Nokkur fjöldi hópsýkinga hefur komið upp á Íslandi undanfarna mánuði. Sú alvarlegasta kom upp á leikskóla síðasta haust. 50 börn veiktust og þar af voru fimm um tíma í lífshættu.
Þá kom upp hópsýking á tveimur þorrablótum sem haldin voru um síðustu mánaðamót. Staðfest er að 140 gestir hafi veikst en á vef Matvælastofnunar segir að mögulega hafi fleiri sýkst. Þar segir líka að niðurstöður sýnatöku hafi leitt í ljós að sjúkdómsvaldandi bakteríur hafi verið í sviðasultu og svínasultu á hlaðborði. Greining á sýnum úr órofnum umbúðum frá framleiðendum hafi leitt í ljós að varan sjálf var án mengunar. Niðurstöðurnar bendi því til þess að meðferð matvælanna hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni.
Von er á lokaskýrslu um málið.
Síðastliðið sumar veiktust að minnsta kosti sextíu manneskjur sem voru á ferðalagi og höfðu gist á Rangárvöllum. Það reyndist vera nóróveira og talið að hún hafi smitast manna á milli. Veiran getur …
Athugasemdir (1)