Skrítið að standa ekki við verðið opinberlega

Benja­mín Ju­li­an, verk­efna­stjóra verð­lags­eft­ir­lits ASÍ, finnst dap­ur­legt og skrít­ið að Mela­búð­in leyfi ekki verð­töku í búð­inni. „Ég hef eng­an áhuga á því að lenda í ein­hverju orða­skaki við versl­un­ar­eig­end­ur.“

Skrítið að standa ekki við verðið opinberlega
Hverfisbúð Verslunarstjóri Meðalbúðarinnar sagði í vikunni að samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og úrvals dragi upp skakka mynd. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ég held að það sjái flestir í hendi sér að það er fáránlegt að þú ætlir að rukka verð sem þú þorir síðan ekki að fólk heyri af. Ef þú stendur við verðið þegar þú ert að rukka – þá er skrítið að þú standir ekki við það opinberlega.“

Benjamín Juliansegir Melabúðina andsnúna því að fólk viti verðlag verslunarinnar.

Þetta segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, í samtali við Heimildina. Í vikunni var fjallað um að Melabúðin hefði sett sig upp á móti verðtöku á vegum ASÍ í búðinni.

„Við erum að skoða verð á mjög breiðum grunni og svo birtum við greiningar úr því. Sem liður í því höfum við verið að kíkja inn í fleiri búðir á matvörumarkaði, til dæmis Melabúðina. Það gerist síðan um daginn að verðtökumanninum okkar þar var sagt að hætta,“ útskýrir Benjamín.

Aðspurður segir hann að slík afstaða einskorðist ekki við Melabúðina en að það sé sjaldgæft að verðtaka sé ekki leyfð. Þetta viðmót hafi þó mætt ASÍ áður í þessari tilteknu búð. „Þau vilja ekki að fólk viti verðlag verslunarinnar áður en það kemur til þeirra.“

Benjamín bendir á að enginn myndi ganga blindandi um búð og kaupa vörur. „Þú myndir alltaf vilja vita hvað þú ert að kaupa og á hvaða verði, það er hluti af því að vita áður en þú ferð að versla hvar verslanirnar standa.“

„Ég kommenta svo sem ekkert á gæðin, það er eitthvað sem hver fyrir sig verður að meta“

Melabúðin hefur svarað ASÍ og sagt óskiljanlegt að hnýtt sé í litla hverfisverslun sem geri út á gæði og þjónustu, í stað þess að beina spjótum að stærri aðilum á matvörumarkaði. 

„Ég kommenta svo sem ekkert á gæðin, það er eitthvað sem hver fyrir sig verður að meta. En úrvalið skarast að næstum öllu leyti við aðrar verslanir þegar það kemur að strikamerkjavörum. Það truflar mig ekkert á hvaða grunni fólk fer út að versla, ég vil bara að þau viti hvað þau eru að fara að borga áður en þau labba af stað,“ segir Benjamín. 

„Við erum hérna til þess að upplýsa fólk um hvað það er að koma sér í með því að fara í mismunandi verslanir og það truflar okkur náttúrlega þegar það er verið að gera okkur það erfitt.“

Benjamín segir að lokum að sér finnist afstaða Melabúðarinnar undarleg. „Mér finnst þetta dapurlegt og smá skrítið. Mér finnst ekkert gaman að fréttirnar okkar snúist um þetta. Ég vil bara að við getum gefið heiðarlegar og góðar fréttir um það hvernig verðlag er á Íslandi, sem er okkar hlutverk og vinna. Ég hef engan áhuga á því að lenda í einhverju orðaskaki við verslunareigendur út af einhverju svona.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    When shopping there is so much more than just the price and even more than quality! It is - for example - also about the range of products, attitude and services or ambiente!
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Æji... Ég kaupi þetta bara, nenni ekki annað núna...Kominn hingað hvort sem er.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
2
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
5
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár