Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fyrsta morðtilræði við Bandaríkjaforseta jók stórlega vinsældir forsetans

Andrew Jackson Banda­ríkja­for­seti varð fyrst­ur manna í því starfi til að verða skot­spónn morð­til­ræð­is. Hraust­leg við­brögð hans juku mjög vin­sæld­ir hans.

Fyrsta morðtilræði við Bandaríkjaforseta jók stórlega vinsældir forsetans
Tilræði Lawrence. Hann beinir pístólu að forsetanum sem stendur milli súlnanna með staf sinn í hendi.

Hér segir af fyrsta tilræðinu sem Bandaríkjaforseta var sýnt. Þar var að verki hálffertugur húsamálari að nafn Richard Lawrence og átti árásin sér stað í Washington.

Lawrence fæddist árið 1800 á Englandi en flutti til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hann var um 12 ára. Fram eftir aldri þótti fátt til frásagnar af honum, hann var sagður ósköp venjulegur og skapmildur ungur maður.

Er Lawrence var á þrítugsaldri fór hann að fást við húsamálun og sumir hafa leitt getum að því að eiturefni í málningunni hafi orðið kveikjan að geðrænum vandamálum sem fóru skömmu seinna að gera vart við sig.

Eitruð málning?

Þegar Lawrence var rúmlega þrítugur var orðið morgunljóst að eitthvað var að. Hann var þá farinn að þjást af bæði ranghugmyndum og ofsóknartilfinningum.

Á einhverjum tímapunkti sannfærðist hann um að hann væri í raun Ríkarður 3. Englandskonungur, sem flestir höfðu þó talið að hefði dáið nærri 400 árum fyrr. Lawrence sannfærðist um að hann ætti sem konungur inni mikla peninga frá ríkinu en Andrew Jackson, sem hafði gegnt embætti Bandaríkjaforseta frá 1929, stæði í vegi fyrir því að hann gæti nálgast fé sitt.

Hann fór að fylgjast með ferðum Jacksons í Washington og mun oft hafa setið á tali við sjálfan sig um Jackson.

Fæstir ímynduðu sér að Lawrence væri hættulegur nokkrum manni en hann var þó orðinn giska óútreikanlegur og mun að minnsta kosti einu sinni hafa hótað konu nokkurri lífláti.

Tilræðið

Föstudaginn 30. janúar 1835 tók Jackson forseti þátt í útför stjórnmálamanns í Washington.

Andrew Jackson var maður svipmikill og afar umdeildur.Svo vill til að hann er uppáhaldsforseti Donald Trumps.

Þá kom Lawrence sér fyrir kirkjudyrnar, vopnaður tveimur pístólum — það er að segja handbyssum sem tóku aðeins eitt skot.

Lawrence beið uns Jackson gekk hjá, örskammt frá honum, lyfti þá annarri pístólunni og hugðist hleypa af en pístóla hans stóð á sér þannig að skotið hljóp ekki úr byssunni.

Hann lyfti þá hinni pístólunni en hún stóð einnig á sér.

Síðar var reiknað út að líkurnar á að tvær pístólur af þessari gerð stæðu af sér væru 1/250 þúsund og það væri því nánast kraftaverk að Jackson hefði ekki orðið fyrir skoti.

Tölfræðin kann að vera rétt en á hitt hefur líka verið bent að sérfræðingar í pístólum halda því fram að sú gerð sem Lawrence notaði hafi jafnan verið viðkvæm fyrir raka og mikill raki hafi einmitt verið í loftinu þennan dag.

Engir lífverðir

Jackson hafði enga lífverði enda hafði aldrei fyrr verið gerð tilraun til að myrða forseta Bandaríkjanna.

Teikning úr blaði af Richard Lawtence munda pístólu sína.

Forsetinn reiddist hins vegar ógurlega þegar hann varð var við hvað gerst hafði og hófst handa að lúberja Lawrence með göngustaf sínum.

Að lokum skárust svo fleiri viðstaddir í leikinn, köstuðu sér yfir Lawrence og héldu honum þar til lögreglan mætti á svæðið.

Þá var Lawrence heldur illa leikinn eftir staf forsetans.

Eftir tilræðið jukust mjög vinsældir hins umdeilda forseta. Þótti vel af sér vikið af 67 ára gömlum manni að bregða sér hvergi heldur hefjast handa við barsmíðar.

Lawrence var sýknaður af morðákæru. Var hann talinn hafa verið viti sínu fjær vegna geðveiki. Hann var svo geymdur innilokaður á geðspítölum til ársins 1861 þegar hann lést.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Sagan góð að vanda.
    En þarf þú Illugi ekki að leiðrétta þessa innsláttar villu um hundrað ár ?
    „Andrew Jackson, sem hafði gegnt embætti Bandaríkjaforseta frá 1929“
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár