Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Mest lesna rannsóknarefni Heimildarinnar 2024

Að­gerð­ir fyr­ir­tæk­is­ins Runn­ing Tide, smá­skila­boð Þor­steins Más og leyniupp­taka af syni Jóns Gunn­ars­son­ar voru þau rann­sókn­ar­efni sem voru mest les­in á vef Heim­ild­ar­inn­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesna rannsóknarefni Heimildarinnar 2024

1. Sökktu kurli og seldu syndaaflausn

Rannsókn Bjartmars Odds Þeys Alexanderssonar og Sunnu Óskar Logadóttur

Mest lesna rannsóknarefni ársins fjallaði um aðgerðir fyrirtækisins Running Tide á Íslandi. „Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með.

Birtist 14. júní.

2. Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins

Afhjúpun Aðalsteins Kjartanssonar og Helga Seljan

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skilaboðin drógu upp allt aðra mynd en forstjórinn og aðrir talsmenn Samherja reyndu að mála upp árin áður.

Birtist 18. október.

3. Handtekinn í sturtu og hjartað stöðvaðist

Rannsókn Auðar Jónsdóttur og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur

Ívar Örn Ívarsson var 22 ára gamall íþróttamaður sem lifði fyrir að leika sér, átti kærustu og bjarta framtíð. Þangað til hann fékk sitt fyrsta og eina geðrof, var handtekinn í sturtu, fékk hjartastopp, heilaskaða og lamaðist varanlega. 

Birtist 1. mars.

4. Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns

Afhjúpun Aðalsteins Kjartanssonar og Helga Seljan

Sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, fullyrti í upptökum sem teknar voru af gervifjárfesti að Jón hefði samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kæmist í aðstöðu til að veita hvalveiðileyfi til Hvals hf. Það yrði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni, nán­um vini sín­um, leyf­ið. Það væri hins veg­ar eitt­hvað sem ætti að fara leynt.

Birtist 11. nóvember.

5. Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“

Úttekt Erlu Hlynsdóttur

Mark Gunnar Roberts fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum á Hólmsheiði nokkrum dögum fyrir jól í fyrra. Hann var endurlífgaður og fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést nokkru síðar. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.

Birtist 7. febrúar.

6. Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“

Úttekt Inga Freys Vilhjálmssonar

Fyrrverandi starfsmenn Alvotech lýstu vinnuálagi sínu hjá fyrirtækinu sem ómanneskjulegu og leituðu til stéttarfélaga vegna meðal annars ógreiddrar yfirvinnu. Vinnu­að­stæð­urn­ar höfðu verið svona vegna vinnu við að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. 

Birtist 26. apríl.

7. Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“

Rannsókn Ölmu Mjallar Ólafsdóttur og Erlu Hlynsdóttur

Greint var frá aðbúnaði og sögum þeirra sem bjuggu á áfangaheimilinu Betra lífi í Kópavogi. Slökkviliðið hafði kært Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forráðamann heimilisins, til lögreglu fyrir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa í hættu eftir að eldur kviknaði í starfseminni í fyrra húsnæði.

Birtist 24. maí

8. Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga

Rannsókn Ragnhildar Þrastardóttur

Maður lést eftir að 60 kílóa hurð féll inni í herbergi hans á hjúkrunarheimili. Dætur hans segja óviðunandi að enginn hafi tekið ábyrgð á slysinu og að föður þeirra hafi verið kennt um atvikið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. 

Birtist 20. september

9. Tilgangsleysi og gáleysi birtist í rannsókn slyssins í Grindavík 

Afhjúpun Helga Seljan

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. „Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu,“ sagði samstarfsmaður Lúðvíks Péturssonar í vitnaskýrslu hjá lögreglu.

Birtist 6. september.

10. Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti

Rannsókn Helga Seljan

Huldufyrirtæki skráð í íbúðarhúsi á Álftanesi flytur inn stóran hluta alls nautakjöts á Íslandi. Fyrirtækið skaut óvænt upp kollinum þegar félagsmenn Kaupfélags Skagfirðinga gerðu uppreisn gegn innflutningi Kaupfélagsins, í beinni samkeppni við eigin félagsmenn.

Birtist 2. júlí. 
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár