Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Mest lesna rannsóknarefni Heimildarinnar 2024

Að­gerð­ir fyr­ir­tæk­is­ins Runn­ing Tide, smá­skila­boð Þor­steins Más og leyniupp­taka af syni Jóns Gunn­ars­son­ar voru þau rann­sókn­ar­efni sem voru mest les­in á vef Heim­ild­ar­inn­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesna rannsóknarefni Heimildarinnar 2024

1. Sökktu kurli og seldu syndaaflausn

Rannsókn Bjartmars Odds Þeys Alexanderssonar og Sunnu Óskar Logadóttur

Mest lesna rannsóknarefni ársins fjallaði um aðgerðir fyrirtækisins Running Tide á Íslandi. „Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með.

Birtist 14. júní.

2. Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins

Afhjúpun Aðalsteins Kjartanssonar og Helga Seljan

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skilaboðin drógu upp allt aðra mynd en forstjórinn og aðrir talsmenn Samherja reyndu að mála upp árin áður.

Birtist 18. október.

3. Handtekinn í sturtu og hjartað stöðvaðist

Rannsókn Auðar Jónsdóttur og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur

Ívar Örn Ívarsson var 22 ára gamall íþróttamaður sem lifði fyrir að leika sér, átti kærustu og bjarta framtíð. Þangað til hann fékk sitt fyrsta og eina geðrof, var handtekinn í sturtu, fékk hjartastopp, heilaskaða og lamaðist varanlega. 

Birtist 1. mars.

4. Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns

Afhjúpun Aðalsteins Kjartanssonar og Helga Seljan

Sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, fullyrti í upptökum sem teknar voru af gervifjárfesti að Jón hefði samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kæmist í aðstöðu til að veita hvalveiðileyfi til Hvals hf. Það yrði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni, nán­um vini sín­um, leyf­ið. Það væri hins veg­ar eitt­hvað sem ætti að fara leynt.

Birtist 11. nóvember.

5. Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“

Úttekt Erlu Hlynsdóttur

Mark Gunnar Roberts fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum á Hólmsheiði nokkrum dögum fyrir jól í fyrra. Hann var endurlífgaður og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkru síðar. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.

Birtist 7. febrúar.

6. Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“

Úttekt Inga Freys Vilhjálmssonar

Fyrrverandi starfsmenn Alvotech lýstu vinnuálagi sínu hjá fyrirtækinu sem ómanneskjulegu og leituðu til stéttarfélaga vegna meðal annars ógreiddrar yfirvinnu. Vinnu­að­stæð­urn­ar höfðu verið svona vegna vinnu við að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. 

Birtist 26. apríl.

7. Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“

Rannsókn Ölmu Mjallar Ólafsdóttur og Erlu Hlynsdóttur

Greint var frá aðbúnaði og sögum þeirra sem bjuggu á áfangaheimilinu Betra lífi í Kópavogi. Slökkviliðið hafði kært Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forráðamann heimilisins, til lögreglu fyrir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa í hættu eftir að eldur kviknaði í starfseminni í fyrra húsnæði.

Birtist 24. maí

8. Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga

Rannsókn Ragnhildar Þrastardóttur

Maður lést eftir að 60 kílóa hurð féll inni í herbergi hans á hjúkrunarheimili. Dætur hans segja óviðunandi að enginn hafi tekið ábyrgð á slysinu og að föður þeirra hafi verið kennt um atvikið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. 

Birtist 20. september

9. Tilgangsleysi og gáleysi birtist í rannsókn slyssins í Grindavík 

Afhjúpun Helga Seljan

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. „Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu,“ sagði samstarfsmaður Lúðvíks Péturssonar í vitnaskýrslu hjá lögreglu.

Birtist 6. september.

10. Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti

Rannsókn Helga Seljan

Huldufyrirtæki skráð í íbúðarhúsi á Álftanesi flytur inn stóran hluta alls nautakjöts á Íslandi. Fyrirtækið skaut óvænt upp kollinum þegar félagsmenn Kaupfélags Skagfirðinga gerðu uppreisn gegn innflutningi Kaupfélagsins, í beinni samkeppni við eigin félagsmenn.

Birtist 2. júlí. 
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
1
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár