Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum

Sam­fylk­ing­in er stærst í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þeg­ar fyrstu töl­ur hafa ver­ið birt­ar og Logi Ein­ars­son er fyrsti þing­mað­ur kjör­dæm­is­ins. Í Suð­ur­kjör­dæmi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an.Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son, formað­ur Fram­sókn­ar, er ekki inni á þingi sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Suð­ur­kjör­dæmi.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum
Logi Einarsson er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis samkvæmt fyrstu tölum Mynd: RÚV

Fyrstu tölur bárust rétt fyrir klukkan 23 en þær voru úr Norðausturkjördæmi. Þar hafði Samfylkingin fengið flest atkvæði, 23,14%, næst þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 16,17%

Samfylkigin er að bæta við sig 12,7 prósentustigum. 

Miðað við þetta er Logi Einarsson fyrsti þingmaður kjördæmisins fyrir Samfylkinguna, Jens Garðar Helgason úr Sjálfstæðisflokknum annar og  Sigurður Þórðarson hjá Flokki fólksins þriðji þingmaður kjördæmisins. 

Hlutfall atkvæða eftir fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi en þær voru birtar eftir að 2000 atkvæði höfðu verið talin:

S

23.14%

D

16.17%

C

8.8%

M

13.99%

F

14.8%

B

13.17%

P

1.73%

J

3.1%

V

4.37%

L

0.71%

Y

0%

Efst á forsíðu Heimildarinnar má sjá nýjustu tölur úr talningu og eru þær uppfærðar eftir því sem þær berast.

Mikið var um manninn í Laugalækjarskóla í dag, sem á öðrum kjörstöðum en þeir lokuðu klukkan 22.

Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi er Sjálfstæðisflokkurinn þar stærstur og þar er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður, Flokkur fólksins kemur þar á eftir með Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem annan þingmann og Víðir Reynisson er þriðji þingmaður kjördæmisins, samkvæmt þessum fyrstu tölum þaðan, en hann er í Samfylkingunni. 

Suðurkjördæmi er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannessonar, formanns Framsóknar, en hann er ekki inni miðað við þessar fyrstu tölur en hann skipar annað sæti flokksins. Halla Hrund Logadóttir nær hins vegar inn, oddviti Framsóknar í kjördæminu sem fimmti þingmaður. Á undan henni, í fjórða sæti, er Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár