Uppskrift að kalkúnafyllingu
Hér höfum við uppskrift að kalkúnafyllingu með kastaníuhnetum.
Fyrir 6:
150 g beikon
300 g af elduðum kastaníuhnetum
1 rauðlaukur
100 cl kjúklingakraftur
1 granatepli
1½ msk. maísmjöl
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Skerið soðnar kastaníuhnetur og setjið í skál.
Steikið beikonið á pönnu og skerið niður í litla bita og bætið svo út í skálina með hnetunum.
Næst skerið þið rauðlaukinn niður og steikið á pönnu með olíu.
Bætið svo innihaldinu úr skálinni á pönnuna ásamt 3 msk. af kjúklingakrafti og látið malla í 10 mínútur.
Kryddið með salti og pipar. Þá er fyllingin tilbúin.
Steikingartími kalkúns
Til að fullkomna steikina er gott að þerra kalkúninn, smeygja hendinni svo á milli bringunnar og hamsins og dreifa smjöri jafnt undir haminn, áður en fyllingin er sett í. Saltið og kryddið kalkúninn, setjið í ofn og ausið soði yfir af og til.
Steikingartími fyrir fylltan …
Athugasemdir