„Það sem starfsfólkið er oft að upplifa í vinnunni hefur að sjálfsögðu áhrif,“ segir Rúdolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur sem er sérhæfður í áfallahjálp. „Stundum er fólk meðvitað um það, en stundum kemur það ekki fram fyrr en síðar.“ Hann hefur það hlutverk að hjálpa starfsfólki bráðamóttöku Landspítalans að takast á við aðstæður sem það upplifir í vinnunni.
„Viðrun er hluti af því sem hægt er að kalla góður tilfinningalegur aðbúnaður á vinnustað. Það sem felst í viðruninni er að reyna að hjálpa fólki sem er að upplifa kannski mjög erfiðar kringumstæður sem heyra undir þagnarskylduna, hjálpa fólki að reyna að skilja hugsanir og tilfinningar og líðan sem tengist því sem það var að ganga í gegnum og skilja það eftir í vinnunni. Kosturinn við að tala við ákveðið teymi, ákveðinn hóp, ákveðna vakt eftir erfiða upplifun í vinnunni, er …
Athugasemdir