Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Fullkomlega ónothæft hugtak“

Kar­en Kjart­ans­dótt­ir al­manna­teng­ill seg­ir hug­tak­ið „vók“ aldrei hafa virk­að á Ís­landi. „Við er­um al­veg nógu lít­ið og upp­lýst sam­fé­lag til að geta tek­ið um­ræð­una á ein­hverj­um dýpri grunni – og haft fleiri nú­ansa í henni,“ seg­ir hún.

„Fullkomlega ónothæft hugtak“

„Þetta er svo fáránleg og tilgangslaus sundrung. Því það er verið að setja allt of mikið af hugtökum undir eitt orð og flytja það inn í einhverju menningarstríði sem hefur aldrei verið hér í gangi.“

Þetta segir ráðgjafinn Karen Kjartansdóttir spurð út í þá umræðu sem sprottið hefur upp um hugtakið „vók“ síðustu daga.

Hún telur að það hafi verið vonlaust að flytja inn svona flókið hugtak úr annarri menningu. „Ég held að það hafi bara aldrei virkað á Íslandi. Mér finnst þetta ekki viðeigandi hér. Ég verð eiginlega að segja það. Við erum alveg nógu lítið og upplýst samfélag til að geta tekið umræðuna á einhverjum dýpri grunni – og haft fleiri núansa í henni.“

Mikil umræða spratt um hugtakið „vók“ eftir að rithöfundurinn Hallgrímur Helgason og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á um það á Samstöðinni á dögunum. „Mér fannst bæði Sólveig og Hallgrímur hafa rétt fyrir sér – en þau höfðu líka bæði rangt fyrir sér,“ segir Karen. „Vegna þess að þau bara skildu orðið öðruvísi. Þetta er sitt hvort hugtakið fyrir þeim, þótt það sé sama orðið.“

Hugtakið hefur verið vopnvætt

Karen segir hugtakið „vók“ klárlega hafa verið vopnvætt af ákveðnum hugmyndafræðilegum öngum. Til dæmis hafi fólk vinstra megin við miðju notað það til að smána hugmyndir sem því fannst ekki nógu kórréttar, upplýstar og vel orðaðar. „Mér fannst það oft mjög grimmdarlegt. Fólk verður að fá tækifæri til að skipta um skoðun, gera mistök og eiga samskipti. Og núna er verið að nota þetta á móti. Það er svo oft verið að gera fólki upp einhverjar skoðanir.“ 

Karen nefnir að hugtakið hafi verið vopnvætt mikið í Bandaríkjunum og bendir á að þetta geti verið mjög sniðug leið til að afvegaleiða umræðuna. „Að fá fólk til að tala um brjálæðislega flókið hugtak sem allir skilja á sinn háttinn – því þá er fólk síður að ræða efnahagsmál, umhverfismál, húsnæðismál, heilbrigðismál og önnur vandamál sem þarf að taka á. Og eru flóknari fyrir stjórnvöld.“ 

Hún leggur til að fólk velji orð sín betur og tali frekar um það sem það meini. „Ekki að setja upp einhverja sundrandi hatta og hugtök sem eiga enga samleið í íslensku samfélagi og menningu. Heldur reyna að hreinsa umræðuna úr þessum frösum sem eru bara til þess að sundra fólki.“ 

Karen segir aðspurð að ef til vill væri hægt að draga þann lærdóm af umræðu síðustu daga að einfalda raunveruleikann ekki um of. „Vók er fullkomlega ónothæft hugtak af því það er verið að nota þetta sem hatt yfir allt sem þér mislíkar eða allt sem þér finnst gott. Það verður eitrað hugtak því í þessu felst oft svo mikil dyggðaskreyting og hroki og vitsmunalegur fantaskapur. Á meðan við ættum bara að leyfa okkur að eiga dýpri og upplýstari samtöl og nota fleiri orð.“

Hún leggur til að fyrir neikvæðari merkingu orðsins væri hægt að nota orð eins og dyggðaskreytingu eða hroka. En hinn skilninginn orð svo sem mannúð, samkennd, tillitssemi og umburðarlyndi.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Frábær greining hjá Karen. Hendum þessu óljósa, vopnavædda enska hugtaki og notum einfaldlega góð og gild íslensk hugtök og orð til að tjá skoðanir okkar og tilfinningar. Riflildi um 'vók' eru kjánaleg og fullkomlega tilgangslaus.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár