„Óligarkinn okkar“ leystur undan skyldum sem ræðismaður Íslands

Al­eks­and­er Mos­hen­sky, hví­trúss­neski auðjöf­ur­inn sem ís­lensk stjórn­völd beittu sér fyr­ir að yrði und­an­skil­inn við­skipta­þving­un­um ESB og flutti ís­lensk­an mak­ríl til Rúss­lands þrátt fyr­ir við­skipta­bann, hef­ur lok­ið 18 ára setu sinni sem ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús.

„Óligarkinn okkar“ leystur undan skyldum sem ræðismaður Íslands
Aleksander Moshensky Fiskinnflytjandi og náinn bandamaður Lukashenko er ekki lengur ræðismaður Íslands.

Aleksander Moshensky hefur verið leystur undan störfum sem ræðismaður Íslands í Belarús.

Moshensky hefur verið sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko, forseta Belarús frá árinu 1994, og í hópi manna sem uppnefndir eru „veski Lukashenko“. Moshensky var umboðsmaður forsetaframboðs Lukashenko árið 2010 og beitti sér til að tryggja áframhaldandi völd mannsins sem hefur sjálfur kallað sig „síðasta einræðisherra Evrópu“.

RÚV greindi frá því í morgun að utanríkisráðuneytið hafi leyst ellefu ræðismenn Íslands undan skyldum sínum í vor, þar á meðal Moshensky. Ekki hefur verið skipaður nýr ræðismaður í hans stað.

Stundin, fyrirrennari Heimildarinnar, greindi frá því árið 2022 að íslensk stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir því að taka nafn Moshensky af lista þeirra Hvít-Rússa sem Evrópusambandið hugðist beita viðskiptaþvingunum. Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hringdu hátt í þrjá­tíu sím­töl í ESB fyrir hönd Moshensky.

„Ísland fjarlægði hann af listanum“

„Það hefur ekki verið neitt leyndarmál í samskiptum okkar við ESB að það hafi verið viðskiptahagsmunir Moshensky á Íslandi sem gerðu gæfumuninn fyrir hann,“ sagði Natalia Kaliada, einn þekktasti stjórnarandstæðingurinn í Belarús. „Okkur var sagt hreint út oftar en einu sinni: „Ísland fjarlægði hann af listanum“.“

Flutti makríl til Rússlands þrátt fyrir viðskiptabann

Moshensky hefur átt viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki frá aldamótum og var skipaður kjörræðismaður Íslands í Belarús árið 2006.

Eftir innrás Rússlands í Úkraínu og innlimun Krímskaga árið 2014 mættu Rússar viðskiptaþvingunum frá ESB sem Íslendingar skrifuðu undir. Rússar settu á móti viðskiptabann á íslenskan fisk árið 2015. Fyrirtæki Moshensky hófu þá innflutning á íslenskum makríl í milljarðavís, sem síðan var umpakkað og hann sendur til Rússlands og sagður hvít-rússnesk framleiðsla. Fyrir daga viðskiptabannsins, hafði Moshensky lítið sem ekkert keypt af makríl frá Íslandi. Gott sam­band hans við yf­ir­völd í Belarús bjó þannig til hjá­leið með ís­lensk­an mak­ríl til Rúss­lands.

Þá flutti hann tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi í Reykja­vík, ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja hans í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt benti til að hafi verið til að koma hagn­aði und­an skött­um.

Pólsk stjórnvöld beittu Moshensky nýverið refsiaðgerðum en hann hefur ferðast á milli Minsk og Varsjár og stundað viðskipti. Moshensky gat náð sér í dvalarleyfi í Póllandi eftir að eiginkona hans og dóttir komust yfir kýpversk vegabréf. Þau veittu rétt til búsetu og ferðafrelsis innan ríkja ESB. Sem maki handhafa þess háttar vegabréfs gat Moshensky fengið sama rétt. Þannig gat hann auðveldlega ekið daglega til Brest í Belarús, fáeinna klukkutíma leið, er í Brest eru höfuðstöðvar fyrirtækjaveldis hans.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár