Fyrstu tölur bárust rétt fyrir klukkan 23 en þær voru úr Norðausturkjördæmi. Þar hafði Samfylkingin fengið flest atkvæði, 23,14%, næst þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 16,17%
Samfylkigin er að bæta við sig 12,7 prósentustigum.
Miðað við þetta er Logi Einarsson fyrsti þingmaður kjördæmisins fyrir Samfylkinguna, Jens Garðar Helgason úr Sjálfstæðisflokknum annar og Sigurður Þórðarson hjá Flokki fólksins þriðji þingmaður kjördæmisins.
Hlutfall atkvæða eftir fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi en þær voru birtar eftir að 2000 atkvæði höfðu verið talin:
S
23.14%
D
16.17%
C
8.8%
M
13.99%
F
14.8%
B
13.17%
P
1.73%
J
3.1%
V
4.37%
L
0.71%
Y
0%
Efst á forsíðu Heimildarinnar má sjá nýjustu tölur úr talningu og eru þær uppfærðar eftir því sem þær berast.
Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi er Sjálfstæðisflokkurinn þar stærstur og þar er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður, Flokkur fólksins kemur þar á eftir með Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem annan þingmann og Víðir Reynisson er þriðji þingmaður kjördæmisins, samkvæmt þessum fyrstu tölum þaðan, en hann er í Samfylkingunni.
Suðurkjördæmi er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannessonar, formanns Framsóknar, en hann er ekki inni miðað við þessar fyrstu tölur en hann skipar annað sæti flokksins. Halla Hrund Logadóttir nær hins vegar inn, oddviti Framsóknar í kjördæminu sem fimmti þingmaður. Á undan henni, í fjórða sæti, er Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum.
Athugasemdir