Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fyrsta morðtilræði við Bandaríkjaforseta jók stórlega vinsældir forsetans

Andrew Jackson Banda­ríkja­for­seti varð fyrst­ur manna í því starfi til að verða skot­spónn morð­til­ræð­is. Hraust­leg við­brögð hans juku mjög vin­sæld­ir hans.

Fyrsta morðtilræði við Bandaríkjaforseta jók stórlega vinsældir forsetans
Tilræði Lawrence. Hann beinir pístólu að forsetanum sem stendur milli súlnanna með staf sinn í hendi.

Hér segir af fyrsta tilræðinu sem Bandaríkjaforseta var sýnt. Þar var að verki hálffertugur húsamálari að nafn Richard Lawrence og átti árásin sér stað í Washington.

Lawrence fæddist árið 1800 á Englandi en flutti til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þegar hann var um 12 ára. Fram eftir aldri þótti fátt til frásagnar af honum, hann var sagður ósköp venjulegur og skapmildur ungur maður.

Er Lawrence var á þrítugsaldri fór hann að fást við húsamálun og sumir hafa leitt getum að því að eiturefni í málningunni hafi orðið kveikjan að geðrænum vandamálum sem fóru skömmu seinna að gera vart við sig.

Eitruð málning?

Þegar Lawrence var rúmlega þrítugur var orðið morgunljóst að eitthvað var að. Hann var þá farinn að þjást af bæði ranghugmyndum og ofsóknartilfinningum.

Á einhverjum tímapunkti sannfærðist hann um að hann væri í raun Ríkarður 3. Englandskonungur, sem flestir höfðu þó talið að hefði dáið nærri 400 árum fyrr. Lawrence sannfærðist um að hann ætti sem konungur inni mikla peninga frá ríkinu en Andrew Jackson, sem hafði gegnt embætti Bandaríkjaforseta frá 1929, stæði í vegi fyrir því að hann gæti nálgast fé sitt.

Hann fór að fylgjast með ferðum Jacksons í Washington og mun oft hafa setið á tali við sjálfan sig um Jackson.

Fæstir ímynduðu sér að Lawrence væri hættulegur nokkrum manni en hann var þó orðinn giska óútreikanlegur og mun að minnsta kosti einu sinni hafa hótað konu nokkurri lífláti.

Tilræðið

Föstudaginn 30. janúar 1835 tók Jackson forseti þátt í útför stjórnmálamanns í Washington.

Andrew Jackson var maður svipmikill og afar umdeildur.Svo vill til að hann er uppáhaldsforseti Donald Trumps.

Þá kom Lawrence sér fyrir kirkjudyrnar, vopnaður tveimur pístólum — það er að segja handbyssum sem tóku aðeins eitt skot.

Lawrence beið uns Jackson gekk hjá, örskammt frá honum, lyfti þá annarri pístólunni og hugðist hleypa af en pístóla hans stóð á sér þannig að skotið hljóp ekki úr byssunni.

Hann lyfti þá hinni pístólunni en hún stóð einnig á sér.

Síðar var reiknað út að líkurnar á að tvær pístólur af þessari gerð stæðu af sér væru 1/250 þúsund og það væri því nánast kraftaverk að Jackson hefði ekki orðið fyrir skoti.

Tölfræðin kann að vera rétt en á hitt hefur líka verið bent að sérfræðingar í pístólum halda því fram að sú gerð sem Lawrence notaði hafi jafnan verið viðkvæm fyrir raka og mikill raki hafi einmitt verið í loftinu þennan dag.

Engir lífverðir

Jackson hafði enga lífverði enda hafði aldrei fyrr verið gerð tilraun til að myrða forseta Bandaríkjanna.

Teikning úr blaði af Richard Lawtence munda pístólu sína.

Forsetinn reiddist hins vegar ógurlega þegar hann varð var við hvað gerst hafði og hófst handa að lúberja Lawrence með göngustaf sínum.

Að lokum skárust svo fleiri viðstaddir í leikinn, köstuðu sér yfir Lawrence og héldu honum þar til lögreglan mætti á svæðið.

Þá var Lawrence heldur illa leikinn eftir staf forsetans.

Eftir tilræðið jukust mjög vinsældir hins umdeilda forseta. Þótti vel af sér vikið af 67 ára gömlum manni að bregða sér hvergi heldur hefjast handa við barsmíðar.

Lawrence var sýknaður af morðákæru. Var hann talinn hafa verið viti sínu fjær vegna geðveiki. Hann var svo geymdur innilokaður á geðspítölum til ársins 1861 þegar hann lést.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Sagan góð að vanda.
    En þarf þú Illugi ekki að leiðrétta þessa innsláttar villu um hundrað ár ?
    „Andrew Jackson, sem hafði gegnt embætti Bandaríkjaforseta frá 1929“
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Ný og óvænt kenning: Hafði Jörðin hring um sig miðja líkt og Satúrnus?
Flækjusagan

Ný og óvænt kenn­ing: Hafði Jörð­in hring um sig miðja líkt og Sa­t­úrn­us?

„Mán­inn hátt á himni skín, hrím­föl­ur og grár ...“ seg­ir í ára­móta­kvæð­inu al­kunna. En hugs­ið ykk­ur nú að ekki ein­ung­is mán­inn einn skini hátt á himni, held­ur teygði sig um all­an him­inn hring­ur af geim­stein­um, ryki, grjót­flís­um af öll­um stærð­um, ísklump­um og jafn­vel smá­mán­um marg­vís­leg­um? Um Jörð­ina okk­ar væri í raun og veru hring­ur eins og sá al­þekkt­ur er um...

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu