Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.

Brot úr skáld­uðu sam­tali Salm­ans Rus­hdie við árás­ar­mann­inn sem hann kýs að nefna ekki í sögu sinni en kall­ar A. Sam­tal­ið allt má lesa í Hnífi. Salm­an hef­ur sam­tal­ið og svo tala þeir til skipt­is.

Úr skálduðu samtali Salmans Rushdie við árásarmanninn A.
Salman Rushdie gaf nýverið út bókina Hnífur Mynd: Anton Brink

Hnífur: Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar – Forlagið bókabúð

SR: Þú trúir því að ég sé ofbeldi í mannslíki. Þú varst fjögur ár að
komast að þessu.

A: Þú ert ómerkilegur. Ég lærði margt. Loksins spurði ég sjálfan
mig hvað ég væri persónulega tilbúinn til að gera gegn
óvininum. Fyrst þá fór ég að hugsa um fólk eins og þig.

SR: Hvernig er fólk eins og ég?

A: Þú ert hataður af tveimur milljörðum manna. Það er það
eina sem er nauðsynlegt að vita. Hvernig hlýtur manni
að líða sem er svo hataður? Þér hlýtur að líða eins og
maðki. Á bak við gáfnatalið veistu að þú ert ómerkilegri
en maðkur. Sem verður kraminn undir hæl okkar. Þú talar
um ferðalög til annarra landa, en þú getur ekki stigið niður
fæti í helmingnum af löndum heimsins vegna þess að þú
ert svo hataður þar. Segðu eitthvað um það, því ekki það.

SR: Ég hef lært mikið um skrímslavæðingu, það er rétt. Ég veit
að hægt er að búa til ímynd af manni, annað sjálf, sem ber
afar lítinn svip af hinu fyrra, en þetta annað sjálf öðlast
trúverðugleika vegna þess að það er endurtekið aftur og
aftur þar til það virðist raunverulegt, enn raunverulegra
en fyrra sjálfið. Ég held að það sé þetta seinna sjálf sem þú
hefur kynnst og skynjun þín á óvininum beinist gegn. Til
að svara spurningu þinni, veit ég að ég er ekki þetta seinna
sjálf. Ég er ég sjálfur og sný baki við hatri og í áttina að
kærleika.

A: Nei, það er fölsun. Það sem ég þekki af þér er raunverulegt.
Allir vita það.

SR: Það er til saga eftir Hans Christian Andersen um skugga sem
skilur sig frá manni og verður raunverulegri en maðurinn.
Að lokum kvænist skugginn prinsessu og hinn sanni maður
er líflátinn fyrir að vera fölsun.

A: Ég hef engan áhuga á sögum, eins og ég sagði þér áður.

SR: Hvað ef ég segði við þig að miðlæg í þeirri bók, sem ég skrif-
aði og þú hatar jafnvel þótt þú hafir aðeins lesið tvær síður
í henni, er múslimafjölskylda í Austur-London sem rekur
veitingastað og er lýst af sannkallaðri væntumþykju? Hvað
ef ég segði þér að áður hefði ég skrifað bók þar sem ég
gerði múslimska fjölskyldu sem lýst var af samúð mið-
læga í frásögninni af því þegar Indland og Pakistan fengu
sjálfstæði? Hvað ef ég segði þér að þegar sumir New
York- búar snerust gegn áætlunum um að reisa mosku í
grennd við Ground Zero eftir 11. september, varði ég rétt
moskunnar til að vera þar? Hvað ef ég segði við þig: Ég
hef ávallt lagst gegn sértrúarhugmyndafræði núverandi
valdhafa á Indlandi sem múslimar hafa einkum orðið fyrir
barðinu á? Og hvað ef ég segði við þig að ég hefði einu
sinni skrifað bók þar sem lýst er með samúð aðstæðum
múslima í Kasmír og ungum manni í Kasmír sem snýst á
sveif með jihad? Á vissan hátt skrifaði ég þá bók, Trúður-
inn Shalimar, um þig áður en ég kynntist þér og á meðan
ég skrifaði hana vissi ég að örlög manns ákvörðuðust af
skaphöfn hans – svo að í tilfelli þínu er eitthvað sem ég er
að reyna að nálgast, eitthvað í þér á bak við allan Youtube-
hávaðann sem gerði þér kleift að taka upp hnífinn.

A: Það skiptir ekki máli hvað þú segir við mig. Við vitum hver þú
ert. Ef þú heldur að þú getir unnið okkur á þitt band, þá
ertu heimskingi.

SR: Gott og vel. Fyrst svo er þá er ég heimskingi af því tagi.

Þögn.

SR: Hvað ef ég segði við þig að ástæðan fyrir því að ég og fólk
eins og ég hefur alltaf lagst gegn dauðarefsingu er sú að
það falla margir ranglátir dómar og ef manneskjan sem er
dæmd ranglátt er tekin af lífi þá er ekki hægt að leiðrétta
það?

A: Þú skalt ekki ljúga. Þú ert á móti dauðarefsingu vegna þess að
þú hefur verið dæmdur á réttlátan hátt og þú ert hræddur
við að deyja.

SR: Hvað ef ég segði við þig að til séu múslimskir rithöfundar
sem finnst bókin mín, þessi bók sem þú hatar eftir að hafa
lesið tvær blaðsíður, vera fögur og sönn? Hvað ef ég segði
við þig að þeir vilji endurheimta bók mína sem innihalds-
ríkt listaverk? Er þess einhver kostur að þú gætir íhugað
þann möguleika að hægt sé að líta með ýmsum öðrum
hætti á það sem ég geri, það sem ég hef gert? Þig langaði
til að vera böðull. Hvað ef þú lest síðar þessa rithöfunda og
áttar þig á því að þér kynni að hafa skjátlast?

A: Það skiptir ekki máli. Ég er í rauninni enginn lesandi. En ég
veit mínu viti.

SR: Þú átt eftir að hafa heilmikinn tíma til að lesa. Ég held ekki
að þú fáir aðgang að Netflix eða tölvuleikjum á þeim stað
sem bíður þín.

A: Mér er sama.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Söngvar Satans vísa til þess atviks þegar Múhameð söng öðrum guðum lof eftir stofnun einngyðisíslam. Múhammeð kenndi Satan um guðlastið því hann einfaldur maður hefði ekki borið kennsl á inngrip djöfulsins fyrr en það var orðið of seint.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár