Jarðarför Sigurjóns Rútssonar fór fram frá Víkurkirkju laugardaginn 7. júní, síðastliðinn. Sigurjón lést þann 20. maí eftir skammvinn veikindi. Hann stóð á áttræðu.
Á jarðarfarardaginn þegar nánasta fjölskylda Sigurjóns var nýkomin að kirkjunni rúmri klukkustundu fyrir athöfnina blasti við þeim mikill fjöldi ferðamanna á bílastæðinu. Þau segja að sumir þeirra hafi verið að taka myndir, meðal annars upp við líkbílinn.
„Bílastæðið var fullt. Þar voru aðallega ferðabílar eða húsbílar, oft kallaðir camperar, en það kom líka rúta og það voru ferðamenn úti um allt. Það var flaggað í hálfa stöng og líkbíllinn var fyrir utan kirkjuna en samt streymdi fólk út úr rútunni, stillti sér upp við fánann og tók myndir. Þeim nægði ekki að stilla sér þarna upp í ýmiss konar stellingum heldur var þarna maður að toga í fánann sem dreginn var í hálfa stöng þegar okkur bar að. Þetta var verulega óþægilegt á svona viðkvæmri stundu.“
Þetta …
Athugasemdir (1)