Haraldur Ingi Þorleifsson var sá einstaklingur sem gaf upp hæstu launatekjurnar á Íslandi í fyrra. Af 1.312 milljóna króna árstekjum voru einungis 6 milljónir gefnar upp sem fjármagnstekjur. 1.306 milljónir króna gaf Haraldur upp sem launatekjur og greiddi því mun hærri skatt en hann hefði komist upp með.
Raunar er áhugavert að bera saman lista yfir tekjuhæstu Íslendinga síðasta árs, eins og hún birtist í álagningarskrá Skattsins, og lista yfir þá sem voru með hæstu launatekjurnar, það er að segja greiddu mest í tekjuskatt og útsvar.
Þar birtist allt önnur mynd en sú sem hátekjulistinn sýnir.
Samkvæmt henni skilar það sveitarfélagi tuttugu sinnum hærri útsvarstekjum þegar trillukall selur kvóta fyrir nokkur hundruð milljónir en þegar fjögurra manna fjölskylda selur togara og kvóta fyrir á annan tug milljarða króna.
Margsinnis hefur verið bent á að regluverk hérlendis umbuni þeim sem hvað mest hafa umleikis og geti því „valið“ sér að …
Hér í þessari grein gleyma skrifendur að minnast á lífeyrissjóðina. Samkvæmt því hvernig þetta var framkvæmt að þá var ekki greitt í lífeyrissjóð af þessum tekjum. Frá og með þessum tíma sem frjármagnstekjur tóku höfðu þær allt aðrar skattalegar reglur.
Það sem einnig stingur í augu er að þessir aðilar njóta miklu meiri þjónustu frá sveitar-félaganna vegna miklu stærri húseigna sem þeir eru sagðir eigendur að eða fyrirtæki þeirra og miklu meiri bílaeignar.
Þá hefur sjálftaka þeirra út úr fyrirtækjunum alltaf verið ljós launafólki sem starfar hjá fyrirtækjum sem þetta fólk er sagt eiga.