„Fullkomlega ónothæft hugtak“

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir al­manna­teng­ill seg­ir hug­tak­ið „vók“ aldrei hafa virk­að á Ís­landi. „Við er­um al­veg nógu lít­ið og upp­lýst sam­fé­lag til að geta tek­ið um­ræð­una á ein­hverj­um dýpri grunni – og haft fleiri nú­ansa í henni,“ seg­ir hún.

„Fullkomlega ónothæft hugtak“

„Þetta er svo fáránleg og tilgangslaus sundrung. Því það er verið að setja allt of mikið af hugtökum undir eitt orð og flytja það inn í einhverju menningarstríði sem hefur aldrei verið hér í gangi.“

Þetta segir ráðgjafinn Karen Kjartansdóttir spurð út í þá umræðu sem sprottið hefur upp um hugtakið „vók“ síðustu daga.

Hún telur að það hafi verið vonlaust að flytja inn svona flókið hugtak úr annarri menningu. „Ég held að það hafi bara aldrei virkað á Íslandi. Mér finnst þetta ekki viðeigandi hér. Ég verð eiginlega að segja það. Við erum alveg nógu lítið og upplýst samfélag til að geta tekið umræðuna á einhverjum dýpri grunni – og haft fleiri núansa í henni.“

Mikil umræða spratt um hugtakið „vók“ eftir að rithöfundurinn Hallgrímur Helgason og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á um það á Samstöðinni á dögunum. „Mér fannst bæði Sólveig og Hallgrímur hafa rétt fyrir sér – en þau höfðu líka bæði rangt fyrir sér,“ segir Karen. „Vegna þess að þau bara skildu orðið öðruvísi. Þetta er sitt hvort hugtakið fyrir þeim, þótt það sé sama orðið.“

Hugtakið hefur verið vopnvætt

Karen segir hugtakið „vók“ klárlega hafa verið vopnvætt af ákveðnum hugmyndafræðilegum öngum. Til dæmis hafi fólk vinstra megin við miðju notað það til að smána hugmyndir sem því fannst ekki nógu kórréttar, upplýstar og vel orðaðar. „Mér fannst það oft mjög grimmdarlegt. Fólk verður að fá tækifæri til að skipta um skoðun, gera mistök og eiga samskipti. Og núna er verið að nota þetta á móti. Það er svo oft verið að gera fólki upp einhverjar skoðanir.“ 

Karen nefnir að hugtakið hafi verið vopnvætt mikið í Bandaríkjunum og bendir á að þetta geti verið mjög sniðug leið til að afvegaleiða umræðuna. „Að fá fólk til að tala um brjálæðislega flókið hugtak sem allir skilja á sinn háttinn – því þá er fólk síður að ræða efnahagsmál, umhverfismál, húsnæðismál, heilbrigðismál og önnur vandamál sem þarf að taka á. Og eru flóknari fyrir stjórnvöld.“ 

Hún leggur til að fólk velji orð sín betur og tali frekar um það sem það meini. „Ekki að setja upp einhverja sundrandi hatta og hugtök sem eiga enga samleið í íslensku samfélagi og menningu. Heldur reyna að hreinsa umræðuna úr þessum frösum sem eru bara til þess að sundra fólki.“ 

Karen segir aðspurð að ef til vill væri hægt að draga þann lærdóm af umræðu síðustu daga að einfalda raunveruleikann ekki um of. „Vók er fullkomlega ónothæft hugtak af því það er verið að nota þetta sem hatt yfir allt sem þér mislíkar eða allt sem þér finnst gott. Það verður eitrað hugtak því í þessu felst oft svo mikil dyggðaskreyting og hroki og vitsmunalegur fantaskapur. Á meðan við ættum bara að leyfa okkur að eiga dýpri og upplýstari samtöl og nota fleiri orð.“

Hún leggur til að fyrir neikvæðari merkingu orðsins væri hægt að nota orð eins og dyggðaskreytingu eða hroka. En hinn skilninginn orð svo sem mannúð, samkennd, tillitssemi og umburðarlyndi.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Frábær greining hjá Karen. Hendum þessu óljósa, vopnavædda enska hugtaki og notum einfaldlega góð og gild íslensk hugtök og orð til að tjá skoðanir okkar og tilfinningar. Riflildi um 'vók' eru kjánaleg og fullkomlega tilgangslaus.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár