Árið 2016 var Taylor Swift slaufað fyrir að vera dramatískt fórnarlamb. Síðan þá hefur hún gefið út sex plötur og sú sjöunda er á leiðinni. Hún er vinsælasta poppstjarna heims og tónleikaferðalagið hennar, The Era's Tour, verður að öllum líkindum tekjuhæsta tónleikaferðalag allra tíma. Heimildin náði tali af ungu fólki og bað það að útskýra velgengni söngkonunnar.
Viðtal
Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
„Við framleiðum róandi og tengjandi taugaboðefni og hormón við að stunda kynlíf, hvort sem við fáum fullnægingu eða ekki,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur, kynlífsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Bókin hennar, Lífið er kynlíf, kom út í ágúst og sat hún fyrir svörum Heimildarinnar um kynlíf.
Viðtal
Þrjár 19 ára stelpur stofnuðu eitt efnilegasta fótboltalið landsins
„Við höfðum ekki eftir neinu að bíða,“ segir knattspyrnukonan og lögfræðingurinn Jórunn María Bachmann Þorsteinsdóttir, ein þeirra ungu kvenna sem krafðist þess að stofnaður yrði meistaraflokkur kvenna í fótbolta hjá Gróttu. Liðið keppti nýverið í úrslitaleik um sæti í Bestu deild kvenna, aðeins átta árum eftir stofnun.
Viðtal
Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Fjórir nemendur í Hagaskóla svara sömu spurningum og lagðar eru fyrir í Íslensku æskulýðsrannsókninni og skýra hvað liggur að baki svörunum. Ragný Þóra Guðjohnsen, faglegur stjórnandi rannsóknarinnar og lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar afgerandi.
Fréttir
Fjórfættu fjölskyldumeðlimirnir: „Hann hefur alltaf verið til staðar, elskað mig, aldrei dæmt mig eða farið neitt“
Hlutverk hunda í íslensku samfélagi hefur breyst töluvert hérlendis síðustu áratugi. Aðeins eru tæp 40 ár liðin frá því hundabann var í Reykjavík en nú eru fjórfætlingarnir tíðir gestir í fjölskyldumyndatökum og Kringlunni og breyta lífi fólks til hins betra.
Fólkið í borginni
„Ég átti aldrei von á því að verða kaupmaður“
Jóna Jóhanna Steinþórsdóttir er uppalin í sveit og umhugað um heilsuna eftir að hafa unnið mikið með veiku fólki síðustu ár. Hún tók nýverið við rekstri jólabúðar og segist aldrei hafa búist við því að verða kaupmaður.
Úttekt
1
„Það er hægt að njóta margs í myrkrinu“
Útivera, félagsleg samskipti og skipulag geta ýtt undir vellíðan á haustin og veturna þegar myrkrið verður sem mest, samkvæmt Lilju Magnúsdóttur sálfræðingi. Reykjavíkurbúar njóta þess að kveikja á kertum og Stjörnu-Sævar lýsir náttúrufegurð vetrarins.
Spurt & svaraðHátekjulistinn 2023
Hamingja er keypt með knúsum
Gestir Kringlunnar á venjulegu mánudagseftirmiðdegi svöruðu því hver væru þeirra mestu auðæfi í lífinu. Svörin gáfu skýra mynd af því sem skiptir flesta máli. Fjölskyldan trompaði allt, nema hjá einum viðmælenda sem sagði vinnuna og nýju íbúðina vera það dýrmætasta.
Skýring
Spænska feðraveldið molnar: „Þessi hegðun á bara ekki heima í fótboltanum og hvergi“
Fótboltaheimurinn hefur logað síðan að Spánverjar unnu heimsmeistaramót kvenna og Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti markaskorarann Jenni Hermoso. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir svona hegðun ekki í boði. Sótt er að Rubiales úr öllum áttum sem neitar að segja af sér en hann er nú í 90 daga banni frá knattspyrnutengdum störfum.
FréttirHátekjulistinn 2023
Eigandi Icewear segir fyrirtækjareksturinn ekki alltaf sældarlíf
Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear, ætlaði sér frá unga aldri að reka fyrirtæki. Honum finnst sú upphæð sem hann borgar í skatt passleg og segir það hluta af því að taka þátt í þjóðfélagi að gefa til baka. Ágúst segir fyrirtækjareksturinn ekki alltaf hafa gengið áfallalaust fyrir sig.
GreiningHátekjulistinn 2023
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
Ef tekin væri ljósmynd af íslenska hagkerfinu væru á henni flugvélar, biðskyldumerki og 25 ára ungmenni í vonlausri leit að sinni fyrstu fasteign. Ör vöxtur ferðaþjónustunnar vekur ugg meðal hagfræðinga, en fjármálaráðgjafi segir hann einnig stuðla að stöðugleika krónunnar og þeim lífsgæðum sem Íslendingar búa við í dag.
FréttirHátekjulistinn 2023
1
Kári Stefánsson: „Menn í minni stöðu borga of lítið í opinber gjöld“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er hluti af eina prósentinu á Íslandi enda með 8.575.708 krónur í mánaðarlaun. Hann leggur áherslu á að meira eigi að fara í samneyslu. Sjálfur telur Kári sig ekki hafa lagt mikið af mörkum til samfélagsins og segist alla tíð hafa verið eigingjarn og sjálfmiðaður einstaklingur.
Spurt & svaraðHátekjulistinn 2023
„Græðgin er að drepa okkur“
Fjórir einstaklingar svöruðu því hver þeirra draumalaun eru og giskuðu á það hverjar hæstu heildarárstekjur síðasta árs voru. Ekkert þeirra hefur áhuga á að komast á hátekjulistann.
FréttirHátekjulistinn 2022
„Það kom mér verulega á óvart að vera svona ofarlega á þessum lista“
Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir seldi, ásamt fleirum, fyrirtækið Fossberg ehf. á síðasta ári. Salan kemur henni í þrítugasta sæti yfir tekjuhæstu Íslendinga ársins 2022.
Úttekt
1
„Kúnnahópurinn er orðinn miklu upplýstari og ákveðnari“
Íslenskt fyrirtæki hefur náð árangri erlendis með sölu á húðvörum sem búnar eru til úr byggi. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT fagnar því að neytendur séu upplýstari en áður. Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir segir reglur um efni í húðvörum í Evrópu strangar.
Viðtal
Að gefast ekki upp: „Ef ég kemst ekki inn í fimmta skiptið þá ætla ég inn í sjötta skipti“
Luis Gísli Rabelo komst inn í læknisfræði í fimmtu tilraun og er að ljúka fjórða námsárinu. Hann lét úrtöluraddir sem vind um eyru þjóta og segir reynsluna hafa gert sig að betri námsmanni. Litli bróðir hans fetaði í fótspor hans og náði prófinu í þriðju tilraun. Ungt fólk getur þurft að þreyta inntökupróf nokkrum sinnum. Sálfræðingur segir ýmis góð bjargráð hjálpleg í slíkum aðstæðum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.