Ég veit sannarlega ekki hvernig á að byrja á að lýsa þeim veruleika sem við lifum hér á Gaza. Það er langt fyrir utan það sem orð ná utan um.
Einmitt núna erum við að glíma við grimma hungursneyð, raunverulega hungursneyð, ekki bara skort. Nær enginn matur er fáanlegur. Markaðirnir eru tómir, og þegar eitthvað birtist er verðið svo ómögulegt, langt fyrir ofan það sem flest okkar ráða við. Hver dagur er örvæntingarfull leit að jafnvel brýnustu nauðsynjum til að lifa af.
En hungrið er aðeins hluti af martröðinni.
Stöðug skelfingarógn sprengjuárása, vægðarlaus eyðingin, og yfirþyrmandi návist dauðans er hluti af daglegri tilveru okkar. Við lifum hvert augnablik þannig að við vitum ekki hvort við lifum það næsta af. Lífið hér er svo skelfilega brothætt, eins og hver andardráttur geti orðið sá síðasti.
Við erum útkeyrð, líkamlega, tilfinningalega, andlega. Við höfum verið hrakin yfir öll mannleg mörk. Okkur líður …
Athugasemdir