Tvö hrun breyttu lífinu

Guð­jón Ósk­ars­son hreins­ar tyggjók­less­ur af göt­um borg­ar­inn­ar og seg­ir að það láti sér líða vel að hreinsa til. Hann hef­ur tví­veg­is lent í hruni og þurft að end­urupp­götva sjálf­an sig.

Tvö hrun breyttu lífinu
Byrjaði í heimsfaraldrinum Tvö hrun hafa breytt lífi Guðjóns – þegar hann missti fyrirtækið sitt og þegar hann missti vinnuna í Covid. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er að fjarlægja tyggjóklessur fyrir framan 10/11 í Austurstræti. Það er alveg  gríðarlegt magn af tyggjói sem er hent hér. Ég byrjaði á þessu í Covid, en þá missti ég vinnuna út af ástandinu, eins og margir. Ég var að vinna í ferðaþjónustu, við hótel, í markaðsmálum. Okkur var öllum sagt upp vegna óvissunnar. Þá byrjaði ég að ganga til að hreyfa mig og gekk mikið. Og hugsaði: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Mér blöskraði. 

Ég hafði komið að þessu áður, úti á Spáni, þegar ég bjó þar árið 2008. Þegar ég var að jafna mig eftir aðgerð þá datt mér þetta í hug, að það gæti verið gott fyrir mig að gera þetta. Það vakti mikla lukku.

Það lætur mér líða vel að gera hreint. Það er svo margt sem ég fæ út úr þessu. Í Krakkaskaupinu kom eitthvert grín um tyggjókarlinn. Krakkarnir eru enn að heilsa mér, þessi aldurshópur sem var þá kannski átta ára en er bráðum að útskrifast úr grunnskóla og fara í menntaskóla. Ég segi alltaf að þessi aldurshópur komi ekki til með að henda tyggjói.

Áður vann ég við fataiðnaðinn í áratugi. Það var gríðarlega blómlegur fataiðnaður hérna til fjölda ára. Svo hrundi hann, einn tveir og þrír. Ég man að árið fyrir hrun, – ætli það hafi ekki verið 1987 eða 1986, seldi ég 75 iðnaðarsaumavélar. Næsta ár á eftir seldi ég aðeins eina. Og árið þar á eftir seldi ég enga saumavél. Ég hrundi með fataiðnaðinum og missti mitt fyrirtæki. Það má segja að það hafi breytt lífi mínu að lenda í hruni. Svo kom Covid og breytti mínu lífi, aftur, í öðru hruni. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár