Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Handtekinn í sturtu og hjartað stöðvaðist

Ív­ar Örn Ívars­son vann að því að stofna fyr­ir­tæki sem átti að flytja inn og selja fæðu­bót­ar­efni. Hann var 22 ára gam­all íþrótta­mað­ur sem lifði fyr­ir að leika sér, átti kær­ustu og bjarta fram­tíð. Þar til hann fékk sitt fyrsta og eina geðrof, var hand­tek­inn í sturtu, fékk hjarta­stopp, heilask­aða og lam­að­ist var­an­lega.

„Er Bubbi Morthens pabbi minn?“

Smám saman var Ívar Örn Ívarsson að komast aftur til vitundar en var með heilaskaða eftir atburðarásina. Við hlið hans sat faðir hans, Ívar Harðarson, með gítarinn og söng í gegnum sorgina. Það var þann 11. maí 2010 sem Ívar Örn var handtekinn 22 ára gamall í geðrofsástandi og lamaðist varanlega.

Fyrir handtökuna var Ívar heilsuhraustur og lífsglaður. Hann var í langtímasambandi, og stefndi á að stofna eigið fyrirtæki og hefja sölu á fæðubótarefnum. Björt framtíð blasti við. 

Allt frá þessum afdrifaríka degi hefur lífið verið eilífur barningur. Barningur við að endurheimta styrk til að geta kyngt sjálfur, talað og gengið nokkur skref; búinn að missa allt sem var honum kærast, nema fjölskylduna. 

Feðgarnir eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Faðir Ívars hefur verið við hlið hans allan þennan tíma og þjálfað hann: „Ég ætlaði ekki að gefa stráknum sondu allt lífið og keyra …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Örn Ægir Reynisson skrifaði
  Hegðun lögreglunnar endurspeglar stjórnarfarið í landinu eftirlistlaus stofnun sem er ófær um að taka á mistökum og spillingu og ekki er allt sem sýnist á íslandi vantar þar mikið upp á að stjórnsýslan og lögreglan fari eftir lögum á íslandi svo ekki sé nú minnst á löggjafan sjálfan og þá ólöglegu þjónustu sem innmúraðir kaupa hjá ríkinu í gegnum stjórnmálin að halda því fram að þrískipt ríkisvald sé á íslandi er t.d haugalygi. Mín reynnsla af íslenskun stjórnvöldum eftir að ég hugðist kæra morð á föður mínum (snýst eimitt líka um erfðarétt) og morðtilraun á mér sem tengist bankahrununu (snýst líka um eignarétt ) eftir áratuga langan bíltúr með Geirfinni Einarsyni er að íslensk stjórnvöld hafa hvorki efn á að hneykslast á mannréttindabrotum né aftökum á almennum borgurum hjá öðrum ríkisstjórnum og staðan á Íslandi sé svo alvarleg að jafnist á við verstu glæpa og fasistaríki og Ísland þar átoppnum sé miðað við höfðatölu einnig að eitthvað meira en lítið sé bogið við fjölmiðlakerfið öðruvísi hefði þessi spilling aldrei þrifist hér hjá þessari smáþjóð
  0
 • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
  Þetta er gríðarlega vel unnin grein en hræðilega sorgleg lesning og dæmi um atburði þar sem líklega var farið miklu offari. Þetta atvik sýnir líka að það væri mikið óheillaspor ef lögreglan á Íslandi færi almennt að bera skotvopn og vonandi kemur aldrei til þess. Vona líka að viðkomandi lögreglumenn hafi lært eitthvað af þessu.
  9
 • KHS
  Kristín Hildur Sætran skrifaði
  Stórkostleg lesning og frábærlega vel unnið, samfélagslega gífurlega mikilvægt. Það ætti að gefa þetta út sem hefti og senda til allra lögreglumanna og ríkisstofnana, einhverjir fleiri munu þá lesa og það hefði örugglega einhver áhrif, dropinn holar steininn.
  13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár