Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum

Sam­fylk­ing­in er stærst í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þeg­ar fyrstu töl­ur hafa ver­ið birt­ar og Logi Ein­ars­son er fyrsti þing­mað­ur kjör­dæm­is­ins. Í Suð­ur­kjör­dæmi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an.Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son, formað­ur Fram­sókn­ar, er ekki inni á þingi sam­kvæmt fyrstu töl­um úr Suð­ur­kjör­dæmi.

Sigurður Ingi ekki inni samkvæmt fyrstu tölum
Logi Einarsson er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis samkvæmt fyrstu tölum Mynd: RÚV

Fyrstu tölur bárust rétt fyrir klukkan 23 en þær voru úr Norðausturkjördæmi. Þar hafði Samfylkingin fengið flest atkvæði, 23,14%, næst þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 16,17%

Samfylkigin er að bæta við sig 12,7 prósentustigum. 

Miðað við þetta er Logi Einarsson fyrsti þingmaður kjördæmisins fyrir Samfylkinguna, Jens Garðar Helgason úr Sjálfstæðisflokknum annar og  Sigurður Þórðarson hjá Flokki fólksins þriðji þingmaður kjördæmisins. 

Hlutfall atkvæða eftir fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi en þær voru birtar eftir að 2000 atkvæði höfðu verið talin:

S

23.14%

D

16.17%

C

8.8%

M

13.99%

F

14.8%

B

13.17%

P

1.73%

J

3.1%

V

4.37%

L

0.71%

Y

0%

Efst á forsíðu Heimildarinnar má sjá nýjustu tölur úr talningu og eru þær uppfærðar eftir því sem þær berast.

Mikið var um manninn í Laugalækjarskóla í dag, sem á öðrum kjörstöðum en þeir lokuðu klukkan 22.

Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi er Sjálfstæðisflokkurinn þar stærstur og þar er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður, Flokkur fólksins kemur þar á eftir með Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem annan þingmann og Víðir Reynisson er þriðji þingmaður kjördæmisins, samkvæmt þessum fyrstu tölum þaðan, en hann er í Samfylkingunni. 

Suðurkjördæmi er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannessonar, formanns Framsóknar, en hann er ekki inni miðað við þessar fyrstu tölur en hann skipar annað sæti flokksins. Halla Hrund Logadóttir nær hins vegar inn, oddviti Framsóknar í kjördæminu sem fimmti þingmaður. Á undan henni, í fjórða sæti, er Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár