Áfimmtudag kaus Alþingi sér nýjan umboðsmann. Fyrir valinu varð Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hún mun taka við keflinu af Skúla Magnússyni 1. október næstkomandi og verður skipuð til fjögurra ára.
Kristín verður fyrsta konan til að sinna embætti umboðsmanns Alþingis. „Það er voða gaman,“ segir hún í samtali við Heimildina. Aðspurð segist hún ekki hafa búist við því að verða fyrir valinu en kveðst mjög ánægð.
„Það er mikil ábyrgð sem felst í þessu, en það er bara gaman að takast á við það. Þú getur haft áhrif. Þú færð að kafa svolítið í málin, skoða kerfið, stjórnsýslukerfið, framkvæmdavaldið. Þú ert að hafa eftirlit í umboði Alþingis. Þetta eru áskoranir þegar kemur að svona starfi – en það er líka spennandi.“
Ég er náttúrlega fyrsta konan, kannski koma þá svolítið öðruvísi áherslur“
Spurð hvort hún hafi í huga breytingar fyrir næstu árin segir Kristín að með nýju …
Athugasemdir