Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Maskínu. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Sam­fylk­ing­in er áfram stærsti flokk­ur­inn.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar Mynd: Bára Huld Beck

Viðreisn er með 13,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu á fylgi flokka á Alþingi. Flokkurinn var með um 11% fylgi í síðustu könnun sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn er með 13,7% fylgi samkvæmt könnuninni og er ekki marktækur munur á fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn var með um 13% í könnun Maskínu fyrir septembermánuð.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn, með 22,8% fylgi, Miðflokkurinn næst stærstur með 17% og koma Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn þar á eftir, samkvæmt niðurstöðunum fyrir könnun októbermánaðar.

Þrír flokkar mælast með um 7% fylgi; Flokkur fólksins með 6,6%, Píratar 6,8% og Framsókn 7%. Sósíalistar eru með 5,3%, Vinstri græn með 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%.

Samkvæmt fylgistölum miðað við svörun í könnuninni eftir stjórnarslit, dagana 15.-18. október, myndu þingsætin skiptast svo: Samfylkingin 14, Miðflokkurinn 12, Sjálfstæðisflokkur 9, Viðreisn 8, Framsókn 5, Flokkur fólksins 5, Píratar 3, Vinstri græn 3 og Sósíalistaflokkurinn 3.

Könnun Maskínu fór fram dagana 2.-18. október og tóku 1772 svarendur afstöðu til flokks. Úrtakið var svonefnd Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Um netkönnun var að ræða.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu