Barn lést í Reynisfjöru

Sjötta bana­slys­ið í Reyn­is­fjöru á síð­ustu níu ár­um.

Barn lést í Reynisfjöru
Reynisfjara Deilt hefur verið um hvernig auka megi öryggi ferðamanna í Reynisfjöru eftir ítrekuð banaslys. Mynd: Víkingur

Ung stúlka er látin eftir að hafa fallið í sjóinn við Reynisfjöru, ásamt föður sínum og systur um miðjan daginn í dag. 

Ekki tókst að ná stúlkunni á land fyrr en þyrla Landhelgisgæslunnar fór á svæðið. Stúlkan var flutt á Landspítalann en var þar úrskurðuð látin.

Um var að ræða erlenda fjölskyldu á ferðalagi um Ísland.

Þetta er sjötta banaslysið í Reynisfjöru á innan við áratug, en sjöunda dauðsfallið varð í Kirkjufjöru, skammt frá.

Heimildin fjallaði í síðasta tölublaði sínu um áskoranir vegna fjöldaferðaþjónustu á Suðurlandi. Um fjörtíu ferðamenn hafa látist af slysförum í þeim landshluta frá árinu 2000. Þar var rætt við bónda nálægt Reynisfjöru sem sagði þúsundir manns hafa lent í öldu, án þess þó að hafa tekið út. „Maður hefur fylgst með fólkinu. Það er bara svo mikil gleði í því að vera komið í fjöruna. Það bara rýkur niður í fjöru,“ sagði hann.

Eftir því sem banaslysum hefur fjölgað hefur vaknað umræða um hvernig eigi að fjármagna viðbúnað á svæðinu. Landeigendur við Reynisfjöru fá greitt fyrir notkun bílastæða á svæðinu, sem kosta á bilinu 750 til 1.000 krónur fyrir hverja fólksbifreið sem þar er lagt. 

Varað við í vikunni

Í fyrradag birti íslensk kona, sem var á ferð í Reynisfjöru, myndir á Facebook af börnum að leik í fjörunni. „Ótrúleg hegðun i Reynisfjöru,“ sagði hún. „Viðvörun var gul, miðlungshætta, en þarna gengu tvær mæður með þrjú berfætt börn sem hlupu hvað eftir annað út i öldurnar. Þær horfðu ekki einu sinni á þau. Kannski er ég komin a einhvern hneykslunaraldur en mér ofbauð.“

Börn í ReynisfjöruÍslensk kona birti þessar myndir eftir að hafa heimsótt Reynisfjöru á fimmtudag og varaði við hættu sem steðjaði að börnum að leik við flæðarmálið.

Í rannsókn sem gerð var árið 2019 kom fram að 15% ferðamanna, sem svöruðu spurningarkönnun í Reynisfjöru, voru lítið eða ekki meðvitaðir um hættuna á svæðinu.

Árið 2023 var sérstakur samráðshópur myndaður til að auka öryggi við Reynisfjöru.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum
FréttirFerðamannalandið Ísland

Nátt­úr­an gef­ur og nátt­úr­an tek­ur: Hættu­ástand á ferða­manna­stöð­um

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár