Skiltagerð hefur aðeins breyst – og jafnvel aukist – í takt við ferðamannastrauminn til landsins. En mörg þeirra eru nú á alþjóðlegri tungu ferðamanna: ensku. Tilvalið er að skipta út leiknum gulur bíll í næsta ferðalagi og athuga frekar hver komi fyrstur auga á skilti á hinu ástkæra, ylhýra.

Gamli bærinnNú dugar ekki lengur að vísa til gamla bæjarins, heldur verður að gera það á ensku líka: The old town.
Mynd: Víkingur

Opið í hádeginuÁ Vík má sjá skilti með matseðli dagsins. Allur textinn er á ensku, enda fjöldi ferðamanna þar á ferð sem skilja ekki íslensku.
Mynd: Golli

VerslunHér er verið að vísa á verslun, veitingastað og kaffihús. Á alþjóðlegri tungu ferðamanna, ensku.
Mynd: Víkingur

BílastæðiMeira að segja við Brúarfoss eru leiðbeiningar um bílastæði á ensku.
Mynd: Golli

GötumaturTil að fanga athygli ferðamanna eru skiltin oftar en ekki á ensku. Þannig treysta heimamenn á …
Athugasemdir (1)