Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri Alvotech, er launahæsti forstjóri Íslands, með 321 milljón króna í föst laun, árangurstengdar greiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð.
Rekstur Alvotech hefur snúist við á síðasta ári eftir margra ára tap. Fyrirtækið hagnaðist um tæplega 1,4 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og um 70 milljónir dollara í fyrra, eða 8,4 milljarða íslenskra króna.
Taprekstur hafði hins vegar verið viðvarandi í rekstri Alvotech fram að því en íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa fyrirtækisins. Alvotech tapaði 355 milljónum dollara árið 2023, eða tæpum 43 milljörðum íslenskra króna, en á tímabili tapaði fyrirtækið hundruðum milljóna króna dag hvern. Á sama ári og fyrirtækið tapaði hærri upphæðum en námu halla ríkissjóðs var Róbert með hundruð milljóna í árslaun sem forstjóri eins verðmætasta félags í íslensku kauphöllinni.
Þrátt fyrir …
Athugasemdir