Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Maskínu. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Sam­fylk­ing­in er áfram stærsti flokk­ur­inn.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar Mynd: Bára Huld Beck

Viðreisn er með 13,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu á fylgi flokka á Alþingi. Flokkurinn var með um 11% fylgi í síðustu könnun sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn er með 13,7% fylgi samkvæmt könnuninni og er ekki marktækur munur á fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn var með um 13% í könnun Maskínu fyrir septembermánuð.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn, með 22,8% fylgi, Miðflokkurinn næst stærstur með 17% og koma Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn þar á eftir, samkvæmt niðurstöðunum fyrir könnun októbermánaðar.

Þrír flokkar mælast með um 7% fylgi; Flokkur fólksins með 6,6%, Píratar 6,8% og Framsókn 7%. Sósíalistar eru með 5,3%, Vinstri græn með 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%.

Samkvæmt fylgistölum miðað við svörun í könnuninni eftir stjórnarslit, dagana 15.-18. október, myndu þingsætin skiptast svo: Samfylkingin 14, Miðflokkurinn 12, Sjálfstæðisflokkur 9, Viðreisn 8, Framsókn 5, Flokkur fólksins 5, Píratar 3, Vinstri græn 3 og Sósíalistaflokkurinn 3.

Könnun Maskínu fór fram dagana 2.-18. október og tóku 1772 svarendur afstöðu til flokks. Úrtakið var svonefnd Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Um netkönnun var að ræða.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár