Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Það eru engar hljóðlausar nætur lengur

„Hungr­ið er að­eins hluti af mar­tröð­inni,“ skrif­ar Yous­ef Altawil sem er 26 ára lækna­nemi frá Gaza.

Það eru engar hljóðlausar nætur lengur

Ég veit sannarlega ekki hvernig á að byrja á að lýsa þeim veruleika sem við lifum hér á Gaza. Það er langt fyrir utan það sem orð ná utan um.

Einmitt núna erum við að glíma við grimma hungursneyð, raunverulega hungursneyð, ekki bara skort. Nær enginn matur er fáanlegur. Markaðirnir eru tómir, og þegar eitthvað birtist er verðið svo ómögulegt, langt fyrir ofan það sem flest okkar ráða við. Hver dagur er örvæntingarfull leit að jafnvel brýnustu nauðsynjum til að lifa af. 

En hungrið er aðeins hluti af martröðinni. 

Stöðug skelfingarógn sprengjuárása, vægðarlaus eyðingin, og yfirþyrmandi návist dauðans er hluti af daglegri tilveru okkar. Við lifum hvert augnablik þannig að við vitum ekki hvort við lifum það næsta af. Lífið hér er svo skelfilega brothætt, eins og hver andardráttur geti orðið sá síðasti. 

Við erum útkeyrð, líkamlega, tilfinningalega, andlega. Við höfum verið hrakin yfir öll mannleg mörk. Okkur líður …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raddir Gaza

Bakar kleinur fyrir bágstadda á Gaza – „Getum öll hjálpað“
ViðtalRaddir Gaza

Bak­ar klein­ur fyr­ir bág­stadda á Gaza – „Get­um öll hjálp­að“

Að horfa upp á stríð get­ur ver­ið yf­ir­þyrm­andi og haft í för með sér mikla van­mátt­ar­kennd. Þrátt fyr­ir það finn­ur fólk leið­ir til að gefa af sér með óvenju­leg­um hætti. Sig­ríð­ur Rósa Sig­urð­ar­dótt­ir er ein þeirra og styð­ur við og styrk­ir fólk á Gaza með því að selja klein­ur. Hún seg­ist forð­ast það að horfa á frétt­ir af ástand­inu og skil­ur ekki hvers vegna ekki sé grip­ið til að­gerða til að stöðva stríð­ið – en hún impr­ar á því að all­ir geti lagt hönd á plóg til að hjálpa.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár