Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Maskínu. Ekki er mark­tæk­ur mun­ur á Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Sam­fylk­ing­in er áfram stærsti flokk­ur­inn.

Viðreisn bætir við sig í nýrri könnun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar Mynd: Bára Huld Beck

Viðreisn er með 13,8% fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu á fylgi flokka á Alþingi. Flokkurinn var með um 11% fylgi í síðustu könnun sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn er með 13,7% fylgi samkvæmt könnuninni og er ekki marktækur munur á fylgi flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn var með um 13% í könnun Maskínu fyrir septembermánuð.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn, með 22,8% fylgi, Miðflokkurinn næst stærstur með 17% og koma Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn þar á eftir, samkvæmt niðurstöðunum fyrir könnun októbermánaðar.

Þrír flokkar mælast með um 7% fylgi; Flokkur fólksins með 6,6%, Píratar 6,8% og Framsókn 7%. Sósíalistar eru með 5,3%, Vinstri græn með 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%.

Samkvæmt fylgistölum miðað við svörun í könnuninni eftir stjórnarslit, dagana 15.-18. október, myndu þingsætin skiptast svo: Samfylkingin 14, Miðflokkurinn 12, Sjálfstæðisflokkur 9, Viðreisn 8, Framsókn 5, Flokkur fólksins 5, Píratar 3, Vinstri græn 3 og Sósíalistaflokkurinn 3.

Könnun Maskínu fór fram dagana 2.-18. október og tóku 1772 svarendur afstöðu til flokks. Úrtakið var svonefnd Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Um netkönnun var að ræða.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár