Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Er Trump Neró eða Neró Trump?

Ótrú­legt mynd­band sem Banda­ríkja­for­seti birti af Trump Gaza sýn­ir að nú er varla hænu­fet milli hans og Rómar­keis­ar­ans al­ræmda.

Er Trump Neró eða Neró Trump?
Svipaðar styttur Ég bað gervigreindina ChatGPT að búa til mynd af styttunni sem Neró lét reisa af sjálfum sér. Skyldi myndin byggð á lýsingu Suetoniusar. Hún reyndist ótrúlega svipuð þeirri mynd sem Donald Trump hefur af styttunni af sér á „Trump Gaza“.

Ekki veit ég hvort Donald Trump hefur lesið bók um ævina. Eiginlega efast ég um það, hann virðist svo gjörsamlega menntunarsnauður  og fáfróður að það er erfitt að trúa því að hann hafi nokkru sinni komist í gegnum flóknari texta en Litlu gulu hænuna, eða hvað það nú er sem bandarísk börn lásu í lestrartímunum í hans ungdæmi. En þó er ég farinn að hallast að því að hann hafi kannski lesið eina bók, eða réttara sagt hluta af einni bók.

Ég á við kaflann um Neró í bók rómverska sagnaritarans Suetoníusar um fyrstu tólf keisara Rómaveldis.

En þó þannig að hann hafi misskilið frásögnina algjörlega.

Suetoníus skrifar nefnilega um Neró sem víti til varnaðar en Trump virðist á því að frásögnin sé nákvæm starfslýsing fyrir æðstu valdamenn sem honum beri að fylgja í hverju smáatriði.

Þetta hafði svo sem hvarflað að mér áður. En þegar ég sá myndbandið …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana skrifaði
    Mér finnst greinin meiriháttar og orđar þađ sem ég hef ýmindađ mér. Allavega hvernig grafskriftin kemur til međ ađ verđa.
    Svo fanst mér sláandi hvađ peninga vinur hans er sambærilegur bakhjallur og faldi fjársjóđurinn. Bara mjôg hræđilega skemmtileg saga.
    0
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Vinsamlegast ekki gera þau mistök að sameina alla Bandaríkjamenn: Mörg okkar hata það sem er að gerast. Þú færð einhliða sýn á stuðningsmenn Trumps ef þú horfir aðeins á þá sem bregðast við myndböndum hans (ég hef ekki séð það og ætla ekki að gera það). Þó Nero tilvísunin sé góð, þá held ég að Trump jafngildi Jim Jones, leiðtoga sértrúarsöfnuðinum sem fylgjendur hans frömdu sjálfsmorð í Guyana árið 1978, þar sem við fáum setninguna „drekktu kool-aid“. Eftir nokkur ár í viðbót, ef þetta heldur svona áfram, munu Bandaríkjamenn eins og ég hafa verið drepnir (eins og gerist í Rússlandi), og þá munu staðhæfingar þínar vera réttar.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár