn, 2. júlí síðastliðinn, hafi verjandi hennar verið í sambandi við embætti héraðssaksóknara vegna nýrra gagna. „Ekki var orði minnst á lok rannsóknar,“ skrifar hún. „Í hádegisfréttum á Ríkisútvarpinu var alþjóð hins vegar tilkynnt um þetta. Ólafur Þór Hauksson hafði brýnni erindum að sinna en að upplýsa verjendur um lok rannsóknar því hann varð að ræða við fréttamann Ríkisútvarpsins um það!

Ólafur talaði um kaflaskil, að þetta væru stór tímamót í rannsókninni því nú væri málið komið á borð saksóknara. Þarna sló hann ryki í augu almennings til að fá sínar mínútur í fjölmiðlum. Síðastliðið haust, þegar hann varðist kröfu minni að losna, lagði hann mikla áherslu á að hann sjálfur hefði stýrt rannsókninni og bæri alla ábyrgð.“

Beðið réttarhalda í Namibíu

Rannsókn Samherjamálsins tók um 5 ár og mikið af gögnum voru undir. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að málið kom upp en tók svo við starfinu aftur. Hann hætti sem forstjóri 26. júní síðastliðinn og Baldvin Þorsteinsson sonur hans tók við sem forstjóri. Þá höfðu Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson fært hluti sína í Samherja til barnanna sinna sem eiga nú fyrirtækið.

Fundurinn með NamibíumönnunumArna, til hægri, sat fundinn með Jóhannesi uppljóstrara og Namibíumönnunum þremur sem tengdu Samherja við sjávarútvegsráðherrann.

Tveir namibískir ráðherrar sögðu af sér út af málinu, áðurnefndur Sacky  Shangala dómsmálaráðherra sem Arna fundaði með og sjávarútvegsráðherrann. Réttarhöld í málinu í Namibíu hafa tafist en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn. Tíu hafa verið ákærð í málinu þarlendis.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Tilfinningar manna til þeirra sem hafa verið viðriðnir svona mál eru oft skiljanlegar en ríkisvaldið, saksóknari og önnur embætti þurfa að gæta þess að það er ekki hlutverk þeirra að standa í óbeinum refsingum þegar ekkert saknæmt hefur sannast á fólk. Að halda fólki árum saman undir grun án þess að nokkuð bitastætt sé að gerast í málum þess er það sem kalla mætti óbeinar refsingar. Grunaðir eiga rétt á að fá að vita hvað er verið að rannsaka, hvers vegna og hvaða ákæra verður hugsanlega borin fram og það tímanlega. Þegar rannsóknir eru komnar í fleiri fleiri ár og jafnvel áratugi er eitthvað ekki í lagi í ferlinu, hverjum sem það er að kenna. Burtséð frá alvarleika málsins nú eða þessu tiltekna máli, þá þarf að taka á þessu til að gæta réttarstöðu borgaranna almennt.
    0
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    "Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert." Þegar fólk öslar í forinni er líklegt að það óhreinkist.
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Það er oft erfitt a að sætta sig við afleiðingar gerða sinna og margir kenna öðrum um. Störf Örnu í Skæruliðadeildinni voru á mörkum hins löglega en algerlega siðlaus. Villimennska og óþverraskapur. Miðað við tölvupósta sem birtir hafa verið þá naut hún starfsins. Nú hefur gamanið hinsvegar kárnað. Hún kom sér í þessa stöðu sjálf og þetta er engum öðrum að kenna.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár