Barátta, ekki hátíð

Kvenna­frí­dag­ur­inn er bar­áttu­dag­ur, ekki há­tíð­is­dag­ur. Þess vegna leggja kon­ur ekki nið­ur störf á hverju ári held­ur þarf að halda í sprengi­kraft kvenna­verk­falls­ins. Þetta seg­ir Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formað­ur BSRB.

Barátta, ekki hátíð
Kröfugerð Fulltrúar sex stjórnmálaflokka á þingi, auk Sósíalistaflokksins, tóku á móti uppfærðri kröfugerð frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025. Mynd: Golli

„Það hefur almennt verið litið þannig á að það verði að passa upp á að það sé sprengikraftur í þessu, að þetta sé barátta en verði ekki eins og hátíðarhöld. Þetta er barátta og vitundarvakning,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kvennafrídaginn. 

BSRB er meðal 34 samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks sem hafa tekið höndum saman á ný og lagt fram kröfugerð gagnvart stjórnvöldum sem þeim er gert að uppfylla áður en fimmtíu ár verða liðin frá hinum sögulega kvennafrídegi á Íslandi, 24. október 1975. 

Fyrir 49 árum ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Konur hér á landi hafa sjö sinnum lagt niður störf, tvisvar sinnum í heilan dag, nú síðast í fyrra, þegar á bilinu sjötíu til hundrað þúsund manns tóku þátt í útifundi á Arnarhóli þegar boðað var til kvennaverkfalls. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1975 sem konur, og nú líka kvár, voru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan sólarhring.

Kvennaverkfall 2024Frá kvennafrídeginum í fyrra. Á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til að mótmæla margvíslegri mismunn gegn konum á vinnumarkaði.

Kvennafrídagurinn í ár var smærri í sniðum en oft áður en framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 afhenti uppfærða kröfugerð í Bíó Paradís í gærkvöldi þar sem sex forsvarsmenn stjórnmálaflokka sem eigi sæti á Alþingi, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, þáðu boð skipuleggjenda og tóku á móti kröfugerðinni. Þá var Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, einnig viðstödd. „Ein ástæða fyrir viðburðinum á kvennafrídeginum núna er að það hefur lítið sem ekkert breyst. Við höfum ekki séð að stjórnmálafólk sem steig fram fyrir ári síðan og sagðist ætla að taka þetta upp á sína arma að það hafi gripið til viðamikilla aðgerða. Við erum búin að skerpa og búa til nýja kröfugerð,“ segir Sonja Ýr.  

KvennafríFramkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 afhenti ráðamönnum nýja kröfugerð á kvennafrísdeginum í gær. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB (önnur f.v.), segir það hafa verið töfrum líkast að tilheyra hópi kvenna sem lagði niður störf á Kvennafrídeginum í fyrra. Undirbúningur er hafinn fyrir kvennaárið 2025, með frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu.

Árangur hefur þó náðst hvað varðar að endurmeta virði kvennastarfa. „Í kjarasamningum sem náðust í vor var því lýst yfir að farið yrði í að gera virðismatskerfi fyrir ríkið í heild sinni. Það er liður í því að það má endurmeta virði kvennastarfa og bera saman ólík störf þvert á stofnanir,“ segir Sonja Ýr. 

Undirbúa frekari byltingu á 50 ára afmæli kvennaverkfalls 

Í uppfærðri kröfugerð segir að lítið hafi breyst og nú verði að grípa til aðgerða. „Aðgerða gegn ofbeldi, aðgerða gegn launamuni kynjanna, aðgerða til að bæta stöðu mæðra og aðgerða gegn mismunun á vinnumarkaði,“ segir meðal annars í kröfugerðinni. 

FormennKristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, ávarpaði samkomuna í Bíó Paradís í gær. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, voru á meðal stjórnmálaleiðtoga sem tóku á móti uppfærðri kröfugerð á kvennafrídeginum.

Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á hinum sögulega kvennafrídegi. „Við erum að undirbúa frekari byltingu, baráttu og vitundarvakningu,“ segir Sonja Ýr. Kvennaárið 2025 verður stútfullt af uppákomum sem ætlað er að styðja við kröfugerðina og jafnréttisbaráttu í víðari skilningi. Frekari dagskrá og fyrirkomulag Kvennaárs 2025 verður kynnt á nýju ári.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið

CCP sagðist endurskoða fjölda starfa á Íslandi vegna lagabreytinga
4
Stjórnmál

CCP sagð­ist end­ur­skoða fjölda starfa á Ís­landi vegna laga­breyt­inga

Í bandorms­frum­varpi sem kom­ið er fram á þingi eru lagð­ar til breyt­ing­ar sem snerta styrki til öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­anna í hug­verka­iðn­að­in­um hér­lend­is. CCP og fleiri fyr­ir­tæki risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar þeg­ar frum­varp­ið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á dög­un­um og fer frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar fjár­mála­ráð­herra ögn mild­ari hönd­um um stærstu fyr­ir­tæk­in í brans­an­um en frum­varps­drög­in gerðu.
Erla Hlynsdóttir
5
Leiðari

Erla Hlynsdóttir

Erf­iði hlut­inn í þessu

Ár­um sam­an hef­ur ver­ið kall­að eft­ir betr­um­bót­um þeg­ar kem­ur að með­ferð­ar­úr­ræð­um fyr­ir börn í vanda. Eft­ir að for­stöðu­mað­ur Stuðla kall­aði enn einu sinni á hjálp var hann send­ur í leyfi. Um ára­bil hafa ver­ið gef­in fög­ur fyr­ir­heit, það er bú­ið að skrifa skýrsl­ur, skipa starfs­hópa og nefnd­ir, meira að segja skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, en ekk­ert hef­ur enn gerst.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
6
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár