Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Þjóðin er byrjuð að svara fyrir sig“

Kristrún Frosta­dótt­ir upp­skar mik­il fagn­að­ar­læti þeg­ar hún steig á svið á kosn­inga­vöku Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Flokk­ur­inn hef­ur bætt gríð­ar­lega við sig frá síð­ustu kosn­ing­um, ef mið­að er við nýj­ustu töl­ur. Kristrún minnti stuðn­ings­folk þó á að nótt­in væri ung.

„Þjóðin er byrjuð að svara fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir fagnaði þegar fyrstu tölur voru birtar. Kosningavaka Samfylkingarinnar er í Kolaportinu þar sem er fjölmenn gleði Mynd: Golli

„Það er augljóst ákall um breytingar,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, þegar hún ávarpaði gesti á kosningavöku flokksins í Kolaportinu fyrir skömmu. „Það verða breytingar á stjórn landsmanna, það er augljóst,“ sagði hún. 

Samfylkingin var iðulega stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og miðað við fyrstu tölur hefur hún bætt gríðarlegu fylgi við sig frá kosningunum 2021. 

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kristrún steig á svið en hennar fyrstu orð í ræðunni, þegar fyrstu tölur höfðu verið birtar í þremur kjördæmum, voru: „Halló jafnaðarfólk!“ og uppskar hún mikið klapp. 

Kristrún sagði við stuðningsfólk flokksins á kosningavökunni að undanfarnar vikur hefðu verið hreint ótrúlegar: „Þvílikur kraftur í jafnaðarfólki, þvílíkur kraftur í frambjóðendum. Þetta er fáránlega spennandi. Ég er bara svo stolt af okkur öllum og því sem við höfum áorkað nú þegar,“ sagði hún. 

Kristrún hvatti fólk til að vera með fæturna á jörðinni, ennþá væri verið að telja atkvæði, en staðan liti vel út. 

„Þjóðin er byrjuð að svara fyrir sig,“ sagði hún, með vísan í ákall um breytingar og kvaddi með orðunum: „Áfram gakk“.

Hér má nálgast tölfræði með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár