Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Barátta, ekki hátíð

Kvenna­frí­dag­ur­inn er bar­áttu­dag­ur, ekki há­tíð­is­dag­ur. Þess vegna leggja kon­ur ekki nið­ur störf á hverju ári held­ur þarf að halda í sprengi­kraft kvenna­verk­falls­ins. Þetta seg­ir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB.

Barátta, ekki hátíð
Kröfugerð Fulltrúar sex stjórnmálaflokka á þingi, auk Sósíalistaflokksins, tóku á móti uppfærðri kröfugerð frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025. Mynd: Golli

„Það hefur almennt verið litið þannig á að það verði að passa upp á að það sé sprengikraftur í þessu, að þetta sé barátta en verði ekki eins og hátíðarhöld. Þetta er barátta og vitundarvakning,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kvennafrídaginn. 

BSRB er meðal 34 samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks sem hafa tekið höndum saman á ný og lagt fram kröfugerð gagnvart stjórnvöldum sem þeim er gert að uppfylla áður en fimmtíu ár verða liðin frá hinum sögulega kvennafrídegi á Íslandi, 24. október 1975. 

Fyrir 49 árum ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Konur hér á landi hafa sjö sinnum lagt niður störf, tvisvar sinnum í heilan dag, nú síðast í fyrra, þegar á bilinu sjötíu til hundrað þúsund manns tóku þátt í útifundi á Arnarhóli þegar boðað var til kvennaverkfalls. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975 sem konur, og nú líka kvár, voru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan sólarhring.

Kvennaverkfall 2024Frá kvennafrídeginum í fyrra. Á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til að mótmæla margvíslegri mismunn gegn konum á vinnumarkaði.

Kvennafrídagurinn í ár var smærri í sniðum en oft áður en framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 afhenti uppfærða kröfugerð í Bíó Paradís í gærkvöldi þar sem sex forsvarsmenn stjórnmálaflokka sem eigi sæti á Alþingi, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, þáðu boð skipuleggjenda og tóku á móti kröfugerðinni. Þá var Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, einnig viðstödd. „Ein ástæða fyrir viðburðinum á kvennafrídeginum núna er að það hefur lítið sem ekkert breyst. Við höfum ekki séð að stjórnmálafólk sem steig fram fyrir ári síðan og sagðist ætla að taka þetta upp á sína arma að það hafi gripið til viðamikilla aðgerða. Við erum búin að skerpa og búa til nýja kröfugerð,“ segir Sonja Ýr.  

KvennafríFramkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 afhenti ráðamönnum nýja kröfugerð á kvennafrísdeginum í gær. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB (önnur f.v.), segir það hafa verið töfrum líkast að tilheyra hópi kvenna sem lagði niður störf á Kvennafrídeginum í fyrra. Undirbúningur er hafinn fyrir kvennaárið 2025, með frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu.

Árangur hefur þó náðst hvað varðar að endurmeta virði kvennastarfa. „Í kjarasamningum sem náðust í vor var því lýst yfir að farið yrði í að gera virðismatskerfi fyrir ríkið í heild sinni. Það er liður í því að það má endurmeta virði kvennastarfa og bera saman ólík störf þvert á stofnanir,“ segir Sonja Ýr. 

Undirbúa frekari byltingu á 50 ára afmæli kvennaverkfalls 

Í uppfærðri kröfugerð segir að lítið hafi breyst og nú verði að grípa til aðgerða. „Aðgerða gegn ofbeldi, aðgerða gegn launamuni kynjanna, aðgerða til að bæta stöðu mæðra og aðgerða gegn mismunun á vinnumarkaði,“ segir meðal annars í kröfugerðinni. 

FormennKristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, ávarpaði samkomuna í Bíó Paradís í gær. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, voru á meðal stjórnmálaleiðtoga sem tóku á móti uppfærðri kröfugerð á kvennafrídeginum.

Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á hinum sögulega kvennafrídegi. „Við erum að undirbúa frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu,“ segir Sonja Ýr. Kvennaárið 2025 verður stútfullt af uppákomum sem ætlað er að styðja við kröfugerðina og jafnréttisbaráttu í víðari skilningi. Frekari dagskrá og fyrirkomulag Kvennaárs 2025 verður kynnt á nýju ári.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár