Peningar eru eins og fíkniefni

Að eiga of mik­ið af pen­ing­um lík­ir Bubbi Mort­hens við fyrsta skipt­ið sem hann tók kókaín. Til­finn­ing­in var ólýs­an­leg en kom aldrei aft­ur. „Þetta er sú til­finn­ing sem fólk verð­ur fyr­ir þeg­ar það eign­ast fyrstu 100 millj­ón­irn­ar og svo er aldrei nóg.“ Pen­ing­ar sem slík­ir hafa kennt hon­um að það er enga ham­ingju að finna í of mik­ið af pen­ing­um.

Peningar eru eins og fíkniefni
Heilsan og börnin mesti auðurinn Börnin eru mestu auðæfi Bubba Morthens. „Það væri hrikalegt ef fólk svaraði einhverju öðru, peningar eða brennivín, en það er alveg hellingur af svoleiðis fólki til. Svo get ég þess vegna sagt dugnaðurinn minn, gjöfin sem ég fékk og fæddist með, að búa til tónlist og hvað ég er mikill do-er. En kjarninn er bara þetta: Minn stærsti auður er börnin mín. Og heilsan.“ Mynd: Golli

Æ, djöfull,“ segir Bubbi Morthens þegar blaðamaður tjáir honum að hann er ekki á meðal tekjuhæstu 1% Íslendinganna sem hátekjulisti Heimildarinnar 2024 nær yfir. En hann er bara að grínast, hann hefur engan áhuga á að vera á þessum lista.

„Þetta var kaldhæðni. Peningar eru alveg eins og fíkniefni. Þegar þú ert kominn á þann stað að peningar skipta öllu máli, þá bara verði þér að góðu, þá ertu staddur í einhvers konar helvíti þó að þú haldir að þú sért staddur í einhverju öðru. Mér sýnist að þeir sem eiga mestu peningana í landinu glími við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við og ég held að allir landsmenn ættu að vera það líka.“

„Að því sögðu þá held ég að virði hlutanna sé bara þetta: Að börnin þín séu heilbrigð, að þú sért elskaður og elskar, að þú sért laus við veikindi og sjúkdóma og þú sért hamingjusamur í vinnunni þinni. Þetta er það eina sem skiptir máli.“

„Þeir sem eiga mestu peningana í landinu glíma við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við.“

En Bubbi gerir sér grein fyrir að peningar eru óhjákvæmilegir til að komast af í samfélaginu. „En þeir geta líka verið böl. Við þurfum öll pening til að borga skuldir og borga mat og til að  geta klætt börnin okkar og jafnvel haft það mikið milli handanna að við erum ekki svefnvana út af því að við eigum ekki fyrir mat eða skuldum. Það er það sem í rauninni allir ættu að vera, á þeim stað að það væri þannig að þau væru með góð laun. Þannig ætti þetta að vera.“

Varð aldrei var við fátæktina sem barn 

Bubbi er staðráðinn í að peningar hafi ekki kennt honum neitt. Við nánari umhugsun hefur hann þó dregið einn lærdóm. „Eina sem peningar gera er að þeir geta hjálpað þér við að losna úr einhverri skuld. En peningar sem slíkir hafa kennt mér það að það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.“

Á lífsleiðinni hefur Bubbi bæði upplifað fátækt og auðlegð. Það er lærdómsríkt. „Þegar ég á peninga er ég ekki með afkomukvíða yfir heimilinu, ég er ekki með afkomukvíða í sambandi við börnin mín, að ég geti ekki klætt þau og leyft þeim að stunda tómstundir og eiga mat og föt. Þar liggur munurinn, en hann liggur ekki í þessum gildum. Ég ólst upp við gríðarlega fátækt og alkóhólisma en inni í þessu mengi var alltaf hamingja og ákveðin frelsistilfinning sem við fengum í uppeldinu, bræðurnir, frá móður okkar. Við urðum aldrei varir við, ég held að börn aðlagi sig að öllu, ég varð aldrei var við að ég væri að alast upp við fátækt. Ég upplifði alltaf að við ættum allt, en svo var sannarlega ekki.“

Hamingjan felst ekki í peningumPeningar hafa aðeins kennt Bubba Morthens eitt: Það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.

„Þetta er bara fíkn“

Bubbi líkir peningum við fíkniefni. Það er auðvelt að verða háður peningum rétt eins og fíkniefnum. Það þekkir hann af eigin raun. „Þetta er snúið. Ég man þegar ég tók kókaín í fyrsta skipti, hún var rosaleg sú upplifun. Alveg rosaleg. Hún var ólýsanleg. Hún kom aldrei aftur en ég var alltaf að leita að þessari tilfinningu. Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“ Þessari upplifun má vel líkja við það að verða háður peningum. „Þetta er það sem fólk sem er háð peningum upplifir, þetta er sú tilfinning sem það verður fyrir þegar það eignast fyrstu 100 milljónirnar og svo er aldrei nóg. Og verður aldrei nóg. Það mun aldrei verða nóg ef þetta er fókusinn.“

„Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“

Peningar eru fíkn. „Þú ert háður, eins og fíkill, þetta er bara fíkn. Það sem gerist líka við þessar aðstæður er að fólk tapar siðferði. Í rauninni verður framheilinn fyrir skaða, eins og kókaínið skaðar framheilann, þetta hef ég lesið, að þeir sem eru komnir í þessa stöðu og eru að græða, þetta herjar á sömu stöðvar heilans og kókaín og veldur sömu tilfinningu. Ég get lofað þér því að ef þú kemur að kókaínfíkli sem er með eitthvert efni og þú segir: „Gefðu mér helminginn.“ Hann myndi frekar skjóta þig í hausinn heldur en að láta þig fá það.“

Bubbi greiðir glaður sína skatta. Öll eigum við að greiða skatta í hlutfalli við tekjur. En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta. „Er eitthvað að því að segja: „Heyrðu, við viljum að þið borgið 70 prósent og þið ættuð glöð að gera það,“ segir Bubbi og nefnir erlend fordæmi í Bandaríkjunum á borð við Bill Gates og Jeff Bezos. „Vá, hvað það væri stórkostlegt,“ svarar Bubbi, aðspurður hvort skattakóngar og -drottningar Íslands ættu að gera slíkt hið sama. „Það væri algjörlega geggjað.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta"
    Tekjuhæsta prósentið er yfirleitt í þeirri stöðu að það getur valið um að greiða sér laun sem fjármagnstekjur og borga af þeim 22% skatt eða sem atvinnutekjur sem bera 46.25% skatt.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Það sem ég hef lært

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
5
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
6
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár