Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Tvö hrun breyttu lífinu

Guð­jón Ósk­ars­son hreins­ar tyggjók­less­ur af göt­um borg­ar­inn­ar og seg­ir að það láti sér líða vel að hreinsa til. Hann hef­ur tví­veg­is lent í hruni og þurft að end­urupp­götva sjálf­an sig.

Tvö hrun breyttu lífinu
Byrjaði í heimsfaraldrinum Tvö hrun hafa breytt lífi Guðjóns – þegar hann missti fyrirtækið sitt og þegar hann missti vinnuna í Covid. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er að fjarlægja tyggjóklessur fyrir framan 10/11 í Austurstræti. Það er alveg  gríðarlegt magn af tyggjói sem er hent hér. Ég byrjaði á þessu í Covid, en þá missti ég vinnuna út af ástandinu, eins og margir. Ég var að vinna í ferðaþjónustu, við hótel, í markaðsmálum. Okkur var öllum sagt upp vegna óvissunnar. Þá byrjaði ég að ganga til að hreyfa mig og gekk mikið. Og hugsaði: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Mér blöskraði. 

Ég hafði komið að þessu áður, úti á Spáni, þegar ég bjó þar árið 2008. Þegar ég var að jafna mig eftir aðgerð þá datt mér þetta í hug, að það gæti verið gott fyrir mig að gera þetta. Það vakti mikla lukku.

Það lætur mér líða vel að gera hreint. Það er svo margt sem ég fæ út úr þessu. Í Krakkaskaupinu kom eitthvert grín um tyggjókarlinn. Krakkarnir eru enn að heilsa mér, þessi aldurshópur sem var þá kannski átta ára en er bráðum að útskrifast úr grunnskóla og fara í menntaskóla. Ég segi alltaf að þessi aldurshópur komi ekki til með að henda tyggjói.

Áður vann ég við fataiðnaðinn í áratugi. Það var gríðarlega blómlegur fataiðnaður hérna til fjölda ára. Svo hrundi hann, einn tveir og þrír. Ég man að árið fyrir hrun, – ætli það hafi ekki verið 1987 eða 1986, seldi ég 75 iðnaðarsaumavélar. Næsta ár á eftir seldi ég aðeins eina. Og árið þar á eftir seldi ég enga saumavél. Ég hrundi með fataiðnaðinum og missti mitt fyrirtæki. Það má segja að það hafi breytt lífi mínu að lenda í hruni. Svo kom Covid og breytti mínu lífi, aftur, í öðru hruni. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár