Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum

Sam­fylk­ing­in er stærst í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þeg­ar fyrstu töl­ur hafa ver­ið birt­ar og Logi Ein­ars­son er fyrsti þing­mað­ur kjör­dæm­is­ins. Í Suð­ur­kjör­dæmi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an.Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son, formað­ur Fram­sókn­ar, er ekki inni á þingi sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Suð­ur­kjör­dæmi.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum
Logi Einarsson er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis samkvæmt fyrstu tölum Mynd: RÚV

Fyrstu tölur bárust rétt fyrir klukkan 23 en þær voru úr Norðausturkjördæmi. Þar hafði Samfylkingin fengið flest atkvæði, 23,14%, næst þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 16,17%

Samfylkigin er að bæta við sig 12,7 prósentustigum. 

Miðað við þetta er Logi Einarsson fyrsti þingmaður kjördæmisins fyrir Samfylkinguna, Jens Garðar Helgason úr Sjálfstæðisflokknum annar og  Sigurður Þórðarson hjá Flokki fólksins þriðji þingmaður kjördæmisins. 

Hlutfall atkvæða eftir fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi en þær voru birtar eftir að 2000 atkvæði höfðu verið talin:

S

23.14%

D

16.17%

C

8.8%

M

13.99%

F

14.8%

B

13.17%

P

1.73%

J

3.1%

V

4.37%

L

0.71%

Y

0%

Efst á forsíðu Heimildarinnar má sjá nýjustu tölur úr talningu og eru þær uppfærðar eftir því sem þær berast.

Mikið var um manninn í Laugalækjarskóla í dag, sem á öðrum kjörstöðum en þeir lokuðu klukkan 22.

Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi er Sjálfstæðisflokkurinn þar stærstur og þar er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður, Flokkur fólksins kemur þar á eftir með Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem annan þingmann og Víðir Reynisson er þriðji þingmaður kjördæmisins, samkvæmt þessum fyrstu tölum þaðan, en hann er í Samfylkingunni. 

Suðurkjördæmi er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannessonar, formanns Framsóknar, en hann er ekki inni miðað við þessar fyrstu tölur en hann skipar annað sæti flokksins. Halla Hrund Logadóttir nær hins vegar inn, oddviti Framsóknar í kjördæminu sem fimmti þingmaður. Á undan henni, í fjórða sæti, er Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár