Hringinn í kringum landið eru margir notalegir veitingastaðir með bragðgóðum mat og ýmis bakarí sem selja ljúffengt bakkelsi. Heimildin bað veitingafólk að mæla með þeirra uppáhaldsstöðum, skoðaði einkunnir á netinu og spurðist fyrir hjá reyndu ferðafólki um hvaða staðir væru vel þess virði að prófa. Úr því varð til þessi listi, en hann er að sjálfsögðu ekki tæmandi.
Suðurland
Hosiló
Í höfuðborginni er veitingastaðurinn Hosiló. Hann er þekktur fyrir góðan mat og huggulega stemningu. Þar er breytt um matseðil alla fimmtudaga og því hægt að fara aftur og aftur til að prófa nýja bragðgóða rétti. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda og er staðsettur á Hverfisgötu.

Ölverk
Í Hveragerði er að finna fjölskyldurekinn veitingastað sem býður upp á eldbakaðar pitsur og örbrugghús. Ölverk er rekið af Laufeyju Sif Lárusdóttur og Elvari Þrastarsyni. Laufey segir þau leggja sig fram um að halda verðinu þannig að það henti fyrir fjölskyldur.
Á …
Athugasemdir