„Fullkomlega ónothæft hugtak“

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir al­manna­teng­ill seg­ir hug­tak­ið „vók“ aldrei hafa virk­að á Ís­landi. „Við er­um al­veg nógu lít­ið og upp­lýst sam­fé­lag til að geta tek­ið um­ræð­una á ein­hverj­um dýpri grunni – og haft fleiri nú­ansa í henni,“ seg­ir hún.

„Fullkomlega ónothæft hugtak“

„Þetta er svo fáránleg og tilgangslaus sundrung. Því það er verið að setja allt of mikið af hugtökum undir eitt orð og flytja það inn í einhverju menningarstríði sem hefur aldrei verið hér í gangi.“

Þetta segir ráðgjafinn Karen Kjartansdóttir spurð út í þá umræðu sem sprottið hefur upp um hugtakið „vók“ síðustu daga.

Hún telur að það hafi verið vonlaust að flytja inn svona flókið hugtak úr annarri menningu. „Ég held að það hafi bara aldrei virkað á Íslandi. Mér finnst þetta ekki viðeigandi hér. Ég verð eiginlega að segja það. Við erum alveg nógu lítið og upplýst samfélag til að geta tekið umræðuna á einhverjum dýpri grunni – og haft fleiri núansa í henni.“

Mikil umræða spratt um hugtakið „vók“ eftir að rithöfundurinn Hallgrímur Helgason og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á um það á Samstöðinni á dögunum. „Mér fannst bæði Sólveig og Hallgrímur hafa rétt fyrir sér – en þau höfðu líka bæði rangt fyrir sér,“ segir Karen. „Vegna þess að þau bara skildu orðið öðruvísi. Þetta er sitt hvort hugtakið fyrir þeim, þótt það sé sama orðið.“

Hugtakið hefur verið vopnvætt

Karen segir hugtakið „vók“ klárlega hafa verið vopnvætt af ákveðnum hugmyndafræðilegum öngum. Til dæmis hafi fólk vinstra megin við miðju notað það til að smána hugmyndir sem því fannst ekki nógu kórréttar, upplýstar og vel orðaðar. „Mér fannst það oft mjög grimmdarlegt. Fólk verður að fá tækifæri til að skipta um skoðun, gera mistök og eiga samskipti. Og núna er verið að nota þetta á móti. Það er svo oft verið að gera fólki upp einhverjar skoðanir.“ 

Karen nefnir að hugtakið hafi verið vopnvætt mikið í Bandaríkjunum og bendir á að þetta geti verið mjög sniðug leið til að afvegaleiða umræðuna. „Að fá fólk til að tala um brjálæðislega flókið hugtak sem allir skilja á sinn háttinn – því þá er fólk síður að ræða efnahagsmál, umhverfismál, húsnæðismál, heilbrigðismál og önnur vandamál sem þarf að taka á. Og eru flóknari fyrir stjórnvöld.“ 

Hún leggur til að fólk velji orð sín betur og tali frekar um það sem það meini. „Ekki að setja upp einhverja sundrandi hatta og hugtök sem eiga enga samleið í íslensku samfélagi og menningu. Heldur reyna að hreinsa umræðuna úr þessum frösum sem eru bara til þess að sundra fólki.“ 

Karen segir aðspurð að ef til vill væri hægt að draga þann lærdóm af umræðu síðustu daga að einfalda raunveruleikann ekki um of. „Vók er fullkomlega ónothæft hugtak af því það er verið að nota þetta sem hatt yfir allt sem þér mislíkar eða allt sem þér finnst gott. Það verður eitrað hugtak því í þessu felst oft svo mikil dyggðaskreyting og hroki og vitsmunalegur fantaskapur. Á meðan við ættum bara að leyfa okkur að eiga dýpri og upplýstari samtöl og nota fleiri orð.“

Hún leggur til að fyrir neikvæðari merkingu orðsins væri hægt að nota orð eins og dyggðaskreytingu eða hroka. En hinn skilninginn orð svo sem mannúð, samkennd, tillitssemi og umburðarlyndi.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Frábær greining hjá Karen. Hendum þessu óljósa, vopnavædda enska hugtaki og notum einfaldlega góð og gild íslensk hugtök og orð til að tjá skoðanir okkar og tilfinningar. Riflildi um 'vók' eru kjánaleg og fullkomlega tilgangslaus.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár