Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Ekki geta þeir stjórnað sér sjálfir!“

Þótt 90 pró­sent Fil­ipps­ey­inga væru kristn­ir rétt­lætti McKinley Banda­ríkja­for­seti yf­ir­töku eyj­anna með því að kristna þyrfti íbú­ana. Mun Don­ald Trump, sem dá­ir McKinley, kannski halda því fram að kristna þurfi Græn­lend­inga?

„Ekki geta þeir stjórnað sér sjálfir!“
„Bandaríkin og hinar nýju eigur þeirra“ Undir forsæti William McKinleys opinberuðust Bandaríkin í raun í fyrsta sinn sem heimsvaldasinnað stórveldi. En sjálfsögðu vakti það eitt fyrir honum að siðmennta frumstæðar þjóðir!

Við friðarsamninga eftir bæði fyrri og seinni heimsstyrjöld lögðu Bandaríkin sig fram um að skrýðast hökli hins hreinlynda siðapostula. Í því fólst meðal annars að bæði Woodrow Wilson forseti og síðar Franklin D. Roosevelt hikuðu ekki við að setja ofan í við sum bandalagsríki sín, þau evrópsku stórveldi sem vildu hvað sem öðru leið ríghalda í nýlendur sínar sem þau arðrændu og kúguðu, vissulega í mismiklum mæli.

Yfirlæti bandarísku forsetanna hafði þó vægast sagt holan hljóm.

Verndartollar og fleira

Undanfarnar tvær vikur hef ég verið að segja hér frá Bandaríkjaforsetanum William McKinley (18971901) af því tilefni að hann er nú uppáhaldsforseti Trumps sem veifar McKinley við hvert tækifæri. Þeir voru að vísu gerólíkar manneskjur en McKinley hafði það sér til ágætis að mati Trumps nú um stundir að hann beitti verndartollum óhikað sem efnahagslegu vopni gegn öðrum þjóðum.

Verndartollar eru nú ær og kýr Trumps sem kunnugt er. …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár