Við friðarsamninga eftir bæði fyrri og seinni heimsstyrjöld lögðu Bandaríkin sig fram um að skrýðast hökli hins hreinlynda siðapostula. Í því fólst meðal annars að bæði Woodrow Wilson forseti og síðar Franklin D. Roosevelt hikuðu ekki við að setja ofan í við sum bandalagsríki sín, þau evrópsku stórveldi sem vildu hvað sem öðru leið ríghalda í nýlendur sínar sem þau arðrændu og kúguðu, vissulega í mismiklum mæli.
Yfirlæti bandarísku forsetanna hafði þó vægast sagt holan hljóm.
Verndartollar og fleira
Undanfarnar tvær vikur hef ég verið að segja hér frá Bandaríkjaforsetanum William McKinley (1897–1901) af því tilefni að hann er nú uppáhaldsforseti Trumps sem veifar McKinley við hvert tækifæri. Þeir voru að vísu gerólíkar manneskjur en McKinley hafði það sér til ágætis að mati Trumps nú um stundir að hann beitti verndartollum óhikað sem efnahagslegu vopni gegn öðrum þjóðum.
Verndartollar eru nú ær og kýr Trumps sem kunnugt er. …
Athugasemdir