Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Er Trump Neró eða Neró Trump?

Ótrú­legt mynd­band sem Banda­ríkja­for­seti birti af Trump Gaza sýn­ir að nú er varla hænu­fet milli hans og Rómar­keis­ar­ans al­ræmda.

Er Trump Neró eða Neró Trump?
Svipaðar styttur Ég bað gervigreindina ChatGPT að búa til mynd af styttunni sem Neró lét reisa af sjálfum sér. Skyldi myndin byggð á lýsingu Suetoniusar. Hún reyndist ótrúlega svipuð þeirri mynd sem Donald Trump hefur af styttunni af sér á „Trump Gaza“.

Ekki veit ég hvort Donald Trump hefur lesið bók um ævina. Eiginlega efast ég um það, hann virðist svo gjörsamlega menntunarsnauður  og fáfróður að það er erfitt að trúa því að hann hafi nokkru sinni komist í gegnum flóknari texta en Litlu gulu hænuna, eða hvað það nú er sem bandarísk börn lásu í lestrartímunum í hans ungdæmi. En þó er ég farinn að hallast að því að hann hafi kannski lesið eina bók, eða réttara sagt hluta af einni bók.

Ég á við kaflann um Neró í bók rómverska sagnaritarans Suetoníusar um fyrstu tólf keisara Rómaveldis.

En þó þannig að hann hafi misskilið frásögnina algjörlega.

Suetoníus skrifar nefnilega um Neró sem víti til varnaðar en Trump virðist á því að frásögnin sé nákvæm starfslýsing fyrir æðstu valdamenn sem honum beri að fylgja í hverju smáatriði.

Þetta hafði svo sem hvarflað að mér áður. En þegar ég sá myndbandið …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana skrifaði
    Mér finnst greinin meiriháttar og orđar þađ sem ég hef ýmindađ mér. Allavega hvernig grafskriftin kemur til međ ađ verđa.
    Svo fanst mér sláandi hvađ peninga vinur hans er sambærilegur bakhjallur og faldi fjársjóđurinn. Bara mjôg hræđilega skemmtileg saga.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Vinsamlegast ekki gera þau mistök að sameina alla Bandaríkjamenn: Mörg okkar hata það sem er að gerast. Þú færð einhliða sýn á stuðningsmenn Trumps ef þú horfir aðeins á þá sem bregðast við myndböndum hans (ég hef ekki séð það og ætla ekki að gera það). Þó Nero tilvísunin sé góð, þá held ég að Trump jafngildi Jim Jones, leiðtoga sértrúarsöfnuðinum sem fylgjendur hans frömdu sjálfsmorð í Guyana árið 1978, þar sem við fáum setninguna „drekktu kool-aid“. Eftir nokkur ár í viðbót, ef þetta heldur svona áfram, munu Bandaríkjamenn eins og ég hafa verið drepnir (eins og gerist í Rússlandi), og þá munu staðhæfingar þínar vera réttar.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár