Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum

Sam­fylk­ing­in er stærst í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þeg­ar fyrstu töl­ur hafa ver­ið birt­ar og Logi Ein­ars­son er fyrsti þing­mað­ur kjör­dæm­is­ins. Í Suð­ur­kjör­dæmi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an.Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son, formað­ur Fram­sókn­ar, er ekki inni á þingi sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Suð­ur­kjör­dæmi.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum
Logi Einarsson er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis samkvæmt fyrstu tölum Mynd: RÚV

Fyrstu tölur bárust rétt fyrir klukkan 23 en þær voru úr Norðausturkjördæmi. Þar hafði Samfylkingin fengið flest atkvæði, 23,14%, næst þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 16,17%

Samfylkigin er að bæta við sig 12,7 prósentustigum. 

Miðað við þetta er Logi Einarsson fyrsti þingmaður kjördæmisins fyrir Samfylkinguna, Jens Garðar Helgason úr Sjálfstæðisflokknum annar og  Sigurður Þórðarson hjá Flokki fólksins þriðji þingmaður kjördæmisins. 

Hlutfall atkvæða eftir fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi en þær voru birtar eftir að 2000 atkvæði höfðu verið talin:

S

23.14%

D

16.17%

C

8.8%

M

13.99%

F

14.8%

B

13.17%

P

1.73%

J

3.1%

V

4.37%

L

0.71%

Y

0%

Efst á forsíðu Heimildarinnar má sjá nýjustu tölur úr talningu og eru þær uppfærðar eftir því sem þær berast.

Mikið var um manninn í Laugalækjarskóla í dag, sem á öðrum kjörstöðum en þeir lokuðu klukkan 22.

Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi er Sjálfstæðisflokkurinn þar stærstur og þar er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður, Flokkur fólksins kemur þar á eftir með Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem annan þingmann og Víðir Reynisson er þriðji þingmaður kjördæmisins, samkvæmt þessum fyrstu tölum þaðan, en hann er í Samfylkingunni. 

Suðurkjördæmi er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannessonar, formanns Framsóknar, en hann er ekki inni miðað við þessar fyrstu tölur en hann skipar annað sæti flokksins. Halla Hrund Logadóttir nær hins vegar inn, oddviti Framsóknar í kjördæminu sem fimmti þingmaður. Á undan henni, í fjórða sæti, er Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár