ÁVík voru nokkuð skiptar skoðanir meðal heimamanna sem eiga ættir að rekja þangað, hvað varðar afstöðu þeirra til ferðaþjónustunnar og þær breytingar sem uppgangur hennar hefur haft í för með sér.
Ekki hægt að krefjast íslenskukunnáttu
„Mér finnst þetta ganga dálítið hratt fyrir sig,“ segir Guðný Guðnadóttir, sem hefur búið í þorpinu allt sitt líf. „Þú sérð bara hvernig þetta er. Finnst þér ekki vera dálítið mikið umleikis af fólki hérna?“
Blaðamaður ræddi við Guðnýju í brekkunni sem liggur upp að Víkurkirkju, einum fjölsóttasta stað bæjarins. Þangað liggur stöðugur straumur fótgangandi ferðamanna, bílaleigubíla og stórra og smárra hópferðabíla.

Guðný segir að erlendu íbúarnir í Vík séu henni vel að skapi og hún telur þorpið hafa verið heppið með þá sem hafa flust þangað.
„En það er svolítið leitt að það eru fæstir staðir með íslenskumælandi fólk við …
Athugasemdir (1)