„Við erum bara að bíða eftir því að fá óklippt efni. Það eru engin önnur viðbrögð við því að sinni. Þá verður málið rannsakað.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun (MAST), beðin um viðbrögð við myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sem sýnir meðal annars þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku.
Á myndefninu, sem má sjá brot úr efst í þessari frétt, sjást meðal annars óttaslegnar hryssur berjast um í blóðtökubásum, að því er virðist viti sínu fjær af ótta. Í öðrum klippum má sjá starfsmann berja merar með priki og veita þeim spörk. Myndefnið var tekið á sex mismunandi íslenskum sveitabæjum á síðasta blóðtökutímabili.
Biður um færi á að rannsaka málið
Dýraverndunarsamtökin sem stóðu að dreifingu myndefnisins eru annars vegar þýsk og hins vegar svissnesk. Þau hafa áður sent frá sér heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi árið 2021. Sú vakti mikla athygli og varpaði ljósi á …
Athugasemdir