Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Holskefla hópsýkinga

Víg­dís Tryggva­dótt­ir, sér­greina­dýra­lækn­ir hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir holskeflu til­kynn­inga um hóp­sýk­ing­ar vegna mat­væla hafa borist að und­an­förnu. Ekki sé þó víst að þær séu í raun fleiri en áð­ur því hugs­an­lega sé sam­fé­lag­ið með­vit­aðra eft­ir al­var­legu hóp­sýk­ing­una á leik­skól­an­um í haust.

Holskefla hópsýkinga
Meðvitaðara samfélag Vigdís segir hugsanlega skýringu holskeflu tilkynninga um hópsýkingar vera aukna meðvitund um hætturnar eftir sýkingu sem kom upp á leikskóla á síðasta ári.

Nokkur fjöldi hópsýkinga hefur komið upp á Íslandi undanfarna mánuði. Sú alvarlegasta kom upp á leikskóla síðasta haust. 50 börn veiktust og þar af voru fimm um tíma í lífshættu. 

Þá kom upp hópsýking á tveimur þorrablótum sem haldin voru um síðustu mánaðamót. Staðfest er að 140 gestir hafi veikst en á vef Matvælastofnunar segir að mögulega hafi fleiri sýkst. Þar segir líka að niðurstöður sýnatöku hafi leitt í ljós að sjúkdómsvaldandi bakteríur hafi verið í sviðasultu og svínasultu á hlaðborði. Greining á sýnum úr órofnum umbúðum frá framleiðendum hafi leitt í ljós að varan sjálf var án mengunar. Niðurstöðurnar bendi því til þess að meðferð matvælanna hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni.

Von er á lokaskýrslu um málið. 

Síðastliðið sumar veiktust að minnsta kosti sextíu manneskjur sem voru á ferðalagi og höfðu gist á Rangárvöllum. Það reyndist vera nóróveira og talið að hún hafi smitast manna á milli. Veiran getur …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Hvað er svo glatt sem góðra vina hópur 🥴🤢🤮😵‍💫 á þorrablóti? 😧🤒
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár