Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Þjóðin er byrjuð að svara fyrir sig“

Kristrún Frosta­dótt­ir upp­skar mik­il fagn­að­ar­læti þeg­ar hún steig á svið á kosn­inga­vöku Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Flokk­ur­inn hef­ur bætt gríð­ar­lega við sig frá síð­ustu kosn­ing­um, ef mið­að er við nýj­ustu töl­ur. Kristrún minnti stuðn­ings­folk þó á að nótt­in væri ung.

„Þjóðin er byrjuð að svara fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir fagnaði þegar fyrstu tölur voru birtar. Kosningavaka Samfylkingarinnar er í Kolaportinu þar sem er fjölmenn gleði Mynd: Golli

„Það er augljóst ákall um breytingar,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, þegar hún ávarpaði gesti á kosningavöku flokksins í Kolaportinu fyrir skömmu. „Það verða breytingar á stjórn landsmanna, það er augljóst,“ sagði hún. 

Samfylkingin var iðulega stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og miðað við fyrstu tölur hefur hún bætt gríðarlegu fylgi við sig frá kosningunum 2021. 

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kristrún steig á svið en hennar fyrstu orð í ræðunni, þegar fyrstu tölur höfðu verið birtar í þremur kjördæmum, voru: „Halló jafnaðarfólk!“ og uppskar hún mikið klapp. 

Kristrún sagði við stuðningsfólk flokksins á kosningavökunni að undanfarnar vikur hefðu verið hreint ótrúlegar: „Þvílikur kraftur í jafnaðarfólki, þvílíkur kraftur í frambjóðendum. Þetta er fáránlega spennandi. Ég er bara svo stolt af okkur öllum og því sem við höfum áorkað nú þegar,“ sagði hún. 

Kristrún hvatti fólk til að vera með fæturna á jörðinni, ennþá væri verið að telja atkvæði, en staðan liti vel út. 

„Þjóðin er byrjuð að svara fyrir sig,“ sagði hún, með vísan í ákall um breytingar og kvaddi með orðunum: „Áfram gakk“.

Hér má nálgast tölfræði með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár