Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér

Að búa á Ís­landi hef­ur hjálp­að Char­lotte Wulff að horf­ast í augu við eig­in veik­leika og feta sinn eig­in veg.

Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér
Sjálfsörugg á Íslandi „Ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina,“ segir Charlotte Wulff. Mynd: Heimildin

Ég á tvo meðleigjendur og það safnast mikið af gleri og dósum. Ég fer reglulega í sund og er bara að nýta ferðina og endurvinna. 

Ég kláraði framhaldsnámið mitt í sálfræði í sumar og mig langaði að fá viðbótarhæfni í talmeinafræði. Þetta er geggjað spennandi. Ég kunni aðeins íslensku, ég kom fyrst hingað 2016 og svo aftur 2018 og 2020. Ég nota alltaf íslensku þegar ég bý hérna en þegar ég er heima í Þýskalandi er stundum erfitt að æfa sig, þá gleymi ég miklu, en þekkingin er einhvers staðar þarna í heilanum. 

Af hverju Ísland? Ég elska Ísland. Ísland hefur alltaf verið uppáhaldslandið mitt. Tilfinningin mín er þannig að Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér. Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína. Ég er minna óörugg um sjálfa mig, ég geri ekki bara það sem allir gera, ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina. Ég er meira ég sjálf. 

„Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína“

Í sumar fór ég í Skagafjörðinn að vinna á bóndabæ. Það var ævintýri, ég var að klára skólann og nú byrjar lífið. Það var svona og svona að vinna á bóndabænum, stundum var það geggjað en stundum var ég einmana. Ég lærði mikið um sjálfa mig. Ég er rosalega glöð að hafa ekki farið beint til Reykjavíkur, að vera í Skagafirði gaf mér betri möguleika á að læra íslensku. Í borginni tala allir ensku við mig en mig langaði að tala íslensku til að læra meira. Í Skagafirði töluðu allir íslensku við mig. Það kemur í ljós hvort ég verði áfram á Íslandi. Kannski?“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
6
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár