Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Maskínu. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Sam­fylk­ing­in er áfram stærsti flokk­ur­inn.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar Mynd: Bára Huld Beck

Viðreisn er með 13,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu á fylgi flokka á Alþingi. Flokkurinn var með um 11% fylgi í síðustu könnun sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn er með 13,7% fylgi samkvæmt könnuninni og er ekki marktækur munur á fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn var með um 13% í könnun Maskínu fyrir septembermánuð.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn, með 22,8% fylgi, Miðflokkurinn næst stærstur með 17% og koma Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn þar á eftir, samkvæmt niðurstöðunum fyrir könnun októbermánaðar.

Þrír flokkar mælast með um 7% fylgi; Flokkur fólksins með 6,6%, Píratar 6,8% og Framsókn 7%. Sósíalistar eru með 5,3%, Vinstri græn með 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%.

Samkvæmt fylgistölum miðað við svörun í könnuninni eftir stjórnarslit, dagana 15.-18. október, myndu þingsætin skiptast svo: Samfylkingin 14, Miðflokkurinn 12, Sjálfstæðisflokkur 9, Viðreisn 8, Framsókn 5, Flokkur fólksins 5, Píratar 3, Vinstri græn 3 og Sósíalistaflokkurinn 3.

Könnun Maskínu fór fram dagana 2.-18. október og tóku 1772 svarendur afstöðu til flokks. Úrtakið var svonefnd Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Um netkönnun var að ræða.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár