Evrópusambandið íhugar að heimila flugfélögum að seinka ferðum sínum lengur en nú er án þess að greiða farþegum bætur - - tillaga sem hefur kallað fram mikla reiði neytendasamtaka og klofið aðildarríkin.
Fulltrúar 27 aðildarríkja ESB munu ræða málið í dag í Brussel. Stuðningsmenn tillögunnar halda því fram að breytingin muni draga úr því að flugi sé aflýst.
Samkvæmt núgildandi reglum þurfa flugfélög að greiða allt að 600 evrur í bætur, sem jafngildir u 93 þúsnd krónum, ef seinkun fer yfir þrjár klukkustundir eða ef flugi er aflýst með minna en 14 daga fyrirvara. Þessar reglur, sem settar voru árið 2004, hafa verið taldar sýna styrk ESB þegar kemur að því að vernda réttindi neytenda.
Fugfélög kvarta hins vegar yfir miklum kostnaði og segja að reglurnar leiði stundum til þess að flugi sé frekar aflýst en að flugi sé seinkað, sem valdi keðjuverkun á flugáætlunum. „Að lengja svonefnd þolmörk tafarinnar gefur flugfélögum meira svigrúm til að færa flugvélar og áhafnir milli landa og halda áætlunum gangandi,“ segir fulltrúi samtaka flugiðnaðarins Airlines for Europe (A4E).
Pólland, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði ESB, hefur tekið upp gamalt tillögufrumvarp framkvæmdastjórnarinnar frá 2013 sem þá rann út í sandinn.
Samkvæmt heimildarmönnum hófust viðræður um að hækka hámarkstíma tafar án bóta í fimm klukkustundir. En sum ríki, þar á meðal Þýskaland, eru mótfallin breytingunni og samningar standa yfir um málamiðlun, að sögn evrópskra diplómata sem AFP ræddi við.
„Langar flugtafir eru mjög ergilegar. Þær eyðileggja verðskuldaða frídaga, trufla það skipulag sem fólk hefur gert og kosta þar að auki dýrmætan tíma,“ sagði Stefanie Hubig, neytendamálefnaráðherra Þýskalands. „Hún bætti við að Þýskaland gæti ekki samþykkt breytingar sem einungis þjónuðu hagsmunum flugfélaganna – sérstaklega ekki svona skömmu fyrir háannatímabil sumarsins.“
Meira flug, minna fé
A4E, sem meðal annars fer með hagsmuni Air France-KLM og Lufthansa, segir að með því að hækka viðmiðið í fimm klukkustundir mætti forða allt að helmingi þeirra fluga sem nú eru aflýst vegna seinkana
Hins vegar segir BEUC, regnhlífasamtök neytenda í Evrópu, að þetta myndi svipta allt að 75 prósent farþega rétti til bóta. „Þetta er óásættanlegt skref afturábak í neytendavernd,“ segja samtökin í sameiginlegri yfirlýsingu með öðrum neytendafélögum.
Evrópusambandið áætlar að tafir og niðurfelling flugferða gætu kostað flugfélög allt að 8,1 milljarð evra á þessu ári.
Þó benda aðilar sem aðstoða farþega við að sækja bætur gegn þóknun á það að aðeins brot af þeim milljónum sem eiga rétt á bótum gera yfir höfuð tilraun til að sækja þær.
„Fyrir evrópska viðskiptavini væri þetta hörmuleg breyting,“ sagði Tomasz Pawliszyn, framkvæmdastjóri Airhelp, í samtali við AFP.
Þar sem þriggja tíma viðmiðið hefur einnig verið tekið upp í löndum eins og Kanada, Tyrklandi og Bretlandi, gæti breytingin skapað rugling og valdið því að evrópsk flugfélög fengi að seinka flugferðum sínum meira en keppinautar þeirra utan Evrópu - jafnvel á sömu leiðum, bætti hann við.
„Hótanir“
Tillagan er hluti af víðtækari umbótapakka í ferðamannamálum.
Í honum eru einnig hugmyndir sem þykja farsælli fyrir farþega, svo sem bann við því að rukka fyrir handfarangur sem er innan venjulegra stærðar- og þyngdartakmarka.
Þrátt fyrir það hefur tillagan valdið reiði, ekki síst þar sem pólsk stjórnvöld - sem gegna formennsku í ráðinu - í formennsku ráðsins - reyna að þrýsta þessu hratt í gegn um Evrópuþingið.
„Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann yfir framgöngu ráðsins er hótun,“ sagði Andrey Novakov, þingmaður í mið-hægri flokknum EPP og skýrslugjafi þingsins í málinu, við AFP.
„Allir sem eru ekki flugmenn hér á þinginu þurfa tíma til að melta þessa tillögu og leggja fram hugmyndir sem gætu þjónað bæði farþegum og flugfélögum.“
„Það gerist ekki þegar tímapressan ræður för,“ bætti hann við.
Athugasemdir (2)