Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.

Brot úr skáld­uðu sam­tali Salm­ans Rus­hdie við árás­ar­mann­inn sem hann kýs að nefna ekki í sögu sinni en kall­ar A. Sam­tal­ið allt má lesa í Hnífi. Salm­an hef­ur sam­tal­ið og svo tala þeir til skipt­is.

Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.
Salman Rushdie gaf nýverið út bókina Hnífur Mynd: Anton Brink

Hnífur: Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar – Forlagið bókabúð

SR: Þú trúir því að ég sé ofbeldi í mannslíki. Þú varst fjögur ár að
komast að þessu.

A: Þú ert ómerkilegur. Ég lærði margt. Loksins spurði ég sjálfan
mig hvað ég væri persónulega tilbúinn til að gera gegn
óvininum. Fyrst þá fór ég að hugsa um fólk eins og þig.

SR: Hvernig er fólk eins og ég?

A: Þú ert hataður af tveimur milljörðum manna. Það er það
eina sem er nauðsynlegt að vita. Hvernig hlýtur manni
að líða sem er svo hataður? Þér hlýtur að líða eins og
maðki. Á bak við gáfnatalið veistu að þú ert ómerkilegri
en maðkur. Sem verður kraminn undir hæl okkar. Þú talar
um ferðalög til annarra landa, en þú getur ekki stigið niður
fæti í helmingnum af löndum heimsins vegna þess að þú
ert svo hataður þar. Segðu eitthvað um það, því ekki það.

SR: Ég hef lært mikið um skrímslavæðingu, það er rétt. Ég veit
að hægt er að búa til ímynd af manni, annað sjálf, sem ber
afar lítinn svip af hinu fyrra, en þetta annað sjálf öðlast
trúverðugleika vegna þess að það er endurtekið aftur og
aftur þar til það virðist raunverulegt, enn raunverulegra
en fyrra sjálfið. Ég held að það sé þetta seinna sjálf sem þú
hefur kynnst og skynjun þín á óvininum beinist gegn. Til
að svara spurningu þinni, veit ég að ég er ekki þetta seinna
sjálf. Ég er ég sjálfur og sný baki við hatri og í áttina að
kærleika.

A: Nei, það er fölsun. Það sem ég þekki af þér er raunverulegt.
Allir vita það.

SR: Það er til saga eftir Hans Christian Andersen um skugga sem
skilur sig frá manni og verður raunverulegri en maðurinn.
Að lokum kvænist skugginn prinsessu og hinn sanni maður
er líflátinn fyrir að vera fölsun.

A: Ég hef engan áhuga á sögum, eins og ég sagði þér áður.

SR: Hvað ef ég segði við þig að miðlæg í þeirri bók, sem ég skrif-
aði og þú hatar jafnvel þótt þú hafir aðeins lesið tvær síður
í henni, er múslimafjölskylda í Austur-London sem rekur
veitingastað og er lýst af sannkallaðri væntumþykju? Hvað
ef ég segði þér að áður hefði ég skrifað bók þar sem ég
gerði múslimska fjölskyldu sem lýst var af samúð mið-
læga í frásögninni af því þegar Indland og Pakistan fengu
sjálfstæði? Hvað ef ég segði þér að þegar sumir New
York- búar snerust gegn áætlunum um að reisa mosku í
grennd við Ground Zero eftir 11. september, varði ég rétt
moskunnar til að vera þar? Hvað ef ég segði við þig: Ég
hef ávallt lagst gegn sértrúarhugmyndafræði núverandi
valdhafa á Indlandi sem múslimar hafa einkum orðið fyrir
barðinu á? Og hvað ef ég segði við þig að ég hefði einu
sinni skrifað bók þar sem lýst er með samúð aðstæðum
múslima í Kasmír og ungum manni í Kasmír sem snýst á
sveif með jihad? Á vissan hátt skrifaði ég þá bók, Trúður-
inn Shalimar, um þig áður en ég kynntist þér og á meðan
ég skrifaði hana vissi ég að örlög manns ákvörðuðust af
skaphöfn hans – svo að í tilfelli þínu er eitthvað sem ég er
að reyna að nálgast, eitthvað í þér á bak við allan Youtube-
hávaðann sem gerði þér kleift að taka upp hnífinn.

A: Það skiptir ekki máli hvað þú segir við mig. Við vitum hver þú
ert. Ef þú heldur að þú getir unnið okkur á þitt band, þá
ertu heimskingi.

SR: Gott og vel. Fyrst svo er þá er ég heimskingi af því tagi.

Þögn.

SR: Hvað ef ég segði við þig að ástæðan fyrir því að ég og fólk
eins og ég hefur alltaf lagst gegn dauðarefsingu er sú að
það falla margir ranglátir dómar og ef manneskjan sem er
dæmd ranglátt er tekin af lífi þá er ekki hægt að leiðrétta
það?

A: Þú skalt ekki ljúga. Þú ert á móti dauðarefsingu vegna þess að
þú hefur verið dæmdur á réttlátan hátt og þú ert hræddur
við að deyja.

SR: Hvað ef ég segði við þig að til séu múslimskir rithöfundar
sem finnst bókin mín, þessi bók sem þú hatar eftir að hafa
lesið tvær blaðsíður, vera fögur og sönn? Hvað ef ég segði
við þig að þeir vilji endurheimta bók mína sem innihalds-
ríkt listaverk? Er þess einhver kostur að þú gætir íhugað
þann möguleika að hægt sé að líta með ýmsum öðrum
hætti á það sem ég geri, það sem ég hef gert? Þig langaði
til að vera böðull. Hvað ef þú lest síðar þessa rithöfunda og
áttar þig á því að þér kynni að hafa skjátlast?

A: Það skiptir ekki máli. Ég er í rauninni enginn lesandi. En ég
veit mínu viti.

SR: Þú átt eftir að hafa heilmikinn tíma til að lesa. Ég held ekki
að þú fáir aðgang að Netflix eða tölvuleikjum á þeim stað
sem bíður þín.

A: Mér er sama.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Söngvar Satans vísa til þess atviks þegar Múhameð söng öðrum guðum lof eftir stofnun einngyðisíslam. Múhammeð kenndi Satan um guðlastið því hann einfaldur maður hefði ekki borið kennsl á inngrip djöfulsins fyrr en það var orðið of seint.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
1
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks
4
Fréttir

Kjós­end­ur Mið­flokks mun íhalds­sam­ari en Sjálf­stæð­is­flokks

Stjórn­mála­fræð­ing­ar við Há­skóla Ís­lands gapa ekki yf­ir því sem virð­ist raun­in, að Mið­flokk­ur­inn sæki nú til íhalds­sam­ari kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sópi til sín fylgi úr þeirra röð­um. Í vænt­an­legri bók sem bygg­ir á gögn­um Ís­lensku kosn­ing­a­rann­sókn­ar­inn­ar frá 2021 kem­ur fram að kjós­end­ur flokk­anna tveggja eru mjög sam­stiga á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás, en kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru íhalds­sam­ari er kem­ur að sam­fé­lags- og al­þjóða­mál­um.
Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
5
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
8
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár