Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Þorgerður í Kænugarði: Sorgleg en hvetjandi heimsókn

„Úkraínu­menn hafa fórn­að sér svo að aðr­ir geti hald­ið rétt­ind­um sín­um og frelsi,“ sagði Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir í Kænu­garði í dag. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.

Þorgerður í Kænugarði: Sorgleg en hvetjandi heimsókn
Ráðherrarnir Þorgerður Katrín Gunnardóttir utanríkisráðherra ásamt embættisbróðirhennar í Úkraínu, Andrii Sybiha, á blaðamannafundi í Utanríkisráðuneytinu í Kænugarði. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Úkraínu í sinni fyrstu opinberu heimsókn, aðeins tveimur vikum eftir að hún tók við embætti.

Á blaðamannafundi í utanríkisráðuneyti Úkraínu sagði hún að fyrsta símtalið sem hún hafi hringt sem nýr ráðherra hafi verið til kollega hennar, utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha. Hún bætti því við að fyrsta opinbera heimsókn hennar í nýja hlutverkinu skyldi vera til Úkraínu.

Samband þjóðanna hefur styrkst frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þessi tengsl hafa meðal annars sést í því að Ísland tók á móti forseta Úkraínu í október síðastliðnum fyrir leiðtogafund Norðurlanda og Úkraínu.

Þorgerður segir ætlun heimsóknarinnar að sýna Úkraínumönnum að Ísland standi fyllilega með þeim. Íslendingar ætli sér að veita Úkraínumönnum áfram pólitískan og haldbæran stuðning; meðal annars mannúðaraðstoð, fjárhagslegan stuðning og stuðning við varnarmál. Þetta muni vara eins lengi og þörf krefji.

„Við dáumst að eindrægni og seiglu ykkar í baráttunni fyrir frelsi og fullveldi,“ sagði Þorgerður Katrín á fundinum.

FlaggaðÍslenska og úkraínska fánanum flaggað ásamt fána Evrópusambandsins.

Úkraínumenn hafi fórnað sér

Fyrr um morguninn heimsótti hún stórt hitaver sem hafði verið gjöreyðilagt í árás frá Rússum. Hún lagði einnig blóm við minningarvegginn sem umlykur St. Micheals klaustrið í Kænugarði, þar sem myndir eru af þeim sem hafa fallið við að verja landið gegn innrás Rússa.

„Heimsóknin var bæði virkilega sorgleg og hvetjandi. Úkraínumenn hafa fórnað sér svo að aðrir geti haldið réttindum sínum og frelsi – ekki aðeins til að losna undan árásargjörnum einræðisherra í nágrenninu heldur einnig fyrir mannréttindi og grunnfrelsi, sem sum okkar telja sjálfsögð,“ sagði Þorgerður. 

Danska kerfið

Hún bætti því við að Ísland muni áfram nota rödd sína til stuðnings Úkraínu og veita landinu stuðning, meðal annars við hreinsun jarðsprengja, styrkingu orkuinnviða og með beinum stuðningi við úkraínskan vopnaiðnað. Hún bætti við að ráðherrarnir hefðu rætt að nýta hið svokallaða „danska kerfi“ í því samhengi.

Grimmileg brot Rússlands á sáttmála Sameinuðu þjóðanna skapa alvarleg vandamál fyrir alþjóðasamfélagið. Við verðum að tryggja að Rússland nái ekki sínu fram með algerum brotum á alþjóðalögum. Alþjóðleg kerfi og sameiginleg gildi um frelsi, lýðræði og réttarríki eru í húfi.

Þorgerður segir að hún skilji þrá Úkraínumanna eftir friði, en undirstrikar að það verði að vera réttlátur friður sem tryggir varanleika og byggist á sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hún þakkaði fyrir virkilega hlýjar móttökur í Kænugarði og lagði áherslu á áætlanir sínar um áframhaldandi samstarf milli þjóðanna.

Þegar blaðamaður Heimildarinnar spurði utanríkisráðherra hvort hún myndi halda áfram með loforðið úr frumvarpi forvera hennar, Bjarna Benediktssonar, um árlegan stuðning frá Íslandi upp á fjóra milljarða til Úkraínu og hvort ríkisstjórnin ætlaði að auka framlagið á einhvern hátt, og ef svo, hvernig það yrði gert, sagði Þorgerður:

„Við munum svo sannarlega standa við þau loforð. Eftir samtal okkar [ráðherranna tveggja] nefndi hún nokkrar aðrar hugmyndir um beinan stuðning við Úkraínu, eins og að kaupa korn fyrir matvæli og senda það meðal annars til Sýrlands. Þetta er ein af mörgum hugmyndum sem verða teknar með heim, og ef við getum fundið fleiri leiðir til að styðja Úkraínu, þá munum við gera það.“

Klár í að styðja við vopnaframleiðslu

Úkraínskur blaðamaður frá sjónvarpsstöðinni Vmedia spurði Þorgerði um hernaðarstuðning og hvort Ísland væri tilbúið að kaupa vopn eða styðja við innlenda vopnaframleiðslu í Úkraínu.

Hún svaraði játandi og sagði að hún og embættisbróðir hennar hefðu rætt að Ísland myndi áfram fjármagna og fjárfesta í innlendum vopnaiðnaði í Úkraínu, meðal annars með því að nýta hið svokallaða „danska kerfi.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár